Pizza með grísalundum og súrum gúrkum

Það kom mér á óvart hvað pizza með súrum gúrkum er góð! Það var afgangur af marineruðu grísalundinni sem ég notaði í kúbönsku samlokuna.  Ég prófaði því að búa til "Kúbanska" pizzu. 


grísapizza

 Pizza með grísalundum og súrum gúrkum

  • Marineruð grísalund, sjá uppskrift hér
  • Ostur
  • Lúxus skinka
  • Súrar gúrkur, sneiddar niður
  • Bráðið smjör
  • Pizzabotn


Ég gerði góðan þunnann botn og gluðaði á hann smá bræddu smjöri og grísalundinni með slatta að djúsí marineríngunni og í ofn í 5 mín eða svo.  Tók hana út og bætti við osti, lúxus skinku og súrum gúrkum og aftur í ofinn þar til pizzan var bökuð.

Þetta var lostæti.  Ég bar fram með þessu sætt sinnep.  Var að spá í hvort ég hefði átt að setja sinnepið á pizzuna sjálfa áður en hún fór inn í ofn.  Í sjálfu sér þarf ekkert sinnep með þessari pizzu, bara smekksatriði.

Ég er sífellt að reka mig á það að bestu pizzabotnarnir sem ég geri sjálf eru þeir sem ég hnoða extra lítið og læt hefast extra vel.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband