Heimagert mango chutney og indversk veisla

Ég bjó til mango chutney sem heppnaðist rosalega vel, fyrst renndi ég yfir nokkrar uppskriftir á netinu, nennti ekki að lesa þær mjög nákvæmlega, tók svona helsta samnefnarann og gluðaði öllu á pönnu.  Sá að einhverjar uppskriftir kröfðust meira dudds en aðrar, en ég gerði þetta eins einfalt og ég gat.  Þetta varð fáránlega gott!

Ástæðan fyrir að ég fór að gera mango chutney var sú að kvöldið áður fór ég að þurrka kjúklingabaunir til að gera roti kökur, það er önnur saga...


Og þar sem ég var komin með kjúklingabauna roti og mango chutney, þá varð ég að gera einhvern rétt með þessu og úr varð Dahl með grænum linsum og samtíningi úr ísskápnum, meir um það næst.

mango

Mango chutney ( fyrir ca 4 en mæli alveg með að gera meira magn, það má setja þetta í krukkur og geyma)

  • 1 mangó, skorinn í teninga
  • 1/2 rauðlaukur, skorinn í þunna strimla
  • Lúka af rúsínum
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 2 msk eplaedik
  • 5-6 msk sykur
  • Krydd
  • Salt
  • Olía


Hitið olíu og látið rauðlauk, hvítlauk, mangó og rúsínur malla í nokkrar mínútur, bætið við sykri og epla ediki. 

 mangó

Kryddið hitaði ég í olíu á annarri pönnu í 5 mín eða svo og bætti því svo við mangóið. 

Mallið við lágan hita í 30 - 40 mín.

Svo er þetta maukað eftir hentisemi í matvinnsluvél, mér finnst gott að hafa þetta svolítið "chunky".

Það er hægt að krydda eins og manni sýnist, t.d með garam masala, túrmerik, cumin fræjum, kóríander fræjum, chili flögum eða einhverjum indverskum kryddum.

krydd

Ég á indversk krydd sem fást m.a annars í Krónunni og Nóatúni, og notaði eitthvað af þeim. Þetta eru rosalega góð indversk krydd frá The Cape herb and spice company.


Ég notaði smá úr öllum boxunum frá Lamb vindaloo kit-inu.


Og hér er kennt hvernig skera má mangó: www.simplyrecipes.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband