Færsluflokkur: Lífstíll
8.6.2008 | 13:58
HAMBORGARAR
Fátt betra en góður borgari í hádeginu um helgar :P
Flest öll kaffihúsin í Kaupmannahöfn eru með borgara en þeir eru misgóðir, hakkið oft nærri því að vera kjötfars, og brauðin samlokubrauð, ágætis brauð yfirleitt, og perfect í samlokur, en ef ég fæ mér hamborgara þá vil ég hamborgarabrauð með sesamfræum :)
Besti borgarinn sem ég hef fengið var á Hereford í Tívolíinu. Ég var ein að væflast eitt hádegið, og orðin glor, þannig að án þess að flækja málið fór ég á Herford. Medium rare, og sósan og grænmetis sullið svakalega gott.
Næstbestu borgararnir eru á stað sem heitir Halifax. Get alveg stórlega mælt með þeim stað.
Ég varð fyrir vonbrigðum með borgarann á Jensens böfhus. Það var svona farsfílingur.
Hamborgarinn á Zirup var fínn.
Ég fór á Karriere um daginn, það var steikjandi hiti, og við vorum að væflast ásamt vini okkar sem hafði aldrei farið inn á Flöskutorgið, þannig að okkur langaði að sýna honum það. Við vorum eiginlega á leiðinni á Hereford í borgara þar, en svo sáum við gaur að grilla borgara fyrir utan Karriere, þannig að við ákváðum að prófa eitthvað nýtt. Það var lítið varið í borgarann, hann var bara svona ágætur. En alltaf gaman að prófa nýja staði.
Kv, Soffía
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 12:30
Sushi og tai
Hér eru asískir staðir sem ég hef heimsótt í Köben.
Sushi Treat. Lítill sætur sushi staður á Sønder Boulevard. Ég var mjög ánægð með matinn og hvítvínið(húsvínið).
Wagamama. Einn af uppáhalds stöðunum mínum. Wagamama er tælenskur staður staðsettur við Tívolíið, og inngangur bæði þaðan og frá götunni. Innréttingarnar eru hráar en virka vel. Matarskammtar eru vel út látnir, og mjög góðir. Ég mæli með nr 41,44 og 49. Hvítvínið Stravento bianco er mjög fínt og á góður verði, flaskan 149 kr. Ég hef alltaf fengið topp þjónustu á Wagamama. Matseðilinn má finna á netinu, bæði á dönsku og ensku.
Lê Lê nhà hàng. Mjög vinsæll staður. Það er ekki tekið við borða pöntunum, þannig að um helgar er oft löng bið eftir borði. Ég mæli með kræklingnum.
Sticks and Sushi. Ég fór á staðinn við Nanensgade, mjög gott sushi, einnig er Sticks and sushi á Istegade sem er mjög vinsæll.
Indian Sticks & Letz Sushi. Fínn staður, ekki langt frá Amager Torv. Það er svona take away feelingur, en samt eru nokkur borð til að sitja við inni. Sushi-ið var ágætt, en mér fannst indverski maturinn mjög góður.
Ricemarket. Hef gert tvær færslur um þennan stað, sem lesa má hér fyrir neðan.
Svo hef ég heyrt að Wokshop sé spennandi.
kv, Soffía
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.6.2008 | 11:59
Vín og Matur
Ég er með á gestablogg á vinogmatur.is, þar sem ég tala um uppáhalds staðina mína í köben. Hér er linkur á bloggið.
Maðurinn minn varð 35 ára og hann mátti fara hvert sem hann vildi í afmælisdinner (hann bauð mér á Era Ora) Hann vildi fara á Salon, lítið sætt kaffihús/bar, sem er með geggjaðar samlokur. Sýnir það að það þarf ekki alltaf að fara á þá dýrastu eða fansý staði við sérstök tækifæri. Þið getið lesið nánar um þessa tvo staði í gestablogginu.
Lífstíll | Breytt 14.9.2008 kl. 15:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
9.5.2008 | 08:59
Kaffihús í Köben
Nóg af þeim. Hér eru þau sem ég hef kíkt á.
Zirup Vinsælt Kaffihús í Strædene. Mér finnst maturinn þarna mjög fínn. Ágætis borgarar, og indverska salatið fínt. Oft þéttsétinn staður, sérstaklega á sumrin í sólinni, en þá er nice að sitja úti.
Paludan Bogcafe Þetta er mjög nice kaffihús og bókabúð. Mjög gott Irish coffie. Rauðvínið og hvítvínið fínt, og mjög gott að kaupa eina flösku af scwepps lime og setja út í rauðvínið á heitum dögum, og þá komin með fínasta Tinto de Verano. Þessi staður er bara opin til sirka 18.00
Roberts Coffee Mjög vinsælt kaffihús, kósí innréttað í kjallaranum, mjög gott kaffi.
Við Halmtorvet eru nokkur kaffihús, öll svona frekar svipuð, í frönskum kaffihúsa stíl. Apropos ágætt, fínn tapas bakkinn og fínn brunch bakki. Við hliðina á því er svo Carlton og það er líka ágætt, góður brunch bakkinn, og mjög gott brauð. Stundum svoldið slök þjónusta.
Dalle Valle Kaffihús á horninu þar sem við búum, mjög vinsæll staður. Ágætis vín, og mjög fínn matur. Svaka trendí innréttaður. Þjónustan er svona upp og ofan. Fólk hefur bæði jákvæðar og neikvæðar skoðanir á þessum stað. Mér finnst ágætt að kíkja þarna í einn drykk af og til. Opin samloka með lax, capers og rauðlauk smakkaðist vel, og mossarella salatið var fínt. Þetta var stór skammtur og ég gat ekki klárað svo ég spurði þjóninn (smástelpa) hvort ég gæti fengið restina í doggy bag, og hún horfði á mig eins og ég væri fáviti, og sagði svo, nei það er ekki hægt.... o well :P
Bankorat Þetta er mjög kúl staður, spes skreytingar, eiginlega þess virði að kíkja. Fékk mér salat með mossarella og serrano, það var mjög fínt. Mjög vinsæll staður, og yfirleitt mikið að gera.
cafe Illum Ágætis kaffihús í þessu stóra vöruhúsi, svona ef maður er þarna hvort eð er, og nennir ekki lengra. Annars er kampavíns lounge á einhverri hæðinni.
Salon Kósí kaffihús fyrir unga fólkið, og bestu samlokur bæjarins
Cafe Katz Frekar nice staður, svona Sólon style. Ágætis matur, vel útlátið. Á hinu horninu er annar staður með sama nafn, sem er vínbar, hálfgert útibú frá hinum staðnum, en þar má víst reykja.
Stella Staður í Stræded. Ágætis staður, fékk mér tortilla með spinat og kjúkling og það smakkaðists mjög vel.
Cafe Ciao. (Hægra megin við Zirup)
Fékk mér kókóssúpu sem var dúndurgóð.
Cafe Kys Hef nú bara kíkt þarna í einn drykk, sat úti, eflaust ágætis staður.
Barbar bar Staður á Vesterbrogade, mjög sætur, rólegur staður. Fínn matur.
Laundromat Staðurinn hans Frikka, fínn staður, get mælt með kúbu samlokunni.
Cafe Sommersko Hef kíkt þarna í einn drykk, virðist vera rótgróinn staður, og frekar vinsæll.
Cafe Klimt Hef bara kíkt þarna í drykki, en virðist vera svaka nice til að grabba eitthvað að borða.
Cafe Björg Ágætis staður, a.mk til að fá sér einn drykk. Hef ekki prófað að borða þarna.
Wanna B Enn einn staðurinn í Stræded, hef komið þarna nokkrum sinnum í rauðvín, sem eru yfirleitt góð. Virðist vera með ágætan kaffihúsa matseðil, en hef ekki borðað þarna.
kveðja, Soffía
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 12:23
Hrísgrjónamarkaðurinn
Ég skellti mér aftur á Ricemarket í gær. Það var steikjandi hiti, og við kældum okkur á flösku af þýskum Riesling, sem var mjög góð. Ég fékk mér kókóssúpu, sem smakkaðist virkilega vel, og maðurinn minn fékk sér tapas bakkan, sem er algjör snilld.
Þjónustustúlkan mundi eftir okkur frá því fyrr í vikunni, og tók vel á móti okkur. Það er verið að leggja lokahönd á að innrétta staðinn að innan, og það á víst að opna á morgun, en þar til hefur bara verið hægt að sitja úti.
Staðurinn lítur mjög vel út. Það eru hefðbundin borð, en einnig einhversskonar rúm með koddum, sem hægt verður að sitja í, veit ekki alveg hvernig það virkar, en er spennandi.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 12:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
8.5.2008 | 10:38
Tapas sprengja í Köben!
Það liggur við að finna megi tapas bari í hverri einustu götu Kaupmannahafnar. Ég er mikill aðdáandi tapas, og hef því heimsótt nokkra þeirra.
Villa Vino er ítalskur tapasbar. Vínseðill er fínn, og margar tegundir seldar "by glass". Osta og skinku bakkinn smakkast vel. Þeir bjóða einnig upp á grillaða baguette, sem ég hef reyndar ekki prófað, en lítur vel út.
Il Senso er einn af mínum uppáhalds tapasstöðum. Þessi staður er ítalskur, og er með gott úrval af Diavola vínum, sem mér finnst frábærlega góð. ég mæli með Bianco Toscano Dievolino 2005, Dievole. Mjög gott hvítvín. Rosso Veronese Il Groto 2005, Aldegheri er virkilega gott rauðvín, það fæst líka sem Valpolicella Classico, en er helmingi dýrara. Fyrir utan tapas rétti þá eru þeir með matseðil, sem er breytilegur frá degi til dags.
El tapeo. Þetta er spænskur tapas staður. Hann er ágætur. En ég ætla aldrei þarna aftur.
Málið er, ég hef farið nokkrum sinnum og pantað stóran menu, sem er einn kaldur bakki af tapas, einn heitur bakki, og ostar í eftirrétt.
Ég og maðurinn minn látum okkur nægja einn menu fyrir okkur tvö, enda er það meir en nóg, og meira að segja ef við erum fjögur saman, þá nægir einn menu. Um daginn vorum við sex sem fórum þarna, og því keyptum við tvo skammta.
Við báðum um að þetta kæmi allt í einu, báðir skammtarnir. En þetta var nákvæmlega jafn mikið magn af mat og þegar við kaupum einn menu. Þetta var frekar seint um kvöld og allir búnir að snæða smá áður,þannig að engin var glorsoltin, og því allir saddir á því sem var borið fram. Svo kom reikningurinn og þar var rukkað fyrir tvo menu, en við sögðum honum að þetta var bara jafn mikið og einn, en þjónninn neitaði því.
Við höfum komið þarna nokkrum sinnum og vitum betur, en nenntum ekki að rífast við hann. Svo eru þeir líka alltaf að reyna að pranga meiri mat á fólk en það þarf. En við komum ekki þarna aftur.
Bibendum
Þetta er uppáhalds tapas barinn minn, góð vín og mjög góður tapasbakki. Staðurinn er mjög kósí, og ágætis þjónusta.
El meson. Þetta er víst elsti tapas staðurinn, en hann er ekki að gera sig. Maturinn er alveg metnaðarlaus, þar má t.d nefna hvítann aspas, sem kemur á disk beint úr dósinni, og ekkert meir!
Rétt hjá Istegade er gata með nokkrum tapas stöðum, við kíktum á einn sem leit vel út útlitslega séð. Ég man ekki hað staðurinn heitir en held hann sé í Abel Cathrines Gade, labbað upp 2-3 tröppur (eiginlega við hliðina á, vinstra megin, er annar tapas bar) Maturinn var ágætur, en það var samt hálf undarleg stemmning, þjóninn hálf undarlegur. Hann t.d missti rauðvínsflöskuna okkar svo það helltist úr henni á borðið okkar, og skvettist smá á mig. Hann baðst afsökunar, en lét okkur ekki fá nýja flösku,eða gerði neitt til að bæta fyrir það sem fór úr flöskunni. Komum ekki aftur.
Tapasbaren. Ég fór á þennan stað í góðra vina hóp. Félagsskapurinn var alveg frábær, vínin góð og maturinn fínn.
Í Bakken skemmtigarðinum er tapas staður sem ég man ekki hvað heitir, fór þangað í vínglas og nokkur tapas, sem smakkaðist bara vel. Mjög kósí staður ef maður vill komast úr skarkalanum í smá stund.
Salut! Soffía
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
6.5.2008 | 09:18
Veitingastaðir við Grábræðratorg
Grábræðratorg er mjög fallegt torg hér rétt hjá Strikinu, og mjög nice að sitja þar á
sólríkum sumardögum. Þar eru nokkrir veitingastaðir. Ég ætla að fjalla um þá sem ég hef heimsótt.
Skildpadden
Mjög skemmtilegur samlokustaður, þar sem maður "hannar" sína eigin samloku. Maður fær brauð, ost og skinku, og svo hleður maður sjálfur á samlokuna af salatbar áleggi og sósum. Mjög skemmtilegur staður, kósí og fínar samlokur. Hvítvín hússins alveg hreint ágætt.
Hamborgara og ommelettustaður. Ágætis borgarar, kjúklingaborgarinn með avacado var fínn.
Það sem er skemmtilegt við þennan stað er að hann er innréttaður eins og gamall sporvagn. Annað skemmtilegt við staðinn er Lamumba, heitt kakó með koníaki. Ótrúlega góður drykkur, og ég mæli með að fá hann í "to go" máli, og rölta um miðbæinn.
Huks Fluks
Þessi staður er með fullt af borðum úti á sumrin. Hvítvín hússins er ágætt. Ég fékk mér smárétt þarna, sem var serrano skinka með mossarella, fínn réttur, en ekki sérlega ódýr. Fínn staður til að sleikja sólina og kæla sig niður með hvítvíni.
Ágætis steikur, ég var mjög ánægð með steikina mína (Oksemørbrad). Svo er all you can eat ribs, þau eru svona ágæt, hef smakkað þau betri, en alls ekkert slæm. Verðið á þessum stað er mjög gott. (Value for money staður)
Los Tilos, Sauvignon Blanc frá Chile (159 dkr) smakkaðist bara vel, og einnig Los Tilos, Cabernet Sauvignon.
Ég sá að á vínseðlinum var Angove's Butterfly Ridge Shiraz / Cabernet frá Ástralíu á 169 dkr. Ég hef smakkað það á öðrum stað, og það var mjög gott.
Svo mæli ég með að þið kíkjið á aok.dk síðuna, þar er fólk að tjá sig um þessa staði, ef þið viljið fá álit frá fleirum.
Hér er svo listi yfir fleiri staði sem eru þarna.
Hej hej,
Soffia
____________
http://www.soffia.net/
Lífstíll | Breytt 12.6.2008 kl. 18:12 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.5.2008 | 11:28
PIZZA PIZZA
Það eru þó nokkrir pizzastaðir hér í Köben. Ég er fyrir þunnbotna ítalskar pizzur, og lang LANG besti staðurinn heitir Il Peccio og er með eldbakaðar pizzur. Þetta er mjög flottur ítalskur staður, og af því að mér finnst pizzurnar svo geggjaðar þá hef ég ekki prófað neitt annað af matseðlinum.
Áður en ég uppgötvaði þennan stað þá hef ég farið á nokkra ítalska, en mér fannst engin þeirra neitt sérstakur, get búið til betri pizzur heima hjá mér. ( En ég er reyndar áhugamaður um pizzur og fór t.d í viku ferð til Napolí, bara til að borða pizzur, og reyna að finna hina fullkomnu pizzu)
Hér er upptalning á ítölskum pizzastöðum sem ég hef prófað.
Langbestu pizzurnar.
Flott umhverfi.
Góð þjónusta, oft þéttsetinn um helgar og því gott að panta borð.
Flestir þjónarnir tala spænsku, ítölsku, ensku og dönsku.
Pizzurnar eru stórar, ég og maðurinn minn deilum alltaf einni pizzu.
Verð er um 110 dkr fyrir pizzu.
Vín hússins er fínt, bæði rautt og hvítt. ( Mér finnst hvíta aðeins betra )
Þetta er ágætur staður. Yfirleitt þéttsetin og frekar þurr þjónusta.
Fór með vini okkar og honum fannst þetta fínar pizzur.
Ágætis staður í Fredriksberg. Kósí og fín þjónusta, ágætis pizzur.
Ristorante Italiano
Þetta er mjög mikill túristastaður, pizzurnar eru ekki sérstakar, fjöldaframleiddar, eiginlega
með smá frosnu pakka bragði. En staðsetningin á sumrin er góð, því það eru fullt af borðum úti.
Ég myndi hugsanlega fara þarna ef mig langaði að setjast niður úti í sól og sumri, og nennti ekki að leita lengra. En þá bara fá mér salat. Rauðvín hússins var bara ágætt. Þjónustan er líka ágæt, þeir eru með einhvern lista inn í eldhúsi með löndum og borgum og rassgat í bala orðaforða á öllum tungumálum, svo spurja þeir þig hvaðað þú ert og þegar þeir koma svo með matinn þá slá þeir um sig með íslenskum rassa setningum.
Restaurant Navona
Þessi staður er á Skindergade 42, og er alveg glataður. Held þeir séu nú ekki með pizzur.
EN! Það er eins og þeir viti hvað þeir séu ömurlegir, og séu að fara á hausinn og gæti ekki verið meira sama. Alveg metnaðarlaus, og vínið (Frascati) sem við fengum fæst í Netto á 30 dkr, og er ekki gott vín.
GLATAÐUR STAÐUR, fer ekki aftur þangað.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
5.5.2008 | 09:16
Skál fyrir kokkinum
Nú er ég búin að búa hér í Kaupmannahöfn í nokkurn tíma. Það er búið að vera mikill gestagangur og því hef ég farið ansi oft út að borða og út í drykki. Ég ætla því að deila með ykkur þekkingu minni á veitingarstöðum, pöbbum og kaffihúsum hér í Köben.
Ég er ekki alveg búin að finna út hvernig best verður að blogga um þetta, finn út úr því með tímanum.
Ég mun hafa link um staðina frá aok.dk sem er mjög góð síða.
Ef þið hafið einhverjar spurning, hugmyndir eða reynslu af stöðunum endilega látið í ykkur heyra.
Ég ætla að byrja á að segja ykkur frá staðnum sem ég fór á í dag, The de mente
Ég get algjörlega mælt með honum. Maturinn var mjög góður, og á fínu verði. Fékk mér chili kjúkling með tilheyrandi meðlæti (sem fylgir öllum réttum) Meðlætið var heil hrísgrjón, hummus, salat, jógúrt sósa, rauðrófur, bakaðar gulrætur og belgbaunir.
Með þessu drakk ég svaka gott myntu te.
Ég er nýbyrjuð að meta rauðrófur, hér voru þær mjög góðar, mæli með að þeir sem eru ekki fyrir rauðrófur að prófa þær.
Staðurinn er kósí og skemmtilega innréttaður í Marokkóskum stíl. Hann er staðsettur ekki langt frá Strikinu. (sjá kort á aok síðunni)
Næst myndi ég hæglega deila einum svona disk með manninum mínum, þetta er svo vel útlátið. Þessi staður bíður upp á take away, upplagt að taka með sér einn skamt, ná í flösku af köldu hvítvíni í Irma og kíkja í Rosenborg garðinn á heitum sumardegi.
SAMANTEKT:
marokkósk te-salon
Mjög góður matur
Hollur
Gott verð $$
Ég kem aftur!
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)