Færsluflokkur: Menning og listir
18.2.2009 | 11:28
Kúrekaborgari
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Fyrir þá sem ekki vilja neitt helvítis grænmeti. Nema bara rauðlauk sem hvort eð er rokkar.
Kúrekaborgari
Hendið saman nautahakki, hvítlauk, salti, pipar, einhverju góðu beef & steak kryddi og búið til alvöru huge borgara. Kryddið hann.
kúreka bbq sósa
- Hvítlaukur
- Laukur
- Smjör
- Matarolía
- Jalapeno (í krukku)
- Tómatsósa
- Thai sweet chile sauce
- Ananas safi (notaði frá ananas í dós)
- taco krydd
- Pipar og Salt
- Sykur
- Dijon sinnep
- Sætt sinnep
- Hvítvín
- Safi frá Lime
Mýkið fínt skorinn lauk, hvítlauk, jalapeno í olíu og smjöri. Blandið svo restinni við, magni eftir smekk.
Látið malla í korter eða meir.
Steikið hamborgarann á grillpönnu ef þið eigið, annars bara venjulegri pönnu. Penslið borgarann með smá af bbq sósunni. Í lok eldunartímans setjið á hann nokkrar ostsneiðar.
Hitið brauðið í ofni. Maukið bbq sósunni á báða helminga, leggið borgarann á, og smá ferskan rauðlauk (Ég hafði ferska þunnt skorna papriku).
Borið fram með köldum bjór og Tim Mcgraw.
Ég hef gert margar bbq sósur, og engar tvær verða eins, nota bara það sem er til, mér finnst aðalatriðið tómatsósa og sykur (helst púðursykur). Svo má bara leika sér með restina
YEEE HAAAAA!
Soffía
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.2.2009 | 18:44
Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Var að borða harðfisk með smjöri, en hef greinilega smitað með hníf sem hefur skorið hvítlauk í smjörið. Og viti menn að það var bara gott. Þannig að ég tók rifjárn og reif ööörlítinn hvítlauk og blandaði saman við klípu af smjöri. Ég passaði mig á að láta hvítlaukinn ekki yfirgnæfa smjörbragðið, heldur bara fá smá keim. En það er smekksatriði, fyrir hard core hvítlauksaðdáendur þá er um að gera að smakka sig bara til.
Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
- Harðfiskur að eigin vali (Ég var með steinbít með roði)
- Hvítlauksrif, nota eins mikið af því og hver vill
- Íslenskt smjör
Borið fram með glasi af ávaxta og sýruríku ísköldu hvítvíni.
Spurning hvernig harðfiskur með chile-hvítlaukssmjör sé...
Salut, Soffía
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 22:01
Beikon og egg, en samt meira töff
Beikon og egg (Fyrir tvo)
þessi er með smá twist og virkar sem morgunmatur, hádegis eða eins og ég bar hann fram, sem kvöldmatur. (Ég fékk verðlaun kvöldsins fyrir framsetningu. Hvað var í verðlaun fylgir ekki sögunni)
- 2 beikon sneiðar
- Soðin og kæld hrísgrjón (6 msk eða svo)
- 1 egg
- Smá paprika (skorin smátt)
- tvær þunnar sneiðar kúrbítur (skorinn smátt)
- 3 sneiðar púrra (skorin smátt)
- Salt og pipar
- Smá chile, sterkur
- Dropi af red curry paste
- Hvítlaukur
- Smjör og olía
- Ananas ( 2 bitar úr diced dós)
- Sýrður rjómi
- Thai sweet chili sósa
Steikið beikonræmurnar á pönnu við ekki of háan hita, við viljum þær ekki krispí, heldur fremur mjúkar til að geta rúllað þær upp.
Bræðið smjör og olíu á pönnu. Setjið hvítlauk í gegnum hvítlaukspressu á pönnuna ásamt smá chile pipar. Bætið við kúrbít, púrru og papriku og svo soðnu hrísgrjónunum. Setjið bara smá red curry paste, ég notaði bara pinku pons, 1/5 teskeið eða svo. Ýtið dótinu til hliðar, bætið smá smjöri á pönnuna og skramblið eggið, og blandið vel saman við allt hitt.
Ég á svona hringi sem maður getur troðið mat í og þjappað, lítur út eins og hringlótt kökumót með ýmsum þvermálum. Notaði eitt sem var um 4 cm, og setti hrísgrjónablönduna þar í og vafði svo beikonræmu utan um og festi með tannstöngli.
Bar þetta fram með einum ananasbita, sýrðum rjóma og smá thai chili sósu.
Ef þið eigið engin form fyrir hrísgrjónin þá má bara setja þetta smekklega á disk með beikonræmuna ofan á. Ekki gleyma listræna eðlinu!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:39 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.2.2009 | 11:56
Óvænt Foodwaves!
Kærastinn kom á óvart, henti í nokkrar vatnsdeigsbollur og fyllti þær með snilldinni einni. Og við erum að tala um kvöldverð hér.
Fullorðinsbollur
- Vatnsdeigsbollur,í munnbitastærð.
Fylling:
- Sýrður rjómi
- Sprauturjómi
- Steikt beikon
- Púrra
- Salt og pipar
Keyptum tilbúið Vatnsdeigsbolludeig. Blandað með vatni, kviss bang búm, tilbúið!
Steikið beikon. Skerið púrru rosa rosa rosalega smátt og beikonið líka. Blandið við sýrðan. Saltið og piprið. Blandið sprauturjómanum við með gafli.
Ef þið eigið alvöru rjóma, þá er kannski betra að þeyta hann og nota í staðin fyrir sprauturjómann.
Þær voru svo litlar og krúttlegar
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.2.2009 | 20:29
Pizza með banönum og camembert
Ok, ykkur finnst þetta kannski ekki hljóma svo vel, en þetta kemur á óvart. Og sérstaklega sem forréttur eða svona smakk.
Ég er ekki nógu dugleg við að prófa nýtt ofan á pizzur, en það kemur nú fyrir. Þess vegna er gaman að kaupa eða búa til pizzadeig og gera fullt af litlum pizzum og imprúvæsera með það sem ofan á fer.
Ég gerði það einmitt um daginn eftir að vinkona sagði mér frá því að hún hefði fengið sér pizzu með camembert osti og bönunum og líkað vel. Já ókey, var ekki svo viss með banana sjálf.
- Pizzadeig, rúllað út þunnt
- Tómatar í dós (stewed)
- Banani
- Cammebert ostur
Tómötunum dreyft á botninn, svo bananar í sneiðum og því næst camembertinn.
Og viti menn, þetta var bara lúmskt gott!
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:41 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
15.2.2009 | 12:18
Kjúklingavængir eru málið
Og þeir eru á eðlilegu verði, ekki kannski mikið kjöt á þeim, en með meðlæti eru þeir bara snilld. Er búin að vera að elda þá í mauk undafarið og þeir eru svo tender og góðir. Og þola að láta elda sig annað en bringur sem geta verið óttalega þurrar á manninn :P
Tandoori Kjúklingur
- Kjúklingavængir
- Tandoori krydd (fæst m.a hjá pottagöldrum sem er bara gott)
- Ab mjólk
- Hvítlaukur
- Chile
- Smjör
- Salt og pipar
Setjið tandoori krydd og ab mjólk ásamt smá salti ískál og blandið vel saman. Alveg slatta af kryddinu og ca dl msk af Ab mjólk miðað við svona einn bakka af vængjum.
Svo set ég Þetta í eldfast mót með slatta af smjörklípum dreift yfir dótið, nokkrum hvítlauksrifum og svo salt og pipar.
Eldað við ca 200° c i klst.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.2.2009 | 16:20
www.foodwaves.com
Foodwaves er komin í loftið. Þetta verður næsta stóra aldan í matarboðum. Frábær leið til að peppa upp stemmninguna í almennum matarboðum og hjá matarklúbbum.
Spurningin er
Hefur þú gaman að:
- a) Borða?
- b) Láta elda ofan í þig?
- c) Elda?
- d) Allt sem að ofan er upptalið.
Ef þú svarar a, b, c eða d þá er Foodwaves eitthvað fyrir þig!
Konseptið hefur þróast og nú má finna Manifesto og allt um Foodwaves á www.foodwaves.com.
Hér kemur MANIFESTO á íslensku.
1. Foodwaves snýst um að skemmta sér ...og mat og góðan félagsskap.
2. Hver réttur er í forrétta stærð (3-5 munnbitar).
3. Framreiðsla skiptir öllu (matnum fallega og frumlega raðað á diskana).
4. Allir viðstaddir skiptast á að elda smárétti.
5. Allar uppskriftir verða skrifaðar niður, og myndaðar ef unnt er.
6. Allir gefa hverjum rétt einkunn, frá einu og upp í fimm M (mmmmm er því besta einkunn).
7. Allir komi með hráefni, en ekki í samráði við neinn og fyrirfram ákveðið. Það getur verið frá því að vera kartafla eða humarhalar, nokkur hráefni eða fullur poki af mat. Þú ræður hvað þú kemur með.
8. Þú getur notað hvaða hráefni sem er, þú getur einnig notað það sem aðrir koma með án þess að spurja um leyfi. Og allir geta notað það sem þú komst með
9. Hver og einn þrífur eftir sig eldhúsið þegar allir hafa lokið við að borða matinn hans, gefa einkunn og hann sjálfur skrifað uppskriftina niður.
10. Fólk má para sig saman og fara tvö og tvö í eldhúsið að elda þegar allir viðstaddir hafa farið amk einu sinni einir. Í stærri hópum er í lagi að para sig saman frá byrjun.
11. Gestir mega ekki gjóa augum á það sem fer fram inn í eldhúsi, svo að það komi á óvart hvað borið er fram.
12. Gestgjafinn, sá sem býr þar sem matarboðið fer fram, opnar eldhús sitt og leyfir notkun á öllu sem þar finnst. (Ef þið eigið gullslegið saffran og viljið ekki að neinn noti það þá verður það að fjarlægjast úr eldhúsinu áður en Foodwaves hefst)
13. Ef þér er meinilla við að elda, að tilhugsunin að fara einn í eldhúsið gerir þig jafnvel stressaðan, þá er leyfilegt að fá einhvern viðstaddan að þínu vali með þér í eldhúsið og hjálpa þér hvernig sem þér hentar.
14. Það er í lagi að kíkja aðeins á uppskriftir áður en farið er að elda, en ekki styðjast við þær á meðan þú eldar. (Oft líka gaman að leyfa engar uppskriftir).
15. Allir verða að gefa réttinum sem þeir bera fram gott nafn, og tilkynna það þegar búið er að leggja réttinn á borð. ("Theme song" er bónus, það er ef kveikt er á ákveðni tónlist/lagi þegar hann er borinn fram).
Við viljum endilega að sem flestir verði með og skrái sig á www.foodwaves.com og deili þar með okkur hinum reynslu sinni og uppskriftum.
Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að spyrja. Vefurinn er á ensku, en þið megið einnig senda uppskriftir sem til verða á foodwaves á íslensku.
10.2.2009 | 11:59
Osborne
En eins og sumir sem ég þekki og vilja prófa eitthvað nýtt "No, if anyone orders Merlot, I'm leaving. I am NOT drinking any fucking Merlot!" þá er þetta líka til í Merlot - tempranillo.
Myndin mín hér að neðan er ekki ólík því sem sést á vínkútnum, en þið sem hafið keyrt um Spán hafið eflaust orðið vör við þetta naut, en það er mikil saga á bak við það og skemmtileg. Það má lesa allt um það á þessari slóð www.osborne.es
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Menning og listir | Breytt 19.2.2009 kl. 23:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
10.2.2009 | 00:15
Oh, baby baby
How was I supposed to know? Ég alveg datt í lukkupottinn áðan. Nema hvað, þegar ég þurfti að þjóta áðan þá var það vel þess virði, haldið þið ekki að ég hafi fengið.....
Og útúrdúr. Var að hlusta á gamlan disk með Britney Spears. Gimme gimme og You wanna piece of me kemur mér alltaf í stuð. Þá vitið þið það. Ég fíla Brit. Var reyndar að skipta yfir í gamlan disk með Ash. Sem bara fær mann til að tæma flöskuna.
Nema já, ég fékk...
....Matchbox jeppa ...búnað dreyma um það svo lengi
- Nautahakk
- Chile, sterkur
- Hvítlaukur
- Pipar
- Salt
- kúrbítur, fínt skorinn, galdur í matargerð! Kúrbítur klikkarekki!!
- Smáskornir sveppir
Allt steikt á pönnu.
Sósa
Klassísk sinnepssósa sem ég hef svo oft bloggað um
Brauðostur, kemur sífellt sterkari inn, maður þarf ekkert alltaf að vera að fjárfesta í rándýrum mossarellaosti, ekki það að þessi brauðostur sé ekki nógu dýr.
Tortilla kökur, skornar með ofur hringskera pro 2000 áhaldinu. Hakk og ostur ásamt sósu á milli og inn í snilldar paninigrillið, sem ætti að vera til á hverju heimili.
Þannig að kærastinn kom með frábæra útgáfu af rétti sem ég hef bloggað um áður en á algjörlega sinn hátt og svo vel gert, úr því sem er til var á heimilinu!! Life is good!
ok, ég er alveg að klúðra myndatökunum...en bara verður að fá að fylgja með hversu awesome matchbox jeppinn leit út.
Sxxxsleeeeeeeeeeeef
9.2.2009 | 21:09
The neverending foodwave.
Þarf að þjóta, verið að kalla á mig í fooodwave! Skráset herlegheitin á eftir. En getið lesið þetta á meðan.
Það sem kærastinn gerði sem var svo mikil snilld í foodwave-inu í gær voru djúpsteiktar pulsur. Sko, mér finnst pulsur mjög góðar og þetta var snilldar tilbreytingin frá einni með öllu. Þetta var svona í anda djúpsteiktra rækja, borið fram með sýrðum og thaí chili sósu.
Búið til djúpsteikingardeig. Smá hveiti, 1 egg, salt, pipar, fínt skorinn rauður chile, vorlaukur og sveppir ofurfínt skornir , svona 2 millimetra... hræra vel saman.
Skerið ss pulsurnar í 1 cm bita,veltið þeim upp úr deigi og djúpsteikið í vel heitri Isio olíunni.
Sósan. Sigtið korn úr Thaí chili sósu. Hellið nett yfir pulsunar. Setjið sýrðan rjóma í nestispoka, skerið millimetra gat af horni pokans og sprautið smekklega yfir pulsunar og að lokum, dreifið ferskum fííínt skornum vorlauk yfir allt.
Nammi gott, ég gerði svo ágætan rétt, og fékk verðlaun helgarinnar fyrir presentation.
(Og já, ég þarf að leggja meir á mig í að mynda þessar rétti, þeir eru bara svo girnilegir að maður er búin að gúffa þá í sig áður en maður nær að teygja sig í myndavélina. Pfff, og hef atvinnu af ljósmyndun! hmmfff)
Rétturinn minn var maukaður maís með kryddi og svona og steikt á pönnu, borið fram með eplasalati, sem samanstóð af sprauturjóma og fínt skornum eplabitum sem ég maukaði í blender og saltaði. Rosa spennandi réttur, flottur sem smakki smakk.
Salut, Sxx
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:14 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)