Gott ráð...

... fyrir þá sem finnst pizzur með nautahakki góðar.  Trikkið er að nota hakkblönduna sem verður til áður en tómatar og vín fer útí.

Þegar þið eruð að búa til bolognese sósu búið til extra stórann skammt og búið til nautahakk fyrir pizzu, getið geymt það í frysti þar til þið búið næst til pizzu.

Steikið nautahakk og lauk upp úr smjöri og/eða olíu.  Bætið við hvítlauk, smá ferskum chile, salti, ferskum svörtum pipar, fínt hakkaðri papriku, sveppum og krönsí nýsteiktu beikoni.  Látið malla í svolitla stund. (Hér má líka setja út í oregano eða ítalskt krydd)

Takið til hliðað smá skammt af þessum nautahakksrétt og frystið svo þegar kólnar.  Nú getið þið haldið áfram með Bolognese sósuna, bætt við tómatsósunum, víni osfv.

Ég hef reyndar búið til pizzu með Bolognese sósu og það er sko þokkalega gott.  Bolognese sósa, ferskur mossarella og fersk basilika!   Ferskum Parmagiano Reggiano svo stráð yfir dýrðina.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband