hammmmborgarasósa og besta leiðin til að steikja hamborgara á pönnu eða grilli

Ég geri nær undantekningalaust mína eigin borgara.  En dæmigerður keyptur hamborgari úr Krónunni með brauðinu vafið í plastfilmu lenti í körfunni og hann var fínn, og brauðið, sem leit út fyrir að vera þurrt og óspennandi endaði á að vera lúngamjúkt eftir smá stund á grillpönnunni...

Ég vil meina það að eldunaraðferðin hafi átt sinn hlut í að gera þennan borgara svona góðan. 

Það var hann Heston sem benti á þessa aðferð í þættinum sínum um besta hamborgara ever.

Málið er að snúa honum við á 30 sekúntna fresti þar til hann er steiktur að ykkar óskum. 

Heimagerð bbq sósan sem ég penslaði borgarann með var góð, sósurnar á borgaranum góðar (uppskriftir hér að neðan) og meðlætið smellpassaði við þetta allt saman, ég held að það hafi gert gæfumuninn að hafa meðlætið ekki of mikið, en það var ruccola salatlauf, súrar gúrkur, þunnt skorinn bufflaukur og ostur. 

Ég bjó til bbq sósu.  Alveg heilan lítra og notaði örugglega ekki meira en 2 msk af sósunni til að pensla borgarann. Og svo gerði kærastinn rosalega góða sósu með hamborgaranum þar sem hann notaði alveg 2 aðrar skeiðar af þessum lítra sem við áttum af bbq sósu.

hamborgarasósa

Hamborgarasósa

  • 2 msk bbq sósa
  • 2 msk mæjónes
  • 1 tsk sinnepssósa

Öllu hrært saman.

Bbq sósa og mæjó er ótrúlega gott kombó . 

Það er alveg sama hvað ég set í bbq sósuna, hún er alltaf góð, en það þarf að sjálfsögðu nokkur grundvallarhráefni, eins og tómata, dijon og púðursykur.

Einhverntíma hljóðaði hún svona hjá mér: Smjör, hvítlaukur, shalottlauk, púðursykur, tómatsósa, tómatar í dós, ananassafi, chilpotle krydd, salt og pipar, rauðvín og chilpotle pipar í adobo sósu.

Öðru sinni svona: Hvítlaukur, Laukur, Smjör, Matarolía, Jalapeno (í krukku), Tómatsósa, Thai sweet chile sauce, Ananas safi (notaði frá ananas í dós), taco krydd, Pipar og Salt,Sykur, Dijon sinnep, Sætt sinnep, Hvítvín, Safi frá Lime

 

Þetta fór í  bbq sósuna að þessu sinni, smá af þessu og smá af hinu

  • 1 dós tómatar
  • Tómatsósa
  • Dijon
  • Sætt sinnep
  • Niðursoðinn jalapeno
  • Salt og pipar
  • Shrirachi sósa
  • Laukur
  • Hvítlaukur
  • Matarolía til að steikja laukinn
  • Skvetta af rauðvíni
  • Púðursykur

Soðið í potti og maukað í blender.

 Sinnepssósa

  • Mjones eða sýrður rjómi
  • Sætt sinnep
  • Smá Dijon sinnep
  • Smá sýróp
  • Salt

Ég var svo inspireruð af Jamie Oliver þegar kom að kvöldmat eftir að hafa eytt deginum í að horfa á þætti með honum.  Þar var hann búin að þvælast um Ítalíu, Grikkland og Frakkland.  Þannig að úr varð að ég hafði salat í matinn og hér kemur upptalning á hráefninu sem var í því.

  • Ruccola salat
  • Hráskinka
  • Agúrka
  • Paprika
  • Rauðlaukur
  • Svartar ólífur
  • Feta
  • Mossarella

Og svo punkturinn yfir I-ið...

  • Croutons, heimagert brauð frá því í gær, skortið í teninga, og steiktir á pönnu upp úr góðri EVOO með mjög smátt skorinni hráskinku, hvítlauk, salti, pipar og oregano.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband