Eldað alla helgina

og síðasti rétturinn borinn fram á miðnætti í gærkvöldi.  Vorum með Foodwaves alla helgina, bara ég og kærastinn.  Það urðu til  ótal margir skemmtilegir réttir. 

Foodwaves, hvað er nú það eru þið kannski að spyrja ykkur.  Foodwaves er concept sem við bjuggum til, þróaðist yfir helgi í Október 2007.

Það má lesa nánar um það hér

 

Þessi sósa hér varð einmitt til upp úr þurru, ég var með ekkert planað þegar ég fór inn í eldhúsið að gera næsta rétt í Foodwaves. 

Geðsjúk köld sósa

  • Sýrður rjómi
  • Thai sweet chili sauce
  • Ofnbakaður hvítlaukur

Sigtið thai sósuna þannig að kornin í henni sigtist frá. 

Setjið allan hvítlaukinn eins og hann leggur sig í ápappír með salti, pipar og smá ólífuolíu.  Hitið í ofninum (250°) í 30-40 mín.  Takið svo úr ofninum og leyfið kólna aðeins.

Blandið saman sigtaðri thaí sósunni og sýrðum rjóma. 

Takið hvítlaukinn úr hýðinu og merjið hann í mauk, sem er auðvelt því hann á að koma mjög mjúkur úr ofninum.  Blandið saman við sýrða rjómann.  Magn hvítlauksins fer bara eftir smekk.  Smá salt og pipar.

Ég skar niður ferskan chile, frekar sterkan og vorlauk, mjög smátt og sprinklaði yfir sósuna.

Ég bar þessa fram með lamba fille sem ég marineraði í chile, hvítlauk, engifer og ólífuolíu. Grillaði á grillpönnu rauðlauk, sem er must því eins og þið vitið, rauðlakur rokkar!

Svo bjó ég til hvítlaukssmjör, með salti, pipar og fínskornum vorlauk, og bar fram á vorlauksbeði.  Svo bar ég fram eitt heilt piparkorn.

IMG 3778

Soffía Gísladóttir ©       www.soffia.net

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband