Tapas sprengja í Köben!

Það liggur við að finna megi tapas bari í hverri einustu götu Kaupmannahafnar.  Ég er mikill aðdáandi tapas, og hef því heimsótt nokkra þeirra. 



Villa Vino er ítalskur tapasbar.  Vínseðill er fínn, og margar tegundir seldar "by glass". Osta og skinku bakkinn smakkast vel.  Þeir bjóða einnig upp á grillaða baguette, sem ég hef reyndar ekki prófað, en lítur vel út.


Il Senso er einn af mínum uppáhalds tapasstöðum.  Þessi staður er ítalskur, og er með gott úrval af Diavola vínum, sem mér finnst frábærlega góð.  ég mæli með Bianco Toscano ”Dievolino” 2005, Dievole.  Mjög gott  hvítvín.  Rosso Veronese ”Il Groto” 2005, Aldegheri er virkilega gott rauðvín, það fæst líka sem Valpolicella Classico, en er helmingi dýrara.  Fyrir utan tapas rétti þá eru þeir með matseðil, sem er breytilegur frá degi til dags.


El tapeo.  Þetta er spænskur tapas staður.  Hann er ágætur. En ég ætla aldrei þarna aftur.
Málið er, ég hef farið nokkrum sinnum og pantað stóran menu, sem er einn kaldur bakki af tapas, einn heitur bakki, og ostar í eftirrétt.


Ég og maðurinn minn látum okkur nægja einn menu fyrir okkur tvö, enda er það meir en nóg, og meira að segja ef við erum fjögur saman, þá nægir einn menu.  Um daginn vorum við sex sem fórum þarna, og því keyptum við tvo skammta. 

Við báðum um að þetta kæmi allt í einu, báðir skammtarnir. En þetta var nákvæmlega jafn mikið magn af mat og þegar við kaupum einn menu.  Þetta var frekar seint um kvöld og allir búnir að snæða smá áður,þannig að engin var glorsoltin, og því allir saddir á því sem var borið fram. Svo kom reikningurinn og þar var rukkað fyrir tvo menu, en við sögðum honum að þetta var bara jafn mikið og einn, en þjónninn neitaði því. 

Við höfum komið þarna nokkrum sinnum og vitum betur, en nenntum ekki að rífast við hann.  Svo eru þeir líka alltaf að reyna að pranga meiri mat á fólk en það þarf.   En við komum ekki þarna aftur.


Bibendum
Þetta er uppáhalds tapas barinn minn, góð vín og mjög góður tapasbakki.  Staðurinn er mjög kósí, og ágætis þjónusta.

El meson.  Þetta er víst elsti tapas staðurinn, en hann er ekki að gera sig. Maturinn er alveg metnaðarlaus, þar má t.d nefna hvítann aspas, sem kemur á disk beint úr dósinni, og ekkert meir! 


Rétt hjá Istegade er gata með nokkrum tapas stöðum, við kíktum á einn sem leit vel út útlitslega séð. Ég man ekki hað staðurinn heitir en held hann sé í Abel Cathrines Gade, labbað upp 2-3 tröppur (eiginlega við hliðina á, vinstra megin,  er annar tapas bar) Maturinn var ágætur, en það var samt hálf undarleg stemmning, þjóninn hálf undarlegur.  Hann t.d missti rauðvínsflöskuna okkar svo það helltist úr henni á borðið okkar, og skvettist smá á mig.  Hann baðst afsökunar, en lét okkur ekki fá nýja flösku,eða gerði neitt til að bæta fyrir það sem fór úr flöskunni.  Komum ekki aftur.



Tapasbaren.  Ég fór á þennan stað í góðra vina hóp. Félagsskapurinn var alveg frábær, vínin góð og maturinn fínn.

Í Bakken skemmtigarðinum er tapas staður sem ég man ekki hvað heitir, fór þangað í vínglas og nokkur tapas, sem smakkaðist bara vel.  Mjög kósí staður ef maður vill komast úr skarkalanum í smá stund.

 Salut!  Soffía

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband