Færsluflokkur: Menning og listir

Foodwaves í beinni

Fórum í bleika svínið að kaupa klósettpappír osfv... Ég vil minna ef þið eruð enn að spyrja ykkur, hvað er foodwaves þá má lesa um það hér, og já it´s the next big wave.

Fyrsti rétturinn heitir Inspired.  Framreiddur af mér kl 21.20

  • Hýðishrísgrjón, soðin.  
  • Sýrður rjómi 
  • Grænt epli
  • Heslihnetur
  • Vorlaukur
  • Salt

Kælið grjónin smá og blandið svo saman við smá sýrðum, söxuðum hnetum, vorlauk, smátt skornum eplum og blandið vel saman með gafli

Og ástæðan fyrir heslihnetunum er sú að ég á svona granola musli poka og týndi þær úr honum.   Ekki gleyma vorlauk, gerir kraftaverk.  Rauðlaukur rokkar, vorlaukur er galdur. 

  • Kjúklingavængir
  • Salt
  • Pipar
  • Ólífuolía 
  • Hvítlaukur

Setti kjúklingavængi í ofninn með olíu, salti pipar og hvítlauk, skar nokkur rif tilhelminga.  Fyrir þennan rétt tók ég svo út einn vænginn,  reif hann niður.  Í olíu á pönnu hitaði ég hvítlauk og engifer, bæði rifið og fínt skorinn vorlauk.  Bætti út í kjúkling í smá stund.  (Auðvitað hefði verið hægt að setja engifer og hvítlauk yfir kjúkling inn í ofninum nema hér er ekkert fyrirfram planað)

Bar þetta fram í kokteilglasi, hrísgrjónasullið í botninn svo rifin kjúkling og skreytt með ferskum vorlauk.

Nú er kærastinn í eldhúsinu, maður má nú ekki kíkja á hvað hann er að gera, you know, en ilmar mjög exotic!  Ætla að setja J. Cash á fóninn og svo styttist í næsta rétt, blogga um það á eftir!  

Walk the line! 

Sx

IMG

Hér er ég að vera töff á íbúðarhótelinu í Madrid!

 

 


Niðursoðið

Mér finnst alveg ferlega leiðinlegt að henda mat.  Sérlega leiðinlegt að horfa á eftir fyrrverandi fersku grænmeti í tunnuna.

Hvað með dósamat, er eitthvað óhollt við að  borða niðursoðinn mat.  Ég heyrði af konu sem borðar ekki mat úr niðursuðudósum eða gos í áli út af einhverjum efnum...?

Eini gallinn sem ég sé við frosið grænmeti er að maður veit ekkert hvernig það hefur verið meðhöndlað frá því það var fryst.  Hefur það þiðnað og frysts 100 sinnum og ef svo er, er það slæmt?

Svo langar manni samt að borða ferskt og sem minnst af unni eða niðursoðnu.  Ég er engin matvælafræðingur en væri  mikið til í að vita meira um t.d hvort frosið grænmeti eða niðursoðið sé eitthvað verra (eða betra) en ferskt.

Svo er það örbylgjuofna myth.  Nóg hægt að lesa sig til um með og á móti örbylgjuofnum, ég er nú samt alveg með á þeim.

Nóg til af myth emailum sem ganga um, og fullt af fólki sem gleypir við þessu Til dæmis þá las ég einhverstaðar að maður ætti ekki að setja plastfilmu yfir mat í örbylgju því út af hitanum þá leka einhver eiturefni úr filmunni og ofan í matinn.  En þetta er bara "urban legend". 

En það er aldeilis auðvelt að koma allskonar vitleysu upp á mann þegar maður veit ekkert í sinn haus. 

Jæja, ég er komin aðeins út fyrir efnið, en það sem ég var reyndar að hugsa með þessari færslu er hvað gott er að eiga í skápum sem skemmist ekki fljótt.  

Til að geta hent í eitthvað gott þá finnst mér must að eiga í skápnum  Kókósmjólk, svartar baunir, kjúklingabaunir, bakaðar baunir, maísbaunir (og bara allsskonar baunir) tómata, og túnfisk.  Þá er maður nokkurn vegin fær í flestan sjó.

Ég eldaði úr því sem til var í gær og gerði rosalega góða sósu.

Appelsínukókóssósa

  • 1/3 dós kókósmjólk
  • Hálfur dl eða svo af ferskum appelsínusafa (bara svona bónus trópí eða e-ð)
  • Tæplega dós heilir eða "stewed" tómatar
  • Matarolía
  • Hvítlaukur, bara smá rif
  • Ferskur chile, ponsu
  • Smá ferskt rifið engifer
  • Salt og pipar

Brúnið hvítlauk, engifer og chile í smá olíu, bara ponsustund. Bætið við tómötunum svo kókósmjólkinni og að lokum appelsínusafa.  Smakka sig til, og svo salt og pipar.

Ég setti þetta í blender í smá stund til að mauka tómatana.  Svo má bera þessa sósu fram kalda eða heita.  Ég skellti henni í kæli.

Ég henti líka í linsubaunasósu.

Linsubaunasósa

  • Matarolía
  • Laukur
  • Hvítlauksrif
  • Chile
  • Ferskt engifer
  • Tómatar í dós
  • Rauðar (eða grænar) linsubaunir (ca 1 dl)
  • Vatn (ca 2 dl)
  • Fínt skorin paprika 
  • Kókósmjólk
  • Salt og pipar

Brúnið lauk, papriku, hvítlauk, chile og engifer. Bætið við tómötum, linsum og vatni.  Látið malla þar til linsur eru soðnar. Ég bætti svo út í þetta skvettu af kókósmjólk síðustu 10 mínúturnar.

Þetta er ekki svo ólíkt því sem Indverjinn eldaði fyrir mig, nema nú átti ég ekki allt í þá uppskrift plús það að ég var að reyna að tóna þetta við fiskbollurnar og appelsínusósuna.

Svo hefði mátt henda í þetta spínat eða gulrætur eða hvað svo sem ykkur dettur í hug, og krydda eins og ykkur lystir.

Svo átti ég fiskbollur sem ég bar fram með þessu.  Heimagerðar taífiskibollur hefði verið AWESOME.

Kv, Soffía

 

doggystyle

Soffía Gísladóttir©  www.soffia.net   Salamanca, 2008  

 

 

 


Hot House fajitas

Jæja, hvað segið þið í dag?  Allir búnir að fá sér eitthvað gott að éta? 

Ég imprúvæseraði svona smá við eldamennskuna í kvöld og hendi inn þeirri uppskrift við tækifæri.

En ég ætla að segja ykkur frá uppskrift af Fajitas sem mér finnst mjög góð. Galdurinn við þessa uppskrift er að grilla grænmetið í ofni áður en það fer á pönnuna. Þá fær það sætan keim.

Hot House fajitas

  • Kúrbítur, skorinn í fremur þunna strimla
  • Rauðlaukur, skorinn í sneiðar
  • Gul paprika, skorin í fernt
  • Hvítlaukur 
  • Chile, frekar sterkur
  • Maískorn (í dós)
  • Salt og pipar

Setjið rauðlauk og papriku í eldfast mót með smá olíu, salti og pipar.  Setjið ofninn á grill og grillið í 20 -30 mín, eða þar til skinnið á paprikunni er farið að taka á sig lit, verða svart.

Setjið svo paprikuna í skál og lokið fyrir með plastfilmu. (Eða í hitaþolinn plastpoka).  Stuttu síðar verður auðvelt að fjarlægja brennda skinnið af paprikunni.

Setjið olíu á pönnu, brúnið kúrbít, hvítlauk og chile.  Skerið papriku í strimla  og bætið við á pönnuna ásamt rauðlauk og maísbaununum.  Kryddið með góðu taco kryddi, salti og pipar. Hellið smá vatni yfir, ekkert of miklu, kannski hálfum dl eða svo og eldið þar til allt vatn er gufað upp.

Hitið fajitas kökur í álpappír í ofni.  Berið fram með heimagerðri ferskri tómat salsa  og lime jalapeno sósu, sýrðum rjóma og avacadomauki.

Tómat salsa gæti hljómað svona.

  • Ein dós Stewed tomatoes.  (Mæli með þessum ítölsku sem fást í Krónunni, mér finnst Hunts of súrir)
  • Kóríander
  • Hvítur laukur
  • Chile, sterkur
  • Jalapeño, niðursoðnu
  • Hvítlauksrif, bara smá
  • Skvetta af lime safa
  • Salt
  • pipar

Skerið smátt og blandið öllu saman í skál og kælið.  (Sigtið tómatana svo sósan verði ekki of blaut)

Ég vil ekkert vesen með minn avacado, heldur bara mauka hann í skál með fullt fullt afsalti.

 

Hef áður bloggað um Lime Jalapeño aioli

  • Majónes
  • Smá lime safi, eftir smekk
  • nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
  • Kóríander

Setjið  lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota.  Bætið út í  majónes og blandið létt sama.  Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.

Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.

Vona að kaldur og hvass hvalfjörðurinn á myndinni hér fyrir neðan kæli ykkur aðeins niður eftir allt þetta jalapeño-chili tal.

Kv, Soffía

sea

 Soffía  Gísladóttir ©             Hvalfjörðurinn 2008


Grindexican

Þessi uppskrift varð til á góðu kvöldi með góðum vinum, eftir að koma svöng heim af hverfispöbbnum. 

Ég ásamt vini hentum þessu saman úr því sem til var á heimilinu.  Við vorum reyndar svo heppin að ég var að leita að almennilegu indverskri kryddblöndu í skápunum þegar vinkona okkar dregur upp poka af Indian Masala, enda nýkomin frá Indlandi með þetta að gjöf til heimilisfólksins. 

Ekki voru til tómatar, hvorki ferskir né í dós, en það var til heimatilbúin, niðursoðin tamale sósa, sem er svona mexíkósk hot sauce.  Svo var til smá grískt jógúrt.  Þannig að á endanum nefndum við þennan rétt:

Grindexican

  • Smjör
  • Laukur
  • Hvítlauksrif
  • Niðursoðið engifer (hefði notað ferst hefði það verið til)
  • Tamale sauce (hefði notað niðursoðna tómata, en þetta var SNILLD!)
  • Plain eða grískt jógúrt
  • Indian Masala krydd
  • Gul paprika
  • Hálf dós kjúklingabaunir
  • Salt

Laukur, paprika og hvítlaukur mýktur á pönnu, smá engifer bætt við.  Nokkrar matskeiðar Tamale sauce (spurning að nota svona mexíkóska frekar sterka salsa sósu eins og fæst í búðum ef þið búið ekki til ykkar eigin niðursoðnu tamale sósu)

Bætið við indverska kryddinu, jógúrtinu, salti og kjúklingabaunum.  Látið malla í smá stund þar til þetta lítur út fyrir að vera tilbúið.

 Borðað sem "snakk" með Roti brauði.  Þetta var ekki aðalréttur hjá okkur, heldur var eldað svona hitt og þetta, samtíningur og öllu skellt fram...perfect sem réttur í óformlegt hlaðborð um miðnætti eftir að koma heim frá öli og pool á hverfispöbbnum.

img

 Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


Colin Farrell nakinn

Hér er góð mynd af honum Colin þar sem hann liggur nakinn upp við staur.  Lítur út fyrir að honum sé svolítið kalt. Finnst ykkur það ekki?

Googlaði í ganni uppáhalds mat Colin Farrells, sem vill svo skemmtilega til að er í miklu uppáhaldi hjá mér en það er Kebab, ég hef einmitt bloggað um góða kebab uppskrift hér.

Ég og systir mín fórum út að leika eftir kvöldmat hér um daginn og ákváðum  að búa til sætan snjókall og þetta er afraksturinn.  Við skýrðum hann Colin Farrell.  

Colin entist nú ekki lengi því daginn eftir voru fótspor eftir fótboltaskó þakin litlum gervigrasgúmmíkornum til og frá gervigrasvelli KR og að snjókarlinum sem var orðin að snjóhrúgu, ásamt því að búið var svo að míga á líkið af honum, gulur snjórinn milli tveggja gervigrasagúmmíkornótts fótspora.   Frown

Hann hefur kannski sært blygðunarkennd einhvers. Kannski hefur sá sem meig á hann farið í typpastærðameting og skít tapað, og sparkað hann í buff þess vegna, liggjandi varnarlausan snjómann. 

Kv,Soffía 

snowman

Soffía Gísladóttir © 


Eldað alla helgina

og síðasti rétturinn borinn fram á miðnætti í gærkvöldi.  Vorum með Foodwaves alla helgina, bara ég og kærastinn.  Það urðu til  ótal margir skemmtilegir réttir. 

Foodwaves, hvað er nú það eru þið kannski að spyrja ykkur.  Foodwaves er concept sem við bjuggum til, þróaðist yfir helgi í Október 2007.

Það má lesa nánar um það hér

 

Þessi sósa hér varð einmitt til upp úr þurru, ég var með ekkert planað þegar ég fór inn í eldhúsið að gera næsta rétt í Foodwaves. 

Geðsjúk köld sósa

  • Sýrður rjómi
  • Thai sweet chili sauce
  • Ofnbakaður hvítlaukur

Sigtið thai sósuna þannig að kornin í henni sigtist frá. 

Setjið allan hvítlaukinn eins og hann leggur sig í ápappír með salti, pipar og smá ólífuolíu.  Hitið í ofninum (250°) í 30-40 mín.  Takið svo úr ofninum og leyfið kólna aðeins.

Blandið saman sigtaðri thaí sósunni og sýrðum rjóma. 

Takið hvítlaukinn úr hýðinu og merjið hann í mauk, sem er auðvelt því hann á að koma mjög mjúkur úr ofninum.  Blandið saman við sýrða rjómann.  Magn hvítlauksins fer bara eftir smekk.  Smá salt og pipar.

Ég skar niður ferskan chile, frekar sterkan og vorlauk, mjög smátt og sprinklaði yfir sósuna.

Ég bar þessa fram með lamba fille sem ég marineraði í chile, hvítlauk, engifer og ólífuolíu. Grillaði á grillpönnu rauðlauk, sem er must því eins og þið vitið, rauðlakur rokkar!

Svo bjó ég til hvítlaukssmjör, með salti, pipar og fínskornum vorlauk, og bar fram á vorlauksbeði.  Svo bar ég fram eitt heilt piparkorn.

IMG 3778

Soffía Gísladóttir ©       www.soffia.net

 

 

 


Karrrrtöflur

Góða helgi og vona að þið fáið eitthvað almennilegt að éta!

Karrrrtöflur

Notið svona frekar stórar kartöflur (eða minni, en hafið allar í sirka sömu stærð sem fara inn í ofninn).

Kljúfið þær þversum og setjið á grind inn í 220°heitan ofninn í klst (eða þar til þær eru tilbúnar).  Ekki láta ykkur bregða þótt sárið í skurðinum sé vel dökkt eða brunnið.

Þetta er yndislegt meðlæti með Racklette og leggja bráðinn Racklette ostinn ofan á kartöfluna.  Ekki gleyma góðri slísí kaldri grillsósu með þessu öllu.

Skál!

Soffía

IMG 2207

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net

 

 

 


Melt in your-mouth Súkkulaðikaka

Alveg merkilegt því miðað við að ég er ekki mikið fyrir sætindi og að ég baka ekki að síðustu uppskriftir hafa allar verið í þeim dúr, held að veðrið sé að rugla mig og ég haldi að að það séu komin jól.

Melt in your-mouth Chocolate Cake

  • 200 g Smjör
  • 200 g Dökkt súkkulaði
  • 200 g sykur
  • 4 egg
  • 1 kúfull matskeið hveiti

 Þeir mæla svo með að þessi sé búin til kvöldið áður, eða að morgni þessi kvölds sem á að borða hana, eins og best er ef notað er dökkt súkkulaði. 

 Hitið ofninn í 180°.  Smyrjið sirka 8" form, eða notið smjörpappír.

Bræðið smjör saman við súkkulaðið.  (Í vatnsbaði eða micro). Setjið í skál og blandið við sykri, hrærið (með trésleif segja þeir...veit nú ekki hvaða máli það skiptir hvernig sleif...) og látið standa smá til að kæla aðeins.  Bætið þvínæst við eggjum, einu í einu og hrærið vel saman eftir hvert egg.  Að lokum, blandið við hveitinu.

Setjið deigið í formið og í ofninn í 30 mín.  Slökkvið á ofninum og hafið kökuna þar inni í 10 mín til viðbótar.  Setjið kökuna í forminu á grind og kælið alveg.  Setjið svo yfir plastfilmu og í ísskáp þar til þið berið hana fram.

Kv, Soffía

 IMG

Þarna er ég á munnhörpunni á Mojo í Köben og Halli á gítarnum. 


Kúrbíts súkkulaði kaka

Ég er ekki mikið fyrir eftirrétti og sætindi en ég fékk kúrbíts súkkulaði köku fyrir meir en ári síðan sem var svo góð að ég hef ekki fengið neitt jafn minnisstætt í langan tíma.

Fór að googlea uppskrift um daginn, en sá svo uppskrift í Gestgjafanum, 11 tbl. 2008,  sem hljómar mjög svipað.  En ég hendi inn þessari sem ég googlaði.

Kúrbíts súkkulaðikaka

  • 2 bollar hveiti
  • 2 bollar sykur
  • 3/4 bollar kakó
  • 2 tsk matarsódi
  • 1 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 4 egg
  • 1 1/2 matarolía
  • 3 bollar rifinn kúrbítur
  • 3/4 bolli hakkaðar valhnetur

Hitið ofninn í 175°

Smyrjið form (9x13 ")

Hrærið saman hveiti, sykur, kókó, sód, lyftidufti og salti (ef þið fílið kanil þá má bæta hér við einni tsk).  Bætið svo við eggjum, matarolíu.  Hrærið vel saman.  Blandið við hnetum og kúrbít jafnt í deigið.  Hellið þessu í formið.  Bakið í 50-60 mín.  Kælið, setjið á e-ð gott krem og étið.

-1 bolli er 2,4 dl 

 

Kremið úr Gestgjafanum hljómar alveg stórkostlega, því ég er 70% + súkkó fan

  • 1/2 dl rjómi
  • 100  g 70% súkkulaði, saxað

Hitið rjómann að suðu, bætið við súkkó svo bráðnar.  Hellið yfir kökuna.

 


Semi-Belgískar sódavatns vöfflur

Ef þetta er ekki viðeigandi uppskrift í þessu krúttlega veðri.

Keypti vöfflujárn og bakaði vöfflur með því EINU SINNI.  Þetta var útí Kanada, kærastanum langaði svo í belgískar vöfflur einn daginn þannig að við fórum út og keyptum svona kassalaga vöfflujárn og ég google-aði uppskriftir, tók svo það besta úr öllum og gerði úr þeim eina dúúúndur uppskrift.  Ég held að galdurinn hér sé sódavatnið.

En þetta voru súrrealískt flöffí og góðar vöfflur. 

Semi-Belgískar sódavatns vöfflur

  • 2 Egg ( aðskilja rauðu)
  • 1/2 bolli sykur
  • 2 bollar hveiti
  • 1/2 bolli brætt smjör
  • 1 bolli sódavatn
  • 1 bolli mjólk

 

Allt þeytt saman nema hvíturnar, en þær eru stífþeyttar og svo bætt varlega við deigið.  Ég held ég eigi bara allt í þetta,og var að kaupa 70% súkkulaði í kakó, held það verði bara rauðvín, vöfflur og kakó í kvöld!

Ég var að setja Johnny Cash á fóninn og opna Beringer, Stone Cellars, Merlot frá 2004. Mjög gott og fínt verð. 

Salut, Soffía

 IMG

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband