Soya sósa er ekki bara soya sósa og svo er sushi út um allt...fast food?

Ef þið kaupið soya sósur þá skuluð þið vera viss um að þið séuð að kaupa alvöru soya sósu.  Alvöru soyasósa inniheldur soyabaunir en gervi soyasósa inniheldur soyabauna "extract" og litar og bragðefni. Þær fást í flestum matvöruverslunum hér á landi.  

Kikkoman selur alvöru soya, þar sem innihald er vatn, soyabaunir, hveiti og salt.  La Choy er gervi soya sósa, eða "Chemical soy sauce" með bragð og litarefnum. 

Þeir á Serious Eats eru hér með góða samantekt um soya sósur.

Ég var að lesa bók sem heitir The fortune cookie chronicles og þar er ágætur kafli um soya sósur og skemmtileg lesning um kínverska veitingastaði í Ameríku, mæli alveg með þessari bók.

sushitrefill03

Sushi trefill sem ég prjónaði og prjónarnir með :)  

Nú er komið sushi í flesta stórmarkaði  

Þið hafði kannski tekið eftir því að það er viðvörunarmiði á sushi bökkum í stórmörkuðunum þar sem bent er á að bakkinn innihaldi efni sem geta haft áhrif á athygli og einbeitingu þannig að það virðist vera sem þeir séu með gerfi sósu í bökkunum, ekki mikill metnaður þar.

Ég hef ekkert kynnt mér þessa bakka eða þá sem framleiða þá, en ég vona að þeir séu metnaðarfullir með ferskan fisk og gott hráefni, því þótt svo að sushi sé ekki djúpsteikt eða löðrandi í majónesi þá er oft mikið af litar og bragðefnum, grænn í wasabi sem er gert úr piparrót því wasabi jurtin er dýr, bleiki liturinn í þangi og engifer, surimi er svona eitthvað eins og kjötfars kannski, bara með fiskafgöngum, Nori þangið getur verið mengað ef það er unnið úr þangi sem er í menguðum sjó eins og við stórborgir Kína,  arsen er í hrísgrjónum og svo gervi soyasósan, brimsölt með litar og bragðefnum.

Surimi er í flestum þessum þessum bökkum, en surimi er undarlegasti matur og ég skil ekki að fólk kaupi það til að nota í sushi þegar við eigum allan þennan hreina og góða fisk og humar.

...kannski afþví að það er ódýrt ...og afhverju er það ódýrt...?

Hér er innihaldslýsing á surimi sem ég fann á þessari síðu:

Alaska Pollock, Water, Egg Whites, Wheat Starch, Sugar, Corn Starch, Sorbitol, Contains 2% or Less of the Following: King Crab Meat, Natural and Artificial Flavor, Extracts of Crab, Oyster, Scallop, Lobster and Fish (Salmon, Anchovy, Bonito, Cutlassfish), Refined Fish Oil (Adds a Trivial Amount of Fat) (Anchovy, Sardine), Rice Wine (Rice, Water, Koji, Yeast, Salt), Sea Salt, Modified Tapioca StarchCarrageenan, Yam Flour,Hydrolyzed Soy, Corn, and Wheat Proteins, Potassium Chloride, Disodium Inosinate and Guanylate, Sodium Pyrophosphate, Carmine, Paprika. 

Æ, þá held ég að ég fái mér frekar plokkfisk... 

Ég vil ítreka að mæðrum er sterklega ráðlagt að gefa börnunum sínum 6 ára og yngri alls ekki barnamat sem inniheldur hrísgrjón, hrískökur eða hrísgrjónamjólk út af miklu magni af arsen sem finnst í þessum vörum . Barnamatur inniheldur mjög oft mat sem hefur verið maukað við grjón, lesið á umbúðir!   Að lokum þá er meira arsen í brúnum grjónum en hvítum.

Jáhá! 

Þetta voru hugleiðingar um soya sósu, sem fór úr soyasósunni í sushi í surimi í arsen, alltaf gaman að því þegar eitt leiðir svona að öðru en ég ætla að láta þetta gott heita.

Ooohh. Nú langar mig í sushi og kalt hvítvín, ég fékk svo gott sushi á Fiskmarkaðinum um daginn, það er frábært að fara þangað í sushi löns.

Í lokin ætla ég að láta fljóta með uppskrift af því sem ég geri alltaf þegar það er sushigerð í heimahúsi, ferskasta sushi-ið í bænum.

Ég er mikið fyrir sushi og þessi réttur hér klikkar aldrei.  Hann er frábær sem forréttur og á sushi hlaðborðið.

sushi 

LAX Í SKÁL

  • Lax
  • Avacado
  • Vorlaukur
  • Sesamfræ
  • Rauð silungahrogn
  • Ferskt engifer

Skerið ferskan laxinn (eða reyktan ef það hentar ykkur betur) frekar smátt, 1-2 cm ferninga, avocadoinn einnig sem og vorlaukinn.  Blandið þessu saman i litla skál. (Ein skál á mann)

Í þetta fer svo um það bil teskeið af sesamfræum og teskeið af hrognum, teskeið af rifnum ferskum engifer.  Blandið varlega saman.

(Ég nota svipað magn af lax og avacado, u.þ.b 1/4 avacado á mann)

Borið fram með "alvöru" Soya og gervi wasabi ;) og jafnvel súrsuðu engifer.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Komdu sæl Soffía Gísladóttir. Mig langar að spyrja þig hvort, Soy-King. Soya Sauce. Sé ekta. kv.

Eyjólfur G Svavarsson, 17.9.2013 kl. 12:06

2 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Sæll,

Ég var að reyna að finna innihaldslýsingu á Soy-King ánetinu en fann ekkert.

Ef innihaldslýsing á Soy-King inniheldur orð eins og HYDROLYZED SOY PROTEIN, CORN SYRUP, CARAMEL COLOR þá er það ekki ekta.

Innihaldslýsing hjá t.d Kikkoman sem er ekta er eingöngu: WATER, WHEAT, SOYBEANS, SALT, SODIUM BENZOATE

Kv, Soffía

Soffía Gísladóttir, 18.9.2013 kl. 10:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband