Semi-Belgískar sódavatns vöfflur

Ef þetta er ekki viðeigandi uppskrift í þessu krúttlega veðri.

Keypti vöfflujárn og bakaði vöfflur með því EINU SINNI.  Þetta var útí Kanada, kærastanum langaði svo í belgískar vöfflur einn daginn þannig að við fórum út og keyptum svona kassalaga vöfflujárn og ég google-aði uppskriftir, tók svo það besta úr öllum og gerði úr þeim eina dúúúndur uppskrift.  Ég held að galdurinn hér sé sódavatnið.

En þetta voru súrrealískt flöffí og góðar vöfflur. 

Semi-Belgískar sódavatns vöfflur

  • 2 Egg ( aðskilja rauðu)
  • 1/2 bolli sykur
  • 2 bollar hveiti
  • 1/2 bolli brætt smjör
  • 1 bolli sódavatn
  • 1 bolli mjólk

 

Allt þeytt saman nema hvíturnar, en þær eru stífþeyttar og svo bætt varlega við deigið.  Ég held ég eigi bara allt í þetta,og var að kaupa 70% súkkulaði í kakó, held það verði bara rauðvín, vöfflur og kakó í kvöld!

Ég var að setja Johnny Cash á fóninn og opna Beringer, Stone Cellars, Merlot frá 2004. Mjög gott og fínt verð. 

Salut, Soffía

 IMG

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband