Færsluflokkur: Lífstíll
3.12.2008 | 10:25
Overdose á tapas og rauðvíni
Nei, kannski ekki overdose á rauðvíni (er það hægt?) en held ég eldi venjulega máltíð í kvöld þar sem ég er búin að lifa á tapas alla helgina. Við fengum svona smjörþefinn af Rioja og okkur langar að fara aftur að sumri til.
Við fórum til Logroño, Laguardia og Haro. Það var ágætis veður í Logroño en skíta skíta kuldi í Haro. Stemmningin í þessum borgum er örugglega allt önnur í sól og sumri og þegar allar bodegurnar eru opnar.
Fyrsta stoppið okkar á leið til Rioja frá Madrid var á bensínstöð um 150 km frá Madrid. Við fórum þar inn til að kaupa vatn, en þegar inn var komið blasti við glæsilegur veitingastaður og tapasbar. Ég stóðst nú ekki mátið og fékk mér rauðvínsglas. Callejo, Crianza 2005. Þetta var góð byrjun á vel heppnaðri ferð.
Logroño var mesta snilldin. Nokkrar götur þar með tapasbörum og veitingastöðum hurð við hurð. Þar hittum við tvo innfædda, kalla á sextugsaldri og þeir voru hressari en ég veit ekki hvað. Drógu okkur með sér á stað eftir stað og virtust þekkja annan hvern mann þarna. Það var drukkið og borðað tapas.
Culinary highlight: Bar sem selur ekkert nema drykki og grillað kjöt á teini, í tapas útgáfu. Það var óheyrilega gott.
Cultural highlight: Eldgamall og tannlaus kall sem sat einmannalega út í horni á einum bar. Þegar við svo komum inn með nýju gömlu vinum okkar þeim Jose og Victor, og Jose byrjaði að syngja Flamengo þá lifnaði yfir gamla. Hann stóð upp og byrjaði að syngja með, og nema hvað, gamli söng eins og engill. Þvílík rödd! Já og þegar hann tók af sér húfuna átti maður von á að sjá silfurlitaðan koll. En aldeilis ekki, ég trúi ekki að hann liti á sér hárið, ekki alveg metró týpa.
Ég samviskusamlega byrjaði að skrá niður nöfn og árgang á öllum vínunum sem ég smakkaði, en sú skrif fóru fyrir ofan garð og neðan þegar leið á kvöldin.
Puerta Vieja, Crianza 2003 var nokkuð gott
Alcorta, Tempranillo, Crianza 2003 var gott
Vina Vial, Reserva 1998, Patenina var mjög gott
Banda Oro, Crianza 2004, Pasternina var mjög got
...To be continue
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 10:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.11.2008 | 12:09
Rioja Rioja Rioja
Er farin til Rioja, kannski það verði hægt að kaupa rauðvín á tapasbörunum þar....
Fékk mér ágætis rauðvín frá Raimat áðan (Veit ekki ef það fæst í ríkinu, er mjög vinsælt svo ég á nú von á því). Það er reyndar ekki frá Rioja, en góð upphitun fyrir það sem koma skal þessa helgi.
Gangið hægt inn um gleðinnar dyr.
Góða helgi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
28.11.2008 | 08:55
Gott ráð...
... fyrir þá sem finnst pizzur með nautahakki góðar. Trikkið er að nota hakkblönduna sem verður til áður en tómatar og vín fer útí.
Þegar þið eruð að búa til bolognese sósu búið til extra stórann skammt og búið til nautahakk fyrir pizzu, getið geymt það í frysti þar til þið búið næst til pizzu.
Steikið nautahakk og lauk upp úr smjöri og/eða olíu. Bætið við hvítlauk, smá ferskum chile, salti, ferskum svörtum pipar, fínt hakkaðri papriku, sveppum og krönsí nýsteiktu beikoni. Látið malla í svolitla stund. (Hér má líka setja út í oregano eða ítalskt krydd)
Takið til hliðað smá skammt af þessum nautahakksrétt og frystið svo þegar kólnar. Nú getið þið haldið áfram með Bolognese sósuna, bætt við tómatsósunum, víni osfv.
Ég hef reyndar búið til pizzu með Bolognese sósu og það er sko þokkalega gott. Bolognese sósa, ferskur mossarella og fersk basilika! Ferskum Parmagiano Reggiano svo stráð yfir dýrðina.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.11.2008 | 13:01
Kjúklingasúpa
Shit hvað ég var að gera góða kjúklingasúpu. Notaðist við það sem ég átti með grunn að því að í ísskápnum var afgangur af hráum kjúkling á beini. (Var búin að tæta af honum bringur og læri.) Setti það sem eftir var af honum eins og hann lagði sig með beinum, skinni og öllu draslinu í pott ásamt smá salti og piparkornum og sauð í góðan 1 og 1/2 tíma. Fleytti reglulega af.
Kjúklingasúpa með núðlum
Þessi uppskrift er um það bil miðað við 4. en algjört slump er alveg að virka í þessari uppskrift. Bara skúbídúbí á þetta.
- Rest af soðnum kjúkling á beini.
- 1 1/2 L Kjúklingasoð eða svo
- Paprika
- Laukur
- Chile
- Hvítlaukur
- Engifer
- Salt
- Piparkorn
- Thaí sweet and sour sósa
- Matarolía
- 1/2 L vatn
- 1/2 grænmetiskraftur
Tók kjúkling upp úr og geymdi soðið í pottinum. Takið fram annan pott. Setjið olíu, papriku og lauk og mallið.
Bætið við chile, hvítlauk og fersku smátt skornu engifer. Áður en hvítlaukur byrjar að brúnast bætið þá við kjúklingasoðinu. Þið viljið kannski sigta það áður. Ég á ekki sigti þannig að ég hellti bara slatta út í nema það sem sat í botninum á pottinum. Ætli ég hafi ekki notað um 1 og 1/2 líter af soðinu. (Ef þið notið ekki allt soðið þá er bara frysta restina)
Nú set ég um það bil hálfan líter af vatni og hálfan grænmetistening í pottinn. Látið suðu koma upp. Bætið við núðlum, ég notaði svona flatar hrísgrjónanúðlur sem var rosalega gott. En hvaða núðlur sem eru í uppáhaldi virka.
Tætið það sem eftir er á beinunum af kjúklingi og bætið ofan í pottinn.
Að lokum setti ég um 2 msk af Thai sweet and sour sósu og smá salt.
Ef þið eigið vorlauk, gulrætur eða sveppi þá er það eflaust gott að bæta því við með lauknum og paprikunni. Ég átti reyndar sveppi, en lét þó þetta bara duga.
Gott í kulda og kvefi...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 14:31
Tvö hráefni, that´s it folks!
Hljómar spennandi. Þetta er svo súrrelískt einfalt að maður kemst ekki upp með að prófa þetta ekki. Ég hef ekki prófað þetta en mun gera það næst þegar ég verð með eitthvað sem gæti hugsanlega passað vel við þetta.
Svo væri hægt að prófa þetta með öðruvísi söfum...hmmm
Appelsínurjómasósa
- Ferskur appelsínusafi (trópí með pulp eða e-ð)
- Rjómi
Sjóðið saman. Þetta er víst ekki flóknara. Örugglega gott með andabringum eða einhverju spes fuglakjöti
Salut, Sx
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.11.2008 | 11:58
Hrísgrjón soðin í kókósmjólk
Þetta er voða vinsælt í Asíu.
Soðin Hrísgrjón
- 1 1/2 bolli hrísgrjón
- 2 bollar (eða ein dós) kókósmjólk
- 1 bolli vatn
- Smá salt
Hitið kókósmjólk og vatn, bætið við hrísgrjónum og salti og fáið upp suðu. Látið malla í 10 mínútur eða svo. Setjið svo á lægsta hita og mallið þar til grjónin eru komin á sama level og vökvinn. Flöffið grjónin með gafli, setjið lok á pottinn og mallið þar til allur vökvi er horfinn.
Svo er líka gott að mauka smá ferskt ginger eða skera smátt og setja í pottinn.
Berið fram með einhverjum góðum karrírétti, eða kjúkling eða kannski einhverjum skemmtilegum fiskirétti í austurlenskum stíl.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.11.2008 | 11:24
Þetta er besta kombó í heimi, verðið að prófa.
- Baguette, nýtt, mjúkt og gott og skorið í sneiðar
- Ítalska eða spænska pulsu, helst svolítið bragðmikla eða spicy
- Brie eða Camembert
- Rauðlauk, skorinn í þunnar litlar sneiðar
- Rauð papríka, skorin fremur þunnt og í tvennt eða eitthvað svoleiðis
- Góð sulta, hvort sem það er hindberja, jarðaberja, sólberja...
Svo er þetta sett krúttlega á bakka, og allir búa til sínar eigin snittur.
Svona geri ég þetta: Ostur settur á brauðið, svo sulta og því næst pulsusneið og að lokum smá rauðlaukur og papríka.
Ef þetta er hráefni sem ykkur geðjast að, þá bara verðið þið að prófa þetta, nákvæmlega allt þetta á einni baguette sneið.
ÞIÐ VERÐIÐ!
Lífstíll | Breytt 26.11.2008 kl. 12:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
19.11.2008 | 12:17
Uppáhalds uppskriftirnar mínar
Mér finnst reyndar eiginlega allar uppskriftirnar sem ég hef bloggað um góðar, en hér eru nokkrar af þeim sem mér finnst standa upp úr.
Gulrótar og appelsínusúpa Einföld og góð. Flottur forréttur þegar gestir koma í mat.
Gallo Pinto í miklu uppáhaldi, morgunmaturinn minn reglulega, stundum dag eftir dag ef ég geri stóran skammt og frysti. Verður bara betra með hverri upphitun (hita helst upp á pönnu frekar en í örbylgju). Ég hef heyrt að hrísgrjón og baunir séu sérstaklega hollt combó, mjög trefjaríkt.
Kebab Heimagerða brauðið er galdurinn hér. (Einfalda Roti brauðið, hveiti, vatn og salt) Chili olían er líka galdur og svo er þetta gott bæði með lambi og kjúkling, bara krydda með góðukryddi í tyrkneskum eða arabískum anda.
Lahmacun Já, já, ég elska allt sem er tyrkneskt í matargerð. Þetta er svona aðeins öðruvísi pizza fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.
Humar og avacado réttur Þessi slær alltaf í gegn og hefur farið sigurför um heimin, góður forréttur.
Thai sweet and sour með rjómaosti Ef þú ert að fara í partý og ætlar að koma með eitthvað með þér þá er þetta málið. Og þótt svo að allir í partýinu komi með þennan rétt þá á hann eftir að étast upp til agna.
Letingjabrauð Ótrúlega einfalt kryddbrauð, sem er ástæðan fyrir nafninu. Og ógeðslega gott nýbakað með smjöri.
Focaccia samloka Það er rosa gott að setja Foaccia brauð á röngunni í panini grill.
Svartbaunasúpa Svartar baunir eru eitt það besta sem ég fæ, og svo eru þær líka svo hollar.
...svo fátt eitt sé nefnt
Salut, Sxx
Lífstíll | Breytt 25.11.2008 kl. 11:25 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
18.11.2008 | 20:35
Menning....
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 20:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.11.2008 | 13:24
Inside your head
"Ræktaði" samloku í nokkrar vikur sem varð frá því að vera svakalega falleg og girnileg í það að vera undarleg mygluhrúga. Ég tók myndir af ferlinu með því að hafa myndavél á þrífæti á sama stað allt ferlið og smellti af nokkrum sinnum á dag. Frekar krefjandi verkefni en útkoman var mjög skemmtileg og ég varð margs fróðari um myglu.
Til að mynda var lyktin ógeð þar til á síðasta stigi ferlis þá var komin einhverskonar mygluhattur yfir lokuna þannig að lyktin hvarf.
Þessi samloka er ögn girnilegri en Fransbrauð með púðursykri, færslan hér á undan, finnst ykkur það ekki?
Tilgangurinn með þessu var svo myndband við lagið Inside your head með Eberg
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)