The neverending foodwave.

Þarf að þjóta, verið að kalla á mig í fooodwave!  Skráset herlegheitin á eftir. En getið lesið þetta á meðan.

Það sem kærastinn gerði sem var svo mikil snilld í foodwave-inu í gær voru djúpsteiktar pulsur.  Sko, mér finnst pulsur mjög góðar og þetta var snilldar tilbreytingin frá einni með öllu.  Þetta var svona í anda djúpsteiktra rækja, borið fram með sýrðum og thaí chili sósu. 

Búið til djúpsteikingardeig.  Smá hveiti, 1 egg, salt, pipar, fínt skorinn rauður chile,  vorlaukur og sveppir ofurfínt skornir , svona 2 millimetra... hræra vel saman.

Skerið ss pulsurnar í 1 cm bita,veltið þeim upp úr deigi og djúpsteikið í vel heitri Isio olíunni.

Sósan.  Sigtið korn úr Thaí chili sósu.  Hellið nett yfir pulsunar.  Setjið sýrðan rjóma í nestispoka, skerið millimetra gat af horni pokans og sprautið smekklega yfir pulsunar og að lokum, dreifið ferskum fííínt skornum vorlauk yfir allt.

Nammi gott, ég gerði svo ágætan rétt, og fékk verðlaun helgarinnar fyrir presentation. 

 

 IMG 3826 copyb

(Og já, ég þarf að leggja meir á mig í að mynda þessar rétti, þeir eru bara svo girnilegir að maður er búin að gúffa þá í sig áður en maður nær að teygja sig í myndavélina.  Pfff, og hef atvinnu af ljósmyndun! hmmfff)

Rétturinn minn var maukaður maís með kryddi og svona og steikt á pönnu, borið fram með eplasalati, sem samanstóð af sprauturjóma og fínt skornum eplabitum sem ég maukaði í blender og saltaði.  Rosa spennandi réttur, flottur sem smakki smakk.

Salut, Sxx


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband