Uppáhalds uppskriftirnar mínar

Mér finnst reyndar eiginlega allar uppskriftirnar sem ég hef bloggað um góðar, en hér eru nokkrar af þeim sem mér finnst standa upp úr.

Gulrótar og appelsínusúpa  Einföld og góð.  Flottur forréttur þegar gestir koma í mat.

 

Gallo Pinto  í miklu uppáhaldi, morgunmaturinn minn reglulega, stundum dag eftir dag ef ég geri stóran skammt og frysti.  Verður bara betra með hverri upphitun (hita helst upp á pönnu frekar en í örbylgju).  Ég hef heyrt að hrísgrjón og baunir séu sérstaklega hollt combó, mjög trefjaríkt.

 

Kebab Heimagerða brauðið er galdurinn hér.  (Einfalda Roti brauðið, hveiti, vatn og salt) Chili olían er líka galdur og svo er þetta gott bæði með lambi og kjúkling, bara krydda með góðukryddi í tyrkneskum eða arabískum anda.

 

Lahmacun Já, já, ég elska allt sem er tyrkneskt í matargerð.  Þetta er svona aðeins öðruvísi pizza fyrir þá sem vilja prófa eitthvað nýtt.

 

Humar og avacado réttur Þessi slær alltaf í gegn og hefur farið sigurför um heimin, góður forréttur.

 

Thai sweet and sour með rjómaosti Ef þú ert að fara í partý og ætlar að koma með eitthvað með þér þá er þetta málið.  Og þótt svo að allir í partýinu komi með þennan rétt þá á hann eftir að étast upp til agna.

 

Letingjabrauð Ótrúlega einfalt kryddbrauð, sem er ástæðan fyrir nafninu.  Og ógeðslega gott nýbakað með smjöri.

 

Focaccia samloka   Það er rosa gott að setja Foaccia brauð á röngunni í panini grill.  

 

Svartbaunasúpa  Svartar baunir eru eitt það besta sem ég fæ, og svo eru þær líka svo hollar.

 

...svo fátt eitt sé nefnt

Salut, Sxx

 

 

 

 

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært! Líst ýkt vel á humar avocadoréttinn og mun sennilega nota hann í forrétt í vinnumatarklúbbnum mínum :-) takktakk fyrir flottar uppskriftir

Anna Pála (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 16:44

2 identicon

..já og er appelsínu og gulrótarsúpan borin fram heit eða köld?

Anna Pála (IP-tala skráð) 19.11.2008 kl. 19:39

3 Smámynd: Soffía Gísladóttir

Ég ber hana fram heita, mér finnst það gott.  En já, það myndi eflaust virka líka að hafa handa kalda.  Svona gazpacho feelingur :)

Soffía Gísladóttir, 20.11.2008 kl. 08:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband