Kaka úr sætum kartöflum og bara hollustu

Ég gerði mjög góða köku úr sætum kartöflum.  Vinkona mín gerði eina slíka fyrir nokkru sem var svo góð en hún mundi ekkert hvað hún hafði sett í deigið, en hún er lagin við að gluða saman
hollu hráefni í kökur og bökur, hún mundi eftir að hafa notað sætar kartöflur, kókós og hirsi.

Þannig að ég ákvað bara að taka hennar aðferð á þetta og setti sitt lítið af ýmsu í kitchen aid skálina, mallaði því saman og dreifði úr því í bökuform og bakaði við 180°c í 40 mínútur.

Ég var ekki að taka nákvæma mælingu, því það er engan vegið svo nojið.
Þessi er mjög góð með ýmsum réttum.  Ég bar hana t.d fram með þessum grænmetis tortilla rétti og það var brilliant. Þannig að það er bæði hægt að bera hana fram með mat og svo væri hún líka góð með rjóma og örugglega ís líka.
 
Þessi kaka var svo góð að ég náði ekki mynd fyrr en það var búið að narta vel í hana. 
 
kaka 
 
Kaka með sætum kartöflum 

  • 1 sæt kartafla, soðin
  • 1 banani
  • 1/2 dl kókós
  • 1-2 tsk agave sýróp
  • 4-5 msk hveiti
  • 1 tsk matarsódi
  • 1 tsk salt
  • Lúka af döðlum og 2-3 msk af vatninu sem þær suðu í
  • Lúka af heslihnetum
  • Lúka af möndlum
  • 1 msk smjörklípa 
Sjóðið sæta kartöflu í einum potti og döðlur í öðrum.  Ég sker sætu kartöfluna í bita og síð í um það bil hálftíma, döðlurnar sýð ég í um 10 mínútur.
Blandið saman  í matvinnsluvél hnetum og döðlunum ásamt 2-3 msk af vökvanum sem döðlurnar voru soðnar í og hakkið saman.  
Blandið þessu og öllu hráefninu í hrærivél.  Dreifið úr maukinu í bökuform og bakið við 180° C í 40 mínútur.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

vá! ég elska sætar kartöflur svo ég verð að prófa þetta!

S (IP-tala skráð) 27.1.2011 kl. 17:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband