Færsluflokkur: Lífstíll

Pizza Pizza. Nokkur ráð

Þegar ég nenni ekki að gera mitt pizzadeig þá hef ég keypt þetta upprúllaða á smjörpappír í plastinu, sem maður bara rúllar út..NEMA...  hér koma nokkur tips.

Ég skeri deigið í tvo jafna helminga og rúlla þeim út með kökukefli þynnra á nýja smjörpappírs örk með smá hveiti svo ekki klístrist.  Svo miklu betra. 

  • Ég set botninn í ofninn í 30 sek til eina og hálfa mínótu (fer eftir hitanum í ofni)  áður en ég set á hann sósu og álegg.
  • Ég hef ofninn alltaf á heitasta hita og hita hann í 30 -  60 mínútur áður en ég set pizzu inn.
  • Góður pizzasteinn kemur sterkur inn.
  • Durum 00 hveiti er mjög gott, og svo jafnast ekkert á við mossarella di buffola, sem fæst því miður ekki hér en mossarella kúlurnar í vökvanum eru fínar.

Ég bæti svo við þetta þegar mér dettur meir í hug.

pizza

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór til Napoli fyrir nokkrum árum í vikuferð, bara til að borða pizzur, pílagrímsferð til mekka pizzunnar, varð ekki fyrir vonbrigðum, besti staðurinn án efa var Pizzeria da Michele.  Langar biðraðir eftir borði myndast á háannatíma.  Okkur var skellt við borð með ókunnugum, bara gaman að því, nýta sætin. 

 Sx

 


Ógeðslega einfalt

Fyrir þó nokkru fór ég til vinafólks í matarboð og fengum við með fordrykknum ógeðslega góðan "rétt" 

Þetta var rjómaostur og yfir hann var búið að hella Tai sweet and sour sósu, borið fram með Dorritos nachosi.  Fáránlega einfalt og hefði ekki trúað því hvað þetta er gott.  Allir sem smakka þetta hjá mér eru non stop að fá sér.

Snilld ef ykkur vantar einfaldan og fljótlegan rétt, og fullkomið sem snakk á meðan verið er að grilla um helgina.

 Góða helgi!  Sx


Gulrótar og appelsínu súpa

Þessi súpa er ótrúlega góð...og holl.  Mjög einfalt, og súpergott.  Flott sem forréttur.

  • Ca 6 gulrætur
  • 1-2 tsk ferskt rifið engifer
  • 1 shalott laukur
  • Ólífuolía
  • 1 bolli appelsínusafi
  • Ca hálfur líter vatn
  • Grænmetiskraftur.
  • Salt og pipar

 

Bitið niður gulrætur og sjóðið í vatni með grænmetiskraftinum.  Í öðrum potti, svitið shalottlauk og engifer.  Þegar gulrætur eru soðnar bætið þeim þá við ásamt 1-2 bollum af soðinu, og einum bolla af appelsínusafanum ásamt shallot og engiferinu.  Setjið allt í blender eða matvinnsluvél, þar til allt er orðið vel maukað.  Bætið við soði í blenderinn eftir því hversu blauta þið viljið hafa súpuna.  Saltið og piprið (og kryddið með einhverjum öðrum kryddum ef þið viljið) eftir smekk. Setjið súpuna í pottin og hitið aðeins ef þess þarf.

Sx


Gallo Pinto

Mér finnst fátt betra en Gallo pinto í morgunmat, uppistaðan er hrísgrjón og svartar baunir.  Þessum rétti kynntist ég þegar ég var við nám í Costa Rica.  Ég fékk þetta á næstum hverjum degi og var komin með nett ógeð á tímabili, fyrir utan það að vera ekki vön að borða hrísgrjón í morgunmat.  Núna er þetta eitt af þvi besta sem ég fæ, og fæ mér það oftar en ekki í morgunmat.  Og svo er þetta svo gott fyrir hægðirnar.

Guatemala

 

 

 

 

 

 

 

 

Nauðsynlegt er að bera þetta fram með Tortillas (helst maís tortillas) og eggi (over easy eða sunny side up)

 

Gallo Pinto.

  • 3 dl hrísgrjón (soðin og kæld)
  • 2 dl svartar baunir (eða alla dósina)
  • 1/3 rauður eða grænn chile, eða eftir smekk
  • 1 hvítlauksrif
  • Hálfur laukur
  • 2-3 gulrætur
  • 1 rauð paprikka
  • Ferskt kóríander
  • Matarolía
  • Salt

Á pönnu svitið lauk, paprikku, hvítlauk, chile og gulrætur í olíu.  Bætið svo við hrísgrjónum og svörtum baunum.  Því næst saxið kóríander og bætið við, og saltið svo.  Látið malla saman í svotla stund, eða þar til gulræturnar eru orðnar meirar.

Ekki flókið, ef ég geri stóra uppskrift þá frysti ég það sem ekki er borðað.

 

Maís tortillas

  • 2 bollar Masa Harina (það fékkst í mexíkóskri gjafavöruverslun sem var á laugarveginum, veit ekki ef hún er til í dag)
  • 1 og 1/4 bolli vatn
  • smá salt

Hnoða vel saman og gera u.þ.b 8 kúlur og fletja út.  Ég nota tortilla pressu, en líka hægt að nota kökukefli, og setja flatta kúluna á milli plastfilmu og rúlla út þannig.  Flatt út í þunnar kökur, og bakað á þurri pönnu í ca 20-30 sek á hvorri hlið, og svo aftur á fyrstu hliðinni i aðrar 20 sek. 

Þetta video sýnir ágætlega hvernig þetta er gert   Svo er líka hægt að nota bara venjulegt hveiti, þá er þetta bara eins og í Roti uppskriftinni hér í færslunni á undan.

Svo er að steikja 1-2 egg á mann, ég hef rauðuna svoldið lina til að fá smá "sósu" fíling og VOILÁ! þá er morgunmaturinn tilbúinn. 

Borið fram með ísköldu fersku hvítvíni, Mimósu,  nú eða Bloody Mary á fögrum  laugardagsmorgni.

Sx

p.s... þetta er einn af þessum réttum sem er alltaf jafngóður eða betri við næstu upphitun...

 

 

 

 


SVONA KEBAB-ISH

Er enn þá að elda með uppskriftina af ROTI brauðinu, þetta er jú bara hveiti, vatn og salt.  Í kvöld hafði ég gríðarlega löngun í Kebab, sem ég eeeelska... hvort sem það er Kebab, Gyros, shawarma, Pita, Dürum...

Ég var að koma frá tveggja vikna siglingu um Svartahaf og Miðjarðarhaf, það var alveg geðveikt.  Fórum frá Grikklandi til Tyrklands, Rúmeníu, Búlgaríu, Úkraínu, Ísrael, Kýpur og Egyptalands.  Kebab menning allstaðar, sérstaklega í Tyrklandi og Egyptalandi, og Ísrael kom sterkt inn með brauðið og hummusinn. Hin löndin sterkt smituð af þessari menningu með kebab sem götumat.  Og ég ætla ekki að lýsa Falafel vagninum í Egyptalandi, a.m.k ekki í þessari færslu.  Sé það núna,ég geri bara sér blogg um matarmenninguna  frá siglingunni. 

Neeema hvað, og ég minni ykkur á að horfa á myndbandið með krúsídúllunni henni Manjula, þetta hér, til að sjá taktíkina við að gera almenninlegt Roti, sem blæs upp eins og falleg blaðra á 17. júní. (....já ok...er að drekka Carmen, Chile, Merlot, 2006, MJÖG GOTT, ég er komin í spar ham, og kaupi bara ódýrustu vínin í ríkinu,svona til daglegrar neyslu og þau eru yfirleitt mjöööög góð)

Í kvöld var sem sagt skellt í Roti, og dinnerinn endaði sem grænmetis útgáfa af Dürum.

Uppskriftin:

  • Roti deigið
  • Semi Raita
  • Chile olía
  • Fyllingin

ROTI: Hent í eitt Roti deig, kíkið á myndbandið sem ég linkaði á hér að ofan, þar er  fín uppskrift.

Semi Raita:  (enn í þróun)

  • 2 dl AB mjólk
  • 2-3 tsk MALDON salt (eftir smekk)
  • 1 tsk paprikkuduft
  • 1 tsk Kebab krydd frá Pottagöldrum
  • Hálft lítið rif af hvítlauk, bara svona smá, án þess að vera afgerandi
  • 2 msk matarolía (ekki EVOO)

Chile Olía:

  • 3 ferskir chile, smakkið þá áður til að vera viss að það sé smá  power í þeim
  • 2-3 dl Matarolía, t.d Isio, Canola eða Ólífuolía (en samt ekki Extra Virgin )
  • 1 tsk salt

Sett í eldfast mót og hitað í vel heitum ofni (um 240°c ) í 20-30 mín.  Þá er þetta tekið úr ofninum og leyft að kólna.   Chile-inn fjarlægður og olíunni helt í eitthvað geymsluílát. ( Það er líka hægt að hafa chile-inn í olíunni til að bæta á bragðið)

FYLLINGIN:

Auðvitað bara smekks atriði, en mér finnst þetta "must" og þetta var það sem ég notaði 

  • Iceberg
  • Tómatar
  • Rauðlaukur (rokkar)
  • Agúrka

 

Ef þið viljið meira en bara grænmeti þá er um að gera að steikja kjúkling upp úr kebab kryddinu eða einhverju sambærilegu. Næst þegar ég býð í mat þá ætla ég að nota þetta og hafa íslenskt lambakjöt sem ég mun krydda upp á tyrkneska vísu.

Og endilega ekki horfa of nákvæmt í mælieiningarnar, um að gera að slumpa bara eftir smekk og stemmningu.

Jæja, nóg í bili, heyri mig vera að tala upphátt á köflum og heyri í kærastanum inn í stofu í  sinni tölvu, líka að röfla við sjálfan sig.  Ætla að fara að heilsa upp á hann.

Sxx

 

 

 

 


Indverjinn eldar.

cuminVinur okkar frá Indlandi er staddur hér á landi í nokkra daga.  Í staðin fyrir að fara á Austur Indíafjelagið þá tókum við þá skyndiákvörðun að fara út í búð að versla og svo heim að elda.  Þetta var hans fyrsta heimsókn í íslenska matvöruverslun.  Hann var ekki búin að  ákveða hvað hann ætlaði að elda (enda ekki nema 5 mín. síðan hann vissi að hann ætti að elda)

 

Við gengum fram hjá Naan brauðunum í lofttæmdu pokunum, og hann svo aldeilis stoppaði mig í að kaupa það.  Sagði að þetta væri bara drasl, og ég ætti aldrei að kaupa þetta...  hann myndi búa til Roti.  Gott mál, heimabakað Roti auðvitað snilld, og lítið mál að skella í degið.  Ég eeeelska naan, en  Roti sem hann gerði smakkaðist jafn vel og gott naanbrauð!

Við keyptum:

  • Organic Days rauðar linsur
  • ferska tómata
  • laukur
  • rauðlaukur (rokkar)
  • Cape lífrænt ræktað chilifræ og pipar blanda
  • Cape kúmen fræ
  • Sharwood Mango Chutney

ATH.  Mikilvægt er að nota Cumin fræ, ekki cumin powder

 

DAHL úr rauðum linsum borið fram með Roti, Raita og Mango chutney.

  1. Hann byrjaði á því að sjóða rauðu linsurnar. 
  2. Þegar þær voru tilbúnar þá bætti hann útí pottinn hálfum poka af spínati.
  3. Því næst setti hann ca 2 msk af garam masala, 2 msk af paprikudufti og salt útí.
  4.  Að lokum tók hann 4 tómata og skar þá gróft og setti í pottinn, ásamt einum grófskornum lauk.
  5. Í litlum potti hitaði hann um 1 dl af matarolíu.  Við notuðum isio olíuna.  Útí hana setti hann ca 3 hvítlauksrif, chiliflögur og ca 1 msk cumin fræ.   (mælieiningar voru bara slump hjá honum)
  6. Þegar þetta var búið að malla í olíunni í kannski 3-4 min, þá setti hann þetta saman við linsubaunamallið. Þetta fékk svo að malla í kannski 10 mín í viðbót.  Þetta var svolítið eins og þykk súpa.

Á meðan þessu öllu stóð þá henti hann í Roti, sem er indverskt flatbrauð.  Það inniheldur hveiti og vatn, og smá salt.

Setjið 1 dl af hveiti og ca 1/2  af volgu vatni  og hnoðið þar til þetta er farið að líta út eins og pizzadeig.  Búið til litlar kúlur og fletjið út í þunnar kökur (svona eins og mexikóskar tortillur).  Hitið pönnu vel (ég notaði pönnukökupönnuna mína) og setjið smá matarolíu á hana.  Steikið kökurnar á hvorri hlið í ca 30 sek. á hlið.   leggið síðan spaða eða bak á skeið og þrýstið á kökuna til að fá loft inn í hana. 

Þetta myndband hér sýnir frábærlega vel hvernig þetta er gert.  Þetta er svo einfalt að við hér á heimilinu höfum ekki borðað annað brauð eftir að við fluttum heim, því okkur ofbauð verðið á brauði :P 

Hún notar í lokin Ghee, en það má bara nota venjulegt smjör. 

 

Ég bjó til Raita.

  • 2 dl AB mjólk
  • hálf agúrka, gróft skorin
  • hálfur rauðlaukur (rokkar) fínt skorinn
  • 1 tsk garam masala
  • ca 2-3 tsk Maldon salt
  • Sett í kæli í svona hálftíma.

Linsurétturinn var algjör snilld, hann notaði heilan poka af linsum, þannig að ég er búin að vera að borða þennan rétt núna 3 daga í röð, og er ekki enn komin með leið á honum.

 


ALLT UPPTALIÐ...

Þá er ég svona nokkurn vegin búin að telja upp alla þá veitingastaði sem ég hef farið á í Kaupmannahöfn.   Ef ég man eftir einhverju sniðugu sem ég hef gleymt þá bæti ég því við síðar.

Litið til baka síðustu sex mánuði, þá ætla ég ekki að fara að reikna út eyðsluna, vínglösin með hádegismatnum eða kaloríufjöldann sem ég hef innbyrgt, þetta var skemmtilegur tími og það er það sem máli skiptir. 

Nú fer ég að einbeita mér að því að setja inn uppskriftir og ef maður kíkir eitthvað út að borða eða í drykk hér á Íslandi þá kannski skrifa ég eitthvað um það.  Eins ef ég smakka góð vín þá læt ég ykkur vita.  Er einmitt að sötra á Delicato, Merlot, 2005 frá Californiu, sem er alltaf alveg hreint ágætt vín.

Næst mun ég segja ykkur frá því sem ég fékk að borða í gær, en vinur okkar frá Indlandi kom í heimsókn og eldaði fyrir okkur.  GEGGJAÐ gott!

 kv,  Soffía

 


Cristiana

 kristjania

 

Hef farið nokkrum sinnum í Kristjaníu á árinu, sem er frábær staður í góðu veðri, fátt meira nice en að sitja við vatnið og kæla sig niður með einum öl.
Það er meira í Stínu heldur en bara ræflar og dílerar. Mannlífið er jú skrautlegt, og flest allir mjög vinalegir.  Arkitektúrinn er alveg frábær, og göngutúr í kringum vatnið er möst (margir sem ganga ekki lengra en að gömlu pusher street, og vita ekki um þessa náttúruperlu sem er á bak við barinn.  Myndin hér til vinstri er tekin við vatnið.)

Ég meir að segja eyddi aðfangadagskvöldi í Kristjaníu í kringum 2001.  Þangað var boðið fátækum, heimilislausum, einmanna fólki, íbúum Stínu og  öllum öðrum sem vildu. Þar var boðið upp á naut, svín, lamb,grænmetisrétti og meðlæti, en vín varð maður að kaupa sjálfur. Svo voru Olsen bræður sjálfir að skemmta fyrir matinn.  Ógleymanleg stemmning.

Galleríið þarna er skemmtilegt, og þá skemmtilegast að labba upp til að komast þar inn, en það er með sama inngang og tónleikastaðurinn Loppen, og veggirnir ansi útkrotaði, mjög töff.  Fyrir ofan Loppen er veitingastaður sem heitir Spiseloppen, og hef ég heyrt góðar sögur um þann stað, ég hef ekki borðað þar, en ég kíkti inn og leist mjög vel á staðinn, mjög snyrtilegur, ekki láta aðkomuna að staðnum fæla ykkur frá.

Ég fékk mér að borða á grænmetisstað, sem ég man ekki hvað heitir, (bara einn grænmetisstaður þarna..) maturinn var alveg súper góður.  Ég fékk hann í take away og settist niður við vatnið góða með flösku af víni sem ég keypti hjá kaupmanninum á horninu, mjög nice.

Á sunnudögum er live Jazz á jazzbarnum, og open mic, ég notaði því tækifærið og blúsaði með húsbandinu.  Kósí staður, og fínt að fá sér rauðvín og scwepps lime og búa sér til Tinto de verano.

Alltaf notalegt að kíkja til Kristjaníu á sólríkum sumardegi, munið bara að það er ekki leyfilegt að taka myndir inn í miðbænum, en við vatnið er engin að skipta sér að því.

Skál!!
Soffía


Istegade

Var á horninu á Istegade í nokkrar vikur og kynntist því hverfinu ágætlega og eignaðist margar góðar vinkonur frá Austur Evrópu.  Hverfið er ekkert sérlega aðlaðandi að kvöldi til frá járnbrautastöðinni og að Gasværkvej.  En eftir það er alveg blómstrandi og skemmtilegt mannlíf, fullt af veitingastöðum, börum og kaffihúsum.  Þeir staðir sem ég hef fjallað um sem eru í grendinni eru t.d SPUNK, Sticks and sushi, Gulregn (á vesterbrogade) og svo er ekki langt í Flöskutorgið.

Det gule hus er nice kaffihúsastaður.  Bang og jensen er mjög vinsæll.  Malbeck er töff vínbar.

Borðaði eitt sinn á Senorita, svona tex mex staður, ekkert sérstakur, og ekki gott húsvínið. 

Það er fullt af góðum kebab stöðum á Istegade!

Þannig að... fínt að fara að fá sér að borða á Sticks and sushi, eða á Lele na hang á Vesterbrogade, fá sér gott rauðvín á Malbeck og kíkja á kaffihús við Istegade, enda kvöldið svo á Flasketorvet ef fólk er í stuði...

 

kv, Soffía


AFTER EIGHT..

Ég er ekki mikið í late night bar menningu, og fór aldrei á neina skemmtistaði. En það kom þó fyrir nokkrum sinnum að maður brá fyrir sig betri fætinum. 

 Í grennd við okkur, í hliðargötu útfrá Köbmagergade er staður sem heitir Bobi, og ég kíkti nokkrum sinnum þangað, en aðallega á daginn.  Þetta er lítill staður, og mjög flottur, innréttingar  óbreyttar síðan 1936.  Það má reyndar reykja á þessum stað. Um helgar er mikið af fólki.

Einn af okkar uppáhalds var Din Nye Ven, cool staður, og oft ferlega skemmtileg bönd að spila.

Í kjallara á Kultorvet er Hvide Lam.  (Fyrir neðan veitingastað sem heitir MR og er víst svaka flottur).  Það er geggjuð Dixie tónlist á Hvide Lam á hverju kvöldi, mjög skemmtileg stemmning.

Mojo, einn frægasti Blues staður Evrópu.  Ég gerðist svo fræg að spila þarna um daginn á munnhörpu. Kærastinn minn spilaði með mér á gítar, það var mega stuð.
Þessi staður er alltaf með live music, og oft alveg ferlega skemmtilegur blues í gangi.

Irish rover er á strikinu, fór einu sinni þangað, hafði hitt tónlistarmann kvöldið áður á Mojo, sem heyrði mig spila þar, og bað mig um að kíkja daginn eftir á Irish Rover og taka með sér eitt lag, sem ég og gerði.  Á sumrin eru borð úti, og það er nice að sitja þarna og horfa á fólkið

Guldregn.  Staður sem er opinn langt fram á nótt, staðsettur á Vesterbrogade.  Á móti hurðinni inn á staðinn er hurð inn á Dry Cleaning sjoppu, og þar er fatahengi og gaur sem tekur af þér og passar upp á yfirhafnir, maður verður víst að fara úr úlpunni ef maður ætlar að fá að fara inn á Guldregn.

Í síðustu viku datt ég inn á stað sem heitir SPUNK, hef oft labbað fram hjá enn aldrei farið inn, staðurinn er á Istegade, á horninu þar sem flestar hórur halda sig, og því tengdi ég staðinn við eitthvað subbulegt, og sérstaklega út af nafninu, hélt að þetta væri strippbúlla eða eitthvað, en svo var þetta var svaka nice bar.

Hef tekið eftur að Dalle Valle er með svaka stemmningu um helgar, svona Sólon stemmning eða eitthvað.

Ég reyki reyndar ekki, en það er helling af stöðum í CPH sem má reykja á.  SKV lögum má það ef staðurinn er undir 40 fm og er ekki með mat, þannig að flestar Bodegas eru reykbúllur.

Í hliðargötu einhversstaðar frá Bobi er staður sem heitir Moose og er voða vinsæll.

Vinkona mín mundi eftir stað þar sem sandur var á gólfum, sem hún hafði farið á fyrir10 árum og í nostalgíu kasti langaði henni aftur, þannig að við kíktum með henni. Staðurinn er í kjallara fyrir neðan veitingarstað sem heitir Pasta Basta og er bak við kirkjuna á strikinu á móti H&M.  Þar var enn sandur á gólfum og ágætis stemmning, fínt að fá sér einn sex on the beach þarna.

Í stuttu máli þá var ég að fíla Bobi, Hvide Lam, Mojo (af því að ég er blús sökkari) og Din Nye Ven.  Hinir eru alveg fínir, fer bara eftir stemmningu :)

Það er líka mjög gaman að labba Strædet, sem er gatan sem liggur samsíða strikinu, semsagt, frá Amager Torv og í átt að Ráðhústorginu.  Þar er late night kaffihúsa stemmning.

Ég mæli líka með að rúlla upp Istegade, þar er fullt af stöðum sem hægt er að detta inn á.

Svo er það Flöskutorgið, sem er í kjötbænum, þar er m.a Karriere sem er opin lengi og svo Joline,( í eigu íslendinga) en ég hef reyndar aldrei farið á Joline.

Þetta eru svona staðir sem ég man eftir í augnablikinu. Ég nenni ekki að fara inn á aok og finna linkinn, en ef þið viljið fá að vita meir um staðinn þá um að gera að fara í leitina á aok og slá inn nöfnin á stöðunum.

Kv, Soffía


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband