Heimagerðar vorrúllur og vorrúlludeig

Ég er að verða óþolandi í öllu þessu heimagerða, en það er ekki fyrr en ég fer að rækta og mala mitt eigið hveiti sem ég verð sátt...

Nei, ekki alveg.  Það er samt gaman að prófa að gera heimalagað frá grunni.  Maður lærir ýmislegt á því og þá oftast hvað það er auðvelt að gera hlutina, stundum ögn tímafrekara en að grípa í tilbúið en yfirleitt alltaf þess virði þegar uppi er staðið, sérstaklega hvað bragð varðar.   

Það er leikur einn að gera deig fyrir vorrúllur. Heimagerðar vorrúllur eru lostæti. Ég gerði fyllingu sem var að minnsta kosti ótrúlega góð.

Með þessu verður að vera heimagerð Thai sweet chili sósa.

Passið ykkur bara á að vera ekki í stressi að rúlla upp vorrúllunum, gefið ykkur góðan tíma í það. Ég hefði mátt vanda mig ögn betur, bara svona upp á presentatioooon. En útlitið að þessu sinni hafði engin áhrif á bragðið.

vorrúllur 

Vorrúllur (fyrir 4)

Deig

  • Hveiti, magnið er eins mikið og þarf til að fá gott, mjúkt klísturslaust deig.
  • 1.5 dl vatn
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1 tsk salt 
Hnoðið ofantöldu vel saman þar til þið fáið mjúkt og gott deig.

Fylling

  • 2-3 gulrætur
  • 3-4 vorlaukar
  • 1 rauð paprika 
  • 2-3 rif hvítlaukur
  • 2-3 msk ferskt engifer 
  • 1 lúka af sveppum
  • 1/4 haus kínakál
  • Ferskt kóríander, góð lúka
  • Skvetta af soyasósu 
  • 1-2 msk sweet chili sósa 

Skerið grænmetið fínt, t.d í mjóa stutta strimla og saxið kálið.  Raspið engifer og hvítlauk.  Steikið allt ofantalið á wok pönnu.  Bætið við chili sósu og soya.  Bætið við kóríander í lokin. Leggið grænmetisblönduna til hliðar.

vorrúllur 

Rúllið út  deiginu mjög þunnt og skerið í ferninga (ca 10x10 cm).  Leggið 1-2 msk af grænmetinu á deigið og rúllið upp.  Hér er góð myndskýring á hvernig hægt er að rúlla upp vorrúllum ásamt góðum ráðum við að gera vorrúllur.

Hrísgrjón 

Ég bar einnig fram hrísgrjón sem slógu í gegn. Þegar ég var búin að sjóða þau svitaði ég papriku og vorlauk á pönnu og bætti svo við hrísgrjónum, cashew hnetum, fersku kóríander og smá salti ásamt 2-3 msk af thaí sweet chili sósunni sem ég gerði. 

sriracha sósa 

Svo er mjög gott að hafa chili mayo með.  Það gerði ég með þvi að blanda saman sýrðum rjóma og sriracha sósu.  Það má líka nota mæjónes, heimagert að sjálfsögðu :D 


Einfaldur jógúrtís, engin sykur - bara hunang

Þetta er einstaklega einfaldur ís. 3 hráefni, jógúrt, hunang og ber.

jógúrtís 

Jógúrtís

  • 1/2 L grísk jógúrt (eða venjuleg)
  • 1,2 dl hunang
  • 2,5 dl ber (ég notaði fersk bláber og jarðaber, mættu líka vera frosin ber)

Blandið saman jógúrti og hunangi.

Saxið berin, eins smátt og þið viljið og blandið við jógúrtið.

Ég tók helminginn af berjunum og maukaði með töfrasprota við jógúrtið.

Ég lét svo hinn helminginn vera fremur smátt skorið, bláberin þó bara til helminga. Bara smekksatriði...mætti alveg mauka allt eða ekkert og allt þar á milli...

Ég setti part af blöndunni í frostpinnaform og rest í kassalaga plastform. Frystið í a.m.k 3 klst.

Þegar ég bar fram ísinn úr kassanum þá skar ég hann í sneiðar (eins og ef ég væri að skera brauð í sneiðar).

Þetta er ís sem má þróa.  Ég sé alveg fyrir mér að gera jarðaberjasýróp og blanda smá af því saman við.  Þá yrði þetta jógúrt ís og sorbet í einum.


EATING ANIMALS - Súpa með grænum linsum, kjúklingabaunum og fennel

Ég er að lesa bók, nýbyrjuð en hún lofar góðu. Hún er sem sagt um það að borða dýr.  Rithöfundurinn er ekki að predika það að allir ættu að gerast grænmetisætur, heldur bara benda á ýmsa þætti varðandi það að borða dýr.

 Það er þá helst meðferðin á dýrunum.  Mjög ólystug meðferð og fjöldaframleiðsla. (Fyrir utan að sum fá að éta hunda, ketti, skúnka og rottur sem hafa drepist á þjóðveginum, nammi namm.)  Það ekkert náttúrulegt við svona ofur fjöldaframleiðslu landbúnað, enda er þetta ekki landbúnaður heldur verksmiðja.

Það er einmitt til orð yfir þetta, Factory Farming

Og hér er heimasíða bókarinnar, Eating Animals

Mér finnst mikilvægt að vita hvað það er sem maður er að láta ofan í sig.  Ég versla mitt kjöt beint af býli, býli þar sem ég horfi á kýrnar nánast út um stofugluggann. Ég  kaupi kjúkling og svín ööörsjaldan. Svo þarf maður líka að vera meðvitaður um fiskinn, hvernig ferlið er í kringum hann, það er ekki alltaf glansmynd.

Og til gamans veltir hann fyrir sér afhverju við (flestir, sérstaklega á vesturlöndum) borðum ekki hunda...

En ég er bara rétt að byrja, sjáum hvernig þessi bók endar :) 

Það er því við hæfi að koma með uppskrift af grænmetisrétti.

Það var svona mismikið til í ísskápnum en eitthvað til í niðursuðuskápnum sem er lítið notaður þannig að ég ákvað að ganga á birgðarnar þar.

Þar átti ég gæða tómata í dós og kjúklingabaunir. Svo fann ég grænar linsur sem ekki þarf að leggja í bleyti og aðeins sjóða í hálftíma eða svo.

Ef þið vitið ekki hvað þið eigið að gera við baunir, eins og þær eru nú hollar og góðar, þá er alltaf gott að skella þeim í súpur.

Með hjálp google eftir að hafa slegið inn Soup, green lentils tomatoes, þá fékk ég slatta af girnilegum uppskriftum og ein var innihélt einnig fennel, sem ég aldrei þessu vant átti.

fennel

Fennel er ótrúlega skemmtilegt hráefni. Það er afgerandi lakkrísbragð þegar maður smakkar það hrátt, en það mildast við eldun finnst mér og verður mun bragðbetra.

Ég átti ekki til allt sem uppskriftin bar fram, eins og t.d ferskt kóríander sem hefði verið skemmtilegt.

linsuIMG_3568


Krydduð linsu og kjúklingabaunasúpa
(svolítið stór skammtur, örugglega fyrir 6) 

  • 1 fennel
  • 1/2 laukur
  • 1/2 rauðlaukur
  • 1 dós crushed tomatoes
  • 1-2 hvítlauksrif
  • 1/2 tsk engifer (ferskt eða duft)
  • 1 tsk turmeric
  • 1 tsk kanill
  • 2 dl grænar linsur (ósoðnar)
  • Ferskt kóríander,
  • 1 lúka
  • Salt og pipar
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 1 L vatn og grænmetiskraftur
  • Ólífuolía, 2-3 msk til steikingar
  • Smá rjómi í lokin, ef þið við viljið, það var ekki í uppskriftinni, en ég átti smá og bætti, það var ekki verra. 

Skerið lauk og fennel í litla bita eða ræmur.  (Skiptir ekki máli ef þið ætlið að setja allt í matvinnsluvél í lokin.)

Svitið á pönnu, bætið við tómötum í dós, hvítlauk og kryddum.

linsusúpa

Bætið við vatni, grænmetiskrafti og fáið upp suðu.  Bætið út í kóríander og linsubaunum og sjóðið þar til baunirnar eru soðnar.   Salt og pipar eftir smekk.

Bætið við kjúklingabaunum, látið malla í 5 mín.  

Hér er einnig hægt að bæta við smá rjóma. 

Svo er hægt að setja alla súpuna í matvinnsluvél (blender) eða bara helming og hana bæði "smooth and chunkey"

Svo var einnig uppskrift af pestó til að setja út í súpuna sem hljómaði vel en ég átti ekki kóríander, langar að prófa þetta samt við tækifæri.

Charmoula

  • 4-5 msk ólífuolía
  • 1 tsk cumin fræ, ristuð og maukuð (ground)
  • 1 rif hvítlaukur 
  • jalapeño
  • Safi úr einni sítrónu
  • 1 búnt ferskt kóríander 
  • Salt og pipar.

Allt maukað í matvinnsluvél. 



Granóla bar - nammi

Ég er búin að vera að gera tilraunir og sanka að mér granóla bar uppskriftum. Var með eina góða um daginn, en nú bætti ég við hnetusmjöri og salthnetum, en sleppti sykri.

Þetta var ótrúlega gott, algjört sælgæti en samt hollara. Ég er ekki vön að eiga amerísk morgunkorn á heimilinu en það var afgangur af Rice Krispies síðan ég var að baka fyrir barnaafmælið og ég notaði það einnig, very good!

Svo skar ég frá endana sem voru ljótir en þeir voru líka borðaðir, ekki verri þótt þeir væru ekki fallegir! 

granola 

Granola bar með hnetusmjöri 

 

  • 1 1/2 bolli Rice Krispies
  • 1 1/2 bolli musli (ég á eitthvað frá Himnesk Hollusta)
  • 1/2 bolli sýróp eða hunang
  • 1/2 bolli hnetusmjör (ég var með eitthvað lífrænt og fínt)
  • 1/2 bolli rúsínur
  • 1/2 salthnetur og heslihnetur (eða hvaða fræ og hnetur sem er)
  • 1/3 bolla smátt skorið 70% gæða súkkulaði

 

Setjið álpappír eða bökunarpappír í form.

Setjið Rice Krispies, musli, rúsínur og hneturí skál.

Hitið sýróp eða hunang í pott undir meðal hita.  Takið af hellu og hrærið saman við hnetusmjöri.

Hellið því yfir þurrefnin og blandið vel saman.

Helli þessu í eldfasta fatið og þrýstið því vel niður svo það haldist saman þegar það kólnar.

Kælið. 

Skerið í hæfilega stóra bita.  Mínir voru eins og Mini Snickers.  

Eini gallinn við þessa uppskrift er að nú þarf ég að kaupa meira Rice Krispies til að búa til meira!  

 

 


Gullfiskakex (en þó ekki fyrir gullfiska) og snilldar heimagert gullfiskakökumót

Ég er alltaf að leita að skemmtilegum uppskriftum af mauli eða einhverju með drekkutímanum.

Eitthvað sem inniheldur ekki alltaf 2 dl af sykri.

Þessir gullfiskar slógu í gegn og það er engin sykur í uppskriftinni. Krakkarnir geta svo dundað sér að búa til á þá augu og munn.

gullfiskakex

Gullfiskakex

 

  • 1 bolli hveiti
  • 4 msk kalt smjör, skorið í smáa bita
  • 200 g Cheddar ostur
  • 3/4 tsk salt
  • 1/2 tsk svartur ferskur pipar
  • 1 tsk lyftiduft
  • Smá vatn (5-8 msk)

 

Setjið hveiti,salt, pipar og lyftiduft í matvinnsluvél, hristið þessu aðeins saman.

Bætið við osti og smjöri og mixið þar til þetta er mjölvað.

Bætið við 5 msk af vatni, einni í einu og bætið svo við meira vatni eftir þörfum, einni msk í einu þar til þið eruð komin með góða deigbollu. Uppskriftin var upp á 3-4 msk en ég notaði um 7 eða 8 msk. Passið bara að setja ekki of mikið, þess vegna mæli ég með 1 msk í einu, því þetta kemur svo allt í einu.

Setjið í plast og kælið í hálftíma eða allt að 24 klst.

Hitið ofn í 180°c.

Rúllið út deig og skerið út litla gullfiska ( eða litla hringi ef þið eruð ekki með gullfiskaform. Mínir fiskar voru um 2.5 cm á lengd.

gullfiskakex 

Brjótið enda á tannstöngli til að gera augu og endann á tannstöngli til að gera munn.

gullfiskakex 

Ég var sem heppin að vera með listrænan hjálparkokk við gerð fiskanna.

Hér er svo hægt að setja plötuna með fiskunum inn í ísskáp og kæla smá í korter, það er gert til þess að lögun þeirra haldi sér frekar við baksturinn segja þeir fróðu.

Bakið í 13-18 mín.

Geymist í lokuðu íláti í allt að viku.

gullfiskakökuform

Og hér er svo snilldin, heimagerða gullfiskaformið gert úr áldós. Takið ykkur áldós, klippið hana í tvennt, hringinn. Því næst í 1-2 cm þykkan strimil.

Mótið úr honum gullfisk sem þið límið saman með límbandi. Ef skilin eru að detta í sundur þar sem þið beyglið álið saman setjið þá límband þar líka (þar sem nefið er og í sporðurinn.

Þetta er frábær aðferð til að gera lítil heimagerð kökumót í hvaða formi sem manni dettur í hug.


Sveppasúpa með beikoni.

Mér finnst gott að hafa sveppi á pizzum en þess á milli, þá geri ég lítið við þá. Nú sat ég með fulla öskju af flúðasveppum inn í ísskáp og ákvað að gera sveppasúpu.

sveppasúpa

Mig langaði að hafa hana aðeins meira spennandi en bara sveppir og rjóma og fór að gúggla. Þá datt ég niður á mjög girnilega uppskrift í fallega vefritinu hjá Sweet Paul.

Þetta er "mikil" súpa, smjör, beikon, rjómi... þið skiljið... og mér fannst hún mjög góð en hún nýtur sín best sem forréttur í  lítilli skál, svona sem "teaser" fyrir aðalrétt.

Ég notaði uppskriftina hans Paul til hliðsjónar og gerði svona.

sveppasupa

Sveppasúpa (fyrir 2)

  • 1 askja sveppir (ef þið eigið einhverja gúrmei sveppi þá er það ekki verra)
  • 5-6 lengjur beikon, skorið í cm bita 1/2 laukur, smátt skorinn
  • 2 rif hvítlaukur, rifinn
  • 1/2 L vatn og grænmetiskraftur
  • Smá skvetta hvítvín
  • 2 dl rjómi
  • Smjör og olía til steikingar (t.d 2 msk olía og 2 msk smjör)
  • Pipar
sveppasúpa

Steikið lauk, beikon og hvítlauk á pönnu með olíu, bætið svo við sveppum og smjöri.

Piprið eftir smekk.

Takið frá ca 1/3 af sveppablöndunni. (Því þetta fer í blender, ef þið viljið smá "chunky" súpu).

Setjið út í vatn og grænmetiskraft. Bætið við skvettu af hvítvíni.

Látið malla í 20 mín. Setjið súpuna í blender, eða maukið með töfrasprota. Setjið súpuna aftur í pottinn.

Bætið við rjóma og látið malla í smá stund. Berið fram með góðu brauði. 

Ég saltaði súpuna ekkert, fékk nóg salt frá beikoninu og smjörinu. 

Þið getið leikið ykkur með ferskar kryddjurtir til að skreyta súpuna með þegar þið berið hana fram.  Timian gæti gerið gott. 


Efnisyfirlit með linkum

Nú er ég búin að flokka allar uppskriftir sem ég hef bloggað um og setja link á þær, allt hér á einum stað.

Sumar uppskriftir gætu átt heima í fleirum en einum flokk, en ég læt hverja uppskrift bara koma fyrir einu sinni og vel henni því flokk eftir því sem mér finnst ágætlega viðeigandi 

Ef þið lendið einhverntíma á link sem virkar ekki þá megiði gjarnan setja það í komment hérna svo ég geti lagað það :D 

Flokkarnir eru þessir:  

  • Asía
  • Brauð
  • Drykkir 
  • Grjón og pasta
  • Grænmetisréttir - Salat 
  • Kjúklingur
  • Kjöt 
  • Kökur og sætindi
  • Mexikó 
  • Pizza 
  • Samlokur og aðrir brauðréttir 
  • Sjávarfang 
  • Sósur og ídýfur
  • Súpur 
  • Tapas og smáréttir
  • Ýmislegt

Asía 

Eggja - sushi 

Kínverskar pönnukökur

Makizushi 

Yaki soba

Yakisoba dip 

 

Brauð

Alíslenskt brauð 

Beyglur  

Brauð með byggi og fræjum 

Einfalt brauð, bakað í potti 

Fléttubrauð í heimilisfræði

Flatkökur 

Hafragrauts krönsí kökur 

Hamborgarabrauð 

Honey oat subway langlokubrauð 

Kartöflubrauð 

Kornbollur 

Morgunverðarbollur 

Naan brauð

Naan brauð  

Naan, gerlaust 

Pig in a blanket

Rúgbrauð soðið  í niðursuðudósum

Rúgmjölsbrauð 

Tortillur úr maís úr dós 

 

Drykkir

Heitt kakó (eða kaffi) með núggati 

Jarðaberjamjólk 

Krækiberjasafi  

Lamumba 

Límónaði og Tinto de verano 

Mojito með engifer 

Velkomin í Hvalfjörðinn (sumarlegur drykkur)

  

Grjón og pasta

Bulgur pilaf  

Risotto með pancetta og rósmarín 

Rauðrófu-pasta 

Spagetti með pulsu og tómatsósu 


Grænmetisréttir - Salat - egg

Agúrkusalat með myntu og kóríander 

Avacado "franskar" 

Dahl með linsum og kartöflum 

Egg, soðin á pönnu 

Frittata 

Grillaður avacado 

Grænmetisréttur með marókkóskum áhrifum 

Hægeldaðir tómatar 

Kartöflubátar með lauksúpukryddi 

Kartöflukökur 

Kúrbítsblóm í pönnukökudeigi 

Maakouda Batata 

Mizuna passion salat  

Nýrnabaunatortilla 

Rauðlaukssalat 

Rauðrófusalat 

Roti með kjúklingabaunum 

Salat með eggaldin og ruccola 

Suðrænt sumarsalat 

Tortilla með því sem til var 

Quinoa salat með avacado 

 

Kjúklingur

BBQ kjúklingavefja

Fylltir tómatar með kjúkling

Indónesískur karrý réttur með kjúkling 

Kebab með Tzatziki  

Kínverskur cashew kjúklingur 

Kjúklingabitar með cashew hnetum og indverskum kryddum  

Kjúklingabollur með indversku ívafi   

Kjúklingaleggir með anis og austurlensku ívafi 

Kjúklingur sem sesame fræjum sýrópi og vorlauk  

Kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómötum og pestó 

Lasagna með kjúklingafarsi  

Mangó karrý kjúklingur

Minn fullkomni steikti kjúklingur 

Ofnbakaðar kjúklingabringur með grænpiparssveppasósu og krydduðum kartöflum 

Risotto og kjúklingaafgangar á pönnu 

Tagliatelle með rósmarínkjúklingi  

 

Kjöt

Chile con carne með baunum  

Chile con carne meets quesadillas 

Folaldaborgari með ofngrilluðu brie, pomegranate, steinseljmauki og möndlum 

Grillað Hot Capicola salami

Grísasnitsel með peru chutney 

Heit frönsk sveitakæfa með sveppasósu og rúgbrauði 

Italian meatballs in Spain   

Ítalskar ótrúlega góðar lambakjötbollur

Ítalskar kjötbollur 

Kindaspjót 

Koofteh - Persneskur réttur 

Lambaborgari með avacado, kirsuberjatómötum og mangó  

Lambahakksbollur með indversku ívafi  

Lambakjötbollur með aprikósu 

Lambarifjur 

Lasagna, eingöngu úr íslensku hráefni 

Nautahakksvorrúlla

Nauta Tataki með Citrus shoyu  

Píta með kindahakki 

Píta með lambabuffi og myntusósu  

Sliders (hamborgarar)

Tataki nautalundir 

  

Kökur og sætindi

Avacadoís 

Bananamuffins 

Biscotti með heslihnetum og möndlum  

Biscotti með heslihnetum og möndlum  

Bláberjakaka með musli crumble 

Bollakökur - Uglur

Brownies 

Brownies 

Döðlukonfekt  

Döðlukonfekt   

Döðlu og apríkósu "kaka" (góð með ostum) 

Einfalt marsipan konfekt  

Epla crumble 

Granóla bar

Hamborgarasúkkulaðikaka 

Heilsubitakökur 

Hollar muffins með bláberjum

Hundasúruís   

Jarðaberjasulta, án sykurs 

Jarðaberjasýróp

Kaka með ganache og "ís á hvolfi"

Kaka úr sætum kartöflum

Kit kat kaka 

Makkarónur 

Muffins með bláberjum 

Piparkökur 

"Pull a part" brauð með kanilsykri

Rabarbarasulta með engifer  

Rauðrófupönnukökur  

Rice Krispies kökur 

Rósettur 

Skírnarkaka - Páska hátíðarkaka  

Sultumarmelaðe  

Súkkulaðikaka með rauðbeðum 

Sykraður appelsínubörkur (konfekt) 

Vanillu appelsínukrem 

Vanilluís 

Vatnsdeigsbollur

 

 

Mexikó

Baunastappa með chilpotle í Adobo sósu 

Empañadas 

Huevos rancheros II 

Huevos rancheros 

Mexíkósk maíssnitta 

Quesadillas með hýðishrísgrjónum og baunum 

Öðruvísi ostakaka með nachos og salsa

 

 

Pizza

BBQ pizzu tortilla 

Lachmacun 

Pizza - meiriháttar góð ráð

Pizza með dijon, feta, ólífum og hvítlauk 

Pizza með grísalundum og súrum gúrkum 

Pizza með lambapepperoni og emmental osti 

Pizza með ólífum og feta

Pizzabotn úr blómkáli 

Stromboli  

Tortilla pizza með jalapeno og vorlauk 

 

Samlokur og aðrir brauðréttir 

Beygla með osti og jalapeno 

Djúpsteikt rækjubrauð 

Hrísgrjónalummur með papriku og púrru

Klattar með byggflögum og grjónagraut 

Klattar með soðnu bankabyggi

Kúbönsk samloka 

Kúrbítsklattar 

Laxasamlokur 

Meinhollar pönnukökur 

Miðjarðarhafssamloka

Roast beef samloka 

Samloka með hamborgarahrygg 

Samloka með nautahakki  og sinnepssósu  

Smokkfiskssamloka 

Sólarlag í hvalfirði (klúbbaréttur)

Steikarsamloka 

  

 

Sjávarfang

Brandade með kartöflum 

Fiskibollur 

Fiskur með kiwano salati 

Fiskur með rjómasósu 

Humar með mangói og sweet chili sósu 

Hörpudiskur með salvíu, beikoni og puy baunum  

Karrý ýsa 

Kræklingur 

Kræklingur í rjóma og hvítvíni 

Kræklingur með hvítvíni og grænmeti 

Kræklingur með sinnepi 

Pasta með hörpudisk og grillaðri papriku 

Plokkfiskur með byggmjöli 

Plokkfiskur með vorlauk 

Pönnusteiktur lax  

Reykt hrefnukjöt með wasabi sesame dressingu

Reyktur lax í skál  

Reyktur lax með eggjahræru 

Saltfiskur í bjórdeigi 

Steikt ýsa með tómötum og osti  

Thai kræklingur 

Túnfisk tataki 

Ýsa með paprikupestói

Wok með grænmeti, hnetum og humar  

Ýsu wok með wasabi sesaame dressingu 

 

 

Sósur og ídýfur

Basil pestó  

bbq sósa  

Blómkálssósa  

Hamborgarasósa 

Harissa

Heimagert mangó chutney  

Hindberjavinegrette 

Hummus 

Jalapeno sósa  

Jarðaberja balsamic 

Mango jalapeno glaze dressing 

Myntudressing 

Pestó 

Rauðrófusósa / ídýfa    

Rauðlaukssalsa 

Rauðbeðudressing  

Remoulade 

Salatdressing  

Sinnepssósa 

Thai sweet chili sósa

Þeyttur rjómaostur

 

Súpur

Glettilega góð fiskisúpa 

Kjúklingabaunasúpa með blaðlauk 

Pho 

Súpa með canellini baunum og grillaðri papriku 

Tómatsúpa með grillaðri papríku 

Ýsusúpa 

Ætifíflasúpa 

 

Tapas og smáréttir

Aspas með myntusmjöri og hráskinku 

Beikonvafðar döðlur með ferskum mossarella 

Brandade með rauðbeðusósu og brokkolíspíru 

Bruschetta með kirsuberjatómötum og mossarella 

Brushetta með kúfskel, dvergrauðlauk og valmúga ediki 

Hreindýrapaté og meðlæti 

Hvítur aspas með myntusmjöri  

KanPan - snitta með kjötbollu með asísku sniði 

Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum 

Parmigiano wafers

Peru bruchetta

Punjabi with twists 

Sérrí sveskjur 

Snitta með Jalapeno og osti 

Tapas hlaðborð 

Tikka masala í hrísgrjónapappír

 

ÝMISLEGT

Saltaðar sítrónur 

Útskorin melóna


 


Meistarakokkurinn Hrefna Sætran í eldhúsinu hjá mér

Haldiði ekki að ljúflingurinn og meistarakokkurinn Hrefna Sætran hafi komið í heimsókn.  En því miður var það ekki hún sem eldaði fyrir mig heldur ég fyrir hana.

Hún er með frábæra matreiðsluþætti á Skjá Einum og hún fékk mig til að elda fyrir sig dýrindis Lahmacun, tyrkneska pizzu.

Uppskriftina má nálgast hér.

Ef þið eruð með Skjá Einn þá getið þið séð þáttinn á vefsíðu stöðvarinnar, þetta var þriðji þáttur í sjöundu seríu.

hakk

EF þið ætlið að skella í pizzu um helgina prófið þá þessa.  Finnið ykkur gott lambakjöt og hakkið það sjálf eða fáið þá í kjötborðinu til að gera það fyrir ykkur, er ekki annars svoleiðis þjónusta einhverstaðar í boði hér á Íslandi?

Svo er hægt að fylgjast með Hrefnu á Facebook, Matarklúbburinn með Hrefnu Sætran.

GÓÐA HELGI!


Engar smá súkkulaðibitakökur. Mæli með þessum!

Þessar súkkulaðibitakökur stóðust alveg undir væntingum.  Og vegna þess að þær eru frekar stórar þá verða þær mmmmmmjúkar í miðjunni. 

Þetta er svona uppskrift sem allir súkkulaðibitakökuaðdáendur

verða að prófa að minnsta kosti einu sinni. 

Ég hefði ekkert á móti því að vera að narta í eina núna í tilefni dagsins, því ég á afmæli í dag.  En ég læt mér duga að narta í afmælisgjöf, súkkulaðið frá Hafliða Ragnars...

súkkulaði

  

Það sem er lykilatriði við þessa uppskrift og verður að gera, er að geyma deigið í ísskáp í amk sólarhring.

Það er sniðugt á minni heimilum að baka 4 stk í einu því þær eru svo stórar, deigið geymist í kæli í 3 daga og svo má líka geyma það í frysti.  Ekki amalegt það :)

súkkulaðibitakökur

 Súkkulaðibitakökur

  • 3 2/3 bollar hveiti
  • 1 1/4 tsk matarsódi
  • 1 1/2 tsk lyftiduft
  • 1 1/2 tsk salt
  • 1 1/4 bolli smjör
  • 1 1/4 bolli púðursykur (ljós, en ég notaði dökkan)
  • 1 bolli sykur
  • 2 stór egg
  • 2 tsk vanilludropar
  • 120 g 70 % súkkulaði eða annað svakalega gott súkkulaði, verður að vera gæða!
  • Sjávarsalt

Setjið þurrefni í skál.  Setjið smjör og sykur í aðra skál og hrærið saman með hrærivél þar til blandan er létt (3-5 mín). Hér er gott að vera með smjör við stofuhita.

Bætið við eggjum, einu í einu. 

Því næst vanillu.

Bætið við þurrefnum.

Setjið súkkulaðið í deigið og blandið því saman við svo það dreyfist  jafnt úr því.  Pakkið deiginu inn í plastfilmu.

súkkulaðibitakökur 

Geymið deigið í ísskáp í sólarhring eða í allt að 72 klst.

súkkulaðibitakökur 

DAGINN EFTIR: Mótið kúlur úr deiginu, hver kúla hjá mér var um 100 g.  Það er u.þ.b á við golfkúlu.  Já, þær eru svolítið stórar, það er best!

Raðið 4 kúlum á smjörpappír á ofnplötu með góðu millibili því þær fletjast út og þurfa sitt pláss.

Bakið við 180° c í 18-20 mín.

Ef þið notið ekki allt degið þá er hægt að gera kúlur úr öllu deginu og setja rest í frysti.

Passið að baka þær ekki of lengi sem þær verði ekki of harðar.

Þessi uppskrift er birtist fyrir ó nokkrum árum í New York times.


Döðlubrauð, sætt og sykurlaust

Ég fann þessa ágætu uppskrift á pressunni og ætla að henda henni hérna inn því ég á kannski eftir að gera þetta einhvern tíma aftur.

Ég er búin að færa inn vandræðalega mikið af sykruðum uppskriftum upp á síðkastið.  Og kosturinn við þessa uppskrift er að það er engin sykur í henni en þess í stað eru bæði döðlur og bananar.

döðlubrauð 

 Döðlubrauð

  • 200 gr. döðlur
  • 2,5 dl. soðið vatn
  • 2 egg
  • 2 msk. brætt smjör
  • 2 bananar
  • 1 tsk. lyftiduft (hveitilaust úr Yggdrasil eða bara venjulegt)
  • 1 tsk.Matarsódi 1/2 tsk. sjávarsalt.
  • 1 tsk. vanilludropar
  • 300 gr. speltmjöl

döðlubrauð

Saxið döðlur smátt og leggið í bleyti í sjóðandi vatni.  Látið kólna.

Þeytið saman egg og smjör, bætið við bönunum og þurrefnum.

Hrærið vel.  Sigtið vatnið frá döðlum og blandið við deigið.

Bakið í kringlóttu formi í 25-30 mín eða formkökuformi í ca 40 mín við 175°c.

IMG_3233 

Ég bakaði þetta í kringlóttu formi í hálftíma og skar hana svo til helminga og því næst í sneiðar.

Best nýbakað svo smjörið bráðnar á brauðsneiðinni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband