Færsluflokkur: Lífstíll
18.11.2008 | 12:06
Fransbrauð með púðursykri
Smá nostalgía... eitthvað sem þú fengir mig ekki til að borða í dag.
Fransbrauð með púðursykri
- 1 Fransbrauðssneið
- Smjör
- Púðursykur
Smyrjið Fransbrauð með smjöri og ofan á það dreifið púðursykrinum, því meira því "betra"
Hressir gaurar á bar í Madrid
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.11.2008 | 16:35
Matur er manns gaman
Ótrúlegt hvað matur er stór hluti af lífi mínu. Það snýst allt um að éta og drekka hjá mér og sérstaklega þegar ég er á ferðalögum. Og nú þegar sígur á seinni hluta dvalar minnar hér í Madrid þá er ég búin að kortleggja alla staði sem ég ætla á aftur til að borða og drekka, og svo hina sem ég á eftir að heimsækja.
Planið er svo að taka nokkra daga í frí og keyra um og þá verður það að sjálfsögðu Rioja héraðið sem verður fyrir valinu :)
Ég fór í helgarferð til Avíla um helgina og það var meiriháttar gaman, ég á án efa skemmtilegasta kærasta (og ferðafélaga) í heimi. Það eiginlega alveg "gleymdist" að borða per se í þessari ferð þar sem maður fær alltaf svo gott og ókeypis tapas með vínum á flestum börunum.
Eitt sem stóð upp úr, ekki endilega það besta en frumlegasta var eggja tapas. Ég er ekki alveg með uppskrift áhreinu, það þarf bara að prófa sig áfram.
Eggjatapas
Harðsjóðið egg og skerið niður með eggjaskera. Takið eggjasneiðar sem eru stæstar og með rauðunni og veltið upp úr majónesi og því næst brauðraspi eða því sem notað er til að djúpsteikja crocquetas. Djúpsteikið.
Ég er eiginlega nokkuð viss að það var mæjó á þessu, hef aldrei djúpsteikt mæjónes, geðveikt hollt.... djúpsteikt mæjónes (°l°)
Fyndnasta var að við ákváðum að fara á einn stað enn í lok kvöldsins til að fá okkur "el ultimo" það er að segja síðasta drykk kvöldsins. Barþjónninn spyr hvað við viljum og þar sem við vorum ekki alveg búin að ákveða okkur segir kærastinn hugsandi "el ultimo" . Kemur þá ekki barþjónninn með rauðvín sem heitir Ultimo. Það var bara alltof fyndið þannig að sjálfsögðu fengum við okkur það.
Fínasta vín...minnir mig :P
Lífstíll | Breytt 2.2.2009 kl. 12:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.11.2008 | 10:28
Ólífuolíukakódressing
Duttum inn á ólífuolíu hátíð, fullt af smakki, en þetta var það áhugaverðasta, ólífuolía blönduð við kakóduft og smurt á baguette. Svona sami fílíngur og súkkulaðiplöturnar sem maður fékk á fransbrauð í gamla daga.
Ég veit ekki nákvæma uppskrift, en þeir virtust bara vera með góða ólífuolíu og gott kakó, blandað saman í svona semí þykka sósu.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
12.11.2008 | 13:04
Meira indversk!
Svo ætlaði ég að gera Kabab bollur, en þar sem ég á ekkert nema hníf og gaffal þá gekk ekki sérlega vel að hakka saman kjúklingabaunir og kjúkling og allt hitt.
Þannig að þetta varð kabab mauk á endanum.
Kabab masala wannabe bollur
- 100 gr kjúklingabaunir
- 500 gr kjúklingabringur,eða kjúklingahakk
- 2 msk ginger paste eða maukað engifer
- 2 msk hvítlauk paste eða maukaður hvítlaukur gegnum hvítlaukspressu
- 1 meðalstór laukur
- 2 eggjahvítur
- 4 msk ólífuolía
- salt
- 2 msk kabab masala eða garam masala eða hvað svo sem er til
Kjúklingafars eða kjúklingabringa hökkuð niður, kjúklingabaunir, saxaður laukur, engifer, hvítlaukur, kabab masala kryddið (eða garam eða einhver góð indversk kryddblanda) ólífuolía og salt mixað vel saman. Sett í pott með vatni og soðið. Hellið svo vatninu frá og mixið allt vel saman í blender. Blandið saman eggjahvítu við mixið.
Búið til Kabab bollur og steikið eða djúpsteikið þær.
Það sem klikkaði hjá mér að ég á ekki neitt sem líkist blender. Eina græjan sem ég á er borðhnífur og þær voru líka of blautar í sér hjá mér því ég á heldur ekkert sem líkist sigti.
Þannig að ég steikti þetta í bollum sem fóru í klessu og bætti svo bara við tómötum úr dós og smá Harissa paste.
En þetta var rosalega gott. Og skemmtilegt að prófa nýjar eldunaraðferðir, og að blanda saman kjúkling og kjúklingabaunum kemur vel út.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 16:25
Þegar kemur að indverskum mat...
...þá er ég seld.
Fór inn í pakistanska búð hérna og keypti fullt af skemmtilegum kryddum og Tikka paste og dal baunir og fleira.
Svo vissi ég ekki hvað af þessu öllu ég átti að elda þegar ég kom heim þannig að ég eldaði allt. Og madre mía var þetta gott! Já!
Ég er ein af þeim sem freistast til að kaupa tikka masala í krukkum. Sumar alveg ágætar. En núna þá impruvæseraði ég og ætla að skrifa það hér áður en ég gleymi þessu.
Tikka Masala.
- Tikka Paste
- Kjúklingur, heill!
- Jógúrt
- 1 dós tómatar (heilir eða í bitum..)
- Laukur
- Græn Morocco paprika (er eiginlega bara eins og græn paprika á bragðið)
- Hvítlaukur
- Ferskt engifer
Trikkið við þennan rétt sem gerði hann góðan ..heeeld ég... var að ég sauð kjúklinginn í bitum með öllum beinum og það er svo rosa góður kraftur sem kemur þá. Er svo vön að nota bara bringur að ég var búin að gleyma því. Og held reyndar að þetta sé sérlega góður kjúklingur. Keypti hann heilan í kjúklingaborðinu (já það er sér kjúklingaborð í búðinni hér) og lét hana chop-a hann niður fyrir mig, og taka bringurnar frá. Þannig að ég notaði allt nema bringur í þennan rétt.
Þvínæst setti ég í skál jógúrt og nokkrar msk af tikka paste, (Pataks) smá hvítlauk og smá saxað fínt engifer, salt og pipar. Svo velti ég kjúklingabitum upp úr þessu.
Sko, best væri að marinera hráan kjúkling upp úr þessu í svolítinn tíma segja þeir, nema ég sauð kjúkling áður því ég vissi ekki hvað ég var að fara að gera við hann, og fékk líka rosa gott soð. Þannig að bæði virkar, ef þið eigið soðinn kjúkling þá er það alveg jafn gott.
Setti olíu í pott og hvítlauk, papriku, lauk og engifer og létt steikti. Þvínæst kjúklinginn í 2 mín eða svo. Svo setti ég tómata í dós (ég setti reyndar ekki tómatana í dós, heldur setti ég "tómata í dós" í pottinn (vá hvað ég er fyndin) og lét malla, ég reyndar lét malla í meir en klst því á meðan ég fór að gera næstu rétti og kjúklingurinn varð svo meir og góður.
Nennti ekki að taka mynd af matnum, en hér er ein góð. Mynd af kærastanum, þeir sem þekkja hann vita hvar hann er...
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 16:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.11.2008 | 11:33
Tvö tonn af osti...
Duttum ...eins og alltaf... inn á skemmtilegan tapas bar. Skelltum okkur á ansi girnilega samloku samkvæmt myndinni sem við sáum af henni. Fengum okkur hálfa saman. SEM BETUR FER! Þetta var fjall! Og gjörsamlega minnisstæðasta samloka fyrr og síðar!
Osturinn var þokkaleg snilld og skinkan afbragð. Já þetta var semsagt brauð með skinku og osti, "grilled cheese" eins og kanarnir myndu segja.
Osturinn sem var notaðir heitir því skemmtilega nafni Tetilla og skinkan Lacón.
Ef myndirnar tala ekki sínu máli þá þarf ég að fara aftur og panta aðra til að taka fleiri myndir :P
Það er mjög gott svona spari um helgar að fá sér gott brauð, smyrja með smjöri og setja slatta af feitum osti sem bráðnar vel og góða skinku á milli. Bræða smjör á þokkalega heitir pönnu, en samt ekki svo að smjörið brenni og steikja samlokuna á báðum hliðum þar til osturinn er bráðnaður. Hér þarf slatta mikið af smjöri og bæta við meira smjöri þegar samlokunni er snúið við.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.11.2008 | 12:01
Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat
Fórum til Toledo í helgarferð. Rosa skemmtilegur bær og milljón tapas barir.
Þetta var stórkostleg ferð. Byrjaði á því að við löbbuðum úr lestinni á hostelið. Fengum okkur einn drykk á staðnum í götunni áður, og vorum ánægð með að hafa svona authentic ódýran bar í sömu götu. Svo höldum við áfram til að komast að því að það er ekkert hostel skv þessari adressu.
Löbbum enn lengra og finnum annað hostel, spyrjum þar hvort þeir viti um "okkar" hostel. Þá hafði því verið lokað fyrir nokkrum árum.
Mér tókst að taka niður rangt nafn og heimilisfang! Og það á hosteli sem er ekki til...
Kærastinn minn mundi nokkurn vegin símanúmerið, þar sem hann hafði hringt og pantað nokkrum tímum fyrr. Og við vildum gjarnan finna þetta hostel því við höfðum hringt í nokkur og öll alveg 30 -100 evrum dýrara en það sem við fundum! (bara 20 evrur nóttin fyrir 2)
Á götukortinu okkar voru nokkur hostel og hótel, og viti menn þar kannaðist hann við símanúmerið. Við hringjum og María gamla staðfesti pöntun okkar.
Götukortið okkar kostaði 2 evrur, ég ætlaði ekki að tíma að kaupa það (don´t ask me why því svo kaupi ég rauðvíns glas á 3 evrur, en það er nú þó alvöru fjárfesting...) en kærastinn sagði að við kæmust ekki langt án þess. Hefði ég ekki keypt kortið hefðum við ekki fundið hostelið. Þá hefði ég tvöfalt klúðrað þessu!!
Þannig að með viðkomu á nokkrum börum gengum við bæinn á enda og fundum hostelið okkar. Maria gamla tók á móti okkur. Herbergið var krúttlegt. Rúmið límt saman með rafmagsteipi, en það er bara karakter. Algjörlega 20 evru virði!
Þetta var svo ævintýraferð frá a-ö.
Meðal annars þegar bargestur komst að því að við værum íslensk þá var sungið fyrir okkur á spænsku með undirleik harmonikku um fall íslensku krónunnar. Gaman að því.
Einn minnisstæður tapasréttur var Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat borið fram með baguette. Aldrei hefur mér dottið í hug að blanda saman þremur tegundum af salati.
Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat
- Nokkrar soðnar kartöflur í bitum
- Majones
- Gulrætur og grænar baunir úr dós.
- Grænn aspas
- túnfiskur úr dós
- Egg
- smá laukur, fínt skorinn
- Kannski smá paprika fyrst við erum að þessu á annað borð
- Salt og pipar
Centre of the Universe 2007 er komið á flickr, hægt að sjá það hér
Ég er nokkuð viss um að þið þekkið einhverja, enda fullt af andlitum af íslendingum úr öllum áttum.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:07 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.11.2008 | 19:23
Nautahakks fetish
Ég held að Tagliatelle Bolognese með minni homemade Bolognese sósu sé eitt af því besta sem ég fæ. Reyndar er ég húkkt á nautahakki, því lasagna og svo pizza með nautahakki er eitthvað sem ég þrái af og til. Ég er með einhvern nautahakks fetish.
Það sem er gott við þetta Bolognese er að ég nota nýsteikt og ilmandi beikon, nóg af smjöri og hvítvín. Svo er þetta svo gott að maður étur alltaf yfir sig. Ef þú ert í megrun þá viltu þetta ekki.
Tagliatelle Bolognese eins og ég geri
- Almenninlegt nautahakk
- Tómatar í dós
- Laukur (hvítur eða shalott laukur líka góður)
- Steikt krönsí beikon, mulið niður
- Sveppir
- Hvítvínsslurkur
- Hálf rauð paprika, súper dúper fínt skorin, ca hálf cm teninga
- Tómat púrre, ein lítil dós,eða ca 3 msk.
- Smá chile pipar, fer eftir hvað hann er sterkur, smakkið ykkur bara til (1-2 tsk kannski af fínskornum meðal sterkum)
- Basil, oregano, salt og pipar.
- Smjör, smjör, SMJÖÖÖR, íslenskt smjör
- Tagliatelli
- Parmagiano Reggiano
Steikið hakk, lauk, papriku og sveppi upp úr smjöri, bætið við hvítlauk og chile. Restinni blandað við, upp með suðu. Kryddað og látið malla. Um að gera að leyfa þessu að malla vel og lengi á lágum hita.
Borið fram með Tagliatelli og Parmagiano Reggiano. Ef maður er í stuði þá má alltaf skera niður ferskan mossarella með.
Til að gera þetta almenninlegt svo maður algjörlega spryngi þá er um að gera að bera fram með þessu gott baguette.
Svo eru margir sem setja í þetta sellerí eða gulrætur og fleira grænmeti, en ég er ekki að flækja þetta, bara leyfi nautahakks-beikons sveppa kombóinu að njóta sín, með smá touch af papriku, en NB, mjög fínt skorinni! :P
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
24.10.2008 | 11:50
Hið FULLkomna eldhús
Þar sem ég bý í íbúð með húsgögnum og "fullbúnu" eldhúsi þá þarf maður að aðlaga sig að hlutunum.
Fullbúna eldhúsið samanstendur af 2 göflum og hnífum, tvær skeiðar, skurðabretti, 2 pottar, 4 diskar, 2 skálar og fjögur glös og ein trésleif og uppþvottavél og tappatogari sem ég kom með frá Íslandi. Hvað meira þarf maður?
Ýmislegt hægt að gera við örbylgjuofn annað en að poppa :)
Tengdó er reyndar snillingur í að elda í örbylgjuofni, og hér er eitt gott ráð sem ég lærði hjá henni þegar maður þarf að "sjóða" kartöflur á no time.
Kartaflan í örbylgjuofninum
- 1 kartafla
- 1 blað af blautum eldhúspappír
- álpappír
Stingið göt á kartöfluna. Vefjið blauta eldhúspappírnum utan um kartöfluna og setjið í örbylgjuofn á HIGH í 3 mínótur, takið eldhúspappírinn af kartöflunni og vefjið henni inn í álpappír og geymið hana þannig í ca 5 mínútur.
Þá er hún tilbúin, þetta er hægt að gera við eins margar kartöflur og þarf. Ef þið setjið fleiri kartöflur í ofninn í einu þá hækkar eldunartíminn, t.d 5 ekki svo stórar kartöflur eru ca 8 mín.
P.S Og passa sig að setja ekki álpappír í örbylgjuofn :)
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.10.2008 | 09:27
Madrid, veitingastaðir, barir og kaffihús.
Hér mun ég halda saman einni færslu með stöðum sem ég fer á hér í Madrid.
Ég fór á stað sem heitir Gino's (Caleruega). Þetta er ítalian keðja, miljón Gino´s staðir hér í Madrid. Þessi hér í hverfinu okkar er bara með þokkalega kósí andrúmsloft, fékk mér Margaríta pizzu sem var ekkert sú besta í heimi, en þegar ég fór að líta í kringum mig þá leit pastað ágætlega út. Gæti alveg hugsað mér að borða þarna aftur, en þá fengi ég mér eitthvað annað en pizzu.
(Update, fór aftur og þá fékk ég mér bbq kjúklinga pizzu sem var bara fín.)
Kíktum á Museo del Jamón. Þetta er tapasstaður, veitingastaður og skinku og ostabúð. Þessi staður er með útibú víðar um borgina. Fengum okkur Salamanca hráskinku sem var mjög góð.
Þeir eru með tvö rauðvín hússins, Valdepenas (1.10 evrur) og Rioja (1.70 evrur). Glösin eru mjög lítil. Riojað var aðeins betra. Sangrian þeirra er mjög góð.
Mynd frá Museo del Jamón
Svo er ég búin að fara á 50 aðra staði...bæti þeim við svona smám saman...
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)