Grindexican

Þessi uppskrift varð til á góðu kvöldi með góðum vinum, eftir að koma svöng heim af hverfispöbbnum. 

Ég ásamt vini hentum þessu saman úr því sem til var á heimilinu.  Við vorum reyndar svo heppin að ég var að leita að almennilegu indverskri kryddblöndu í skápunum þegar vinkona okkar dregur upp poka af Indian Masala, enda nýkomin frá Indlandi með þetta að gjöf til heimilisfólksins. 

Ekki voru til tómatar, hvorki ferskir né í dós, en það var til heimatilbúin, niðursoðin tamale sósa, sem er svona mexíkósk hot sauce.  Svo var til smá grískt jógúrt.  Þannig að á endanum nefndum við þennan rétt:

Grindexican

  • Smjör
  • Laukur
  • Hvítlauksrif
  • Niðursoðið engifer (hefði notað ferst hefði það verið til)
  • Tamale sauce (hefði notað niðursoðna tómata, en þetta var SNILLD!)
  • Plain eða grískt jógúrt
  • Indian Masala krydd
  • Gul paprika
  • Hálf dós kjúklingabaunir
  • Salt

Laukur, paprika og hvítlaukur mýktur á pönnu, smá engifer bætt við.  Nokkrar matskeiðar Tamale sauce (spurning að nota svona mexíkóska frekar sterka salsa sósu eins og fæst í búðum ef þið búið ekki til ykkar eigin niðursoðnu tamale sósu)

Bætið við indverska kryddinu, jógúrtinu, salti og kjúklingabaunum.  Látið malla í smá stund þar til þetta lítur út fyrir að vera tilbúið.

 Borðað sem "snakk" með Roti brauði.  Þetta var ekki aðalréttur hjá okkur, heldur var eldað svona hitt og þetta, samtíningur og öllu skellt fram...perfect sem réttur í óformlegt hlaðborð um miðnætti eftir að koma heim frá öli og pool á hverfispöbbnum.

img

 Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband