Færsluflokkur: Lífstíll
19.9.2008 | 12:02
FOODWAVES
Eina Airwaves helgina þá bjuggum ég og kærastinn minn til nokkuð sem við köllum Foodwaves.
Nema hvað, við fórum í búðina á föstudegi eftir vinnu, og keyptum hitt og þetta, án þess að pæla mikið í hvað við keyptum, bara allskonar spennandi hráefni. Svo skiptumst við á að elda, en hver réttur átti bara að vera í formi smáréttar. Við keyptum svo mikinn mat að úr varð að við skiptumst á að elda frá föstudegi - sunnudags. Nóg til að mat og víni, þannig að við fórum ekkert út alla helgina.
Foodwaves conseptið er semsagt: Allir koma með eitthvað girnilegt hráefni, og setja allt í púkk, svo skiptist fólk á að elda eitthvað, (munið að hafa skammtana smáa, og elda fleiri rétti ) og það mega allir nota hvaða hráefni sem er, þannig að þegar kemur að þér þá er hugsanlega búið að elda úr því sem þú keyptir, ekkert hægt að liggja á neinu. Svo er bara skipts á að elda þar til allir eru orðnir saddir.
Presentation er mikilvæg, og svo er gefin einkunn, í formi m-a. Mest hægt að gefa 5 m (mmmmm).
Einnig verður að gefa hverjum rétti skemmtilegt nafn.
Ég mæli með að skrifa niður réttina, og jafnvel uppskriftina ef eitthvað er það gott.
Verkamannaútgáfan af Foodwaves er svo að elda má bara úr því sem er til á heimilinu :)
Þetta er mjög skemmtilegt, og fullt af nýjum hugmyndum sem kvikna. Hér kemur ein uppskrift sem við elduðum á fyrsta Foodwaves-inu okkar.
Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk, fyrir 4)
- Mango Curry Hot Spot sósa
- 1 Kjúlingabringa
- 20 stk litlir hörpudiskar
Kjúklingurinn skorin í litla bita, á stærð við hörpudiskinn og hörpudiskar marineraðir upp úr Hot Spot sósunni. (bara í 5 mín ef ekki er tími í meira, annars helst amk 2 klst).
Svo er þetta eldað á grillpönnu eða venjulegri, passa að elda hörpudiskinn ekki of mikið.
Þetta er borið fram með soðnu spínati og avacado mauki.
Avacado mauk
- 1 avacado
- Salt
- Kóríander
- Smá Lime
Allt maukað saman með gafli, gott að hafa avacadóinn svolítið chunky. Soðið spínat bætt við og sett í skál. Kjúklingabitar og Hörpudiskur lagt ofan á.
Borið fram með súrdeigsbrauði sem er skorið í þunnar sneiðar, borið á það avacado olía, og grillað í panini grilli.
Með þessu var drukkið La Joya Reserve, 2005, Merlot, Chile
Myndin að neðan er rétturinn eins og ég bar hann fram.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
18.9.2008 | 11:36
Manchego ostur
Í Köben uppgötvaði ég ostinn Manchego. Og snilldin er að dreypa yfir hann fljótandi hunangi eða sýrópi, svona smá slettu, og bera fram með nokkrum ristuðum valhnetukjörnum.
- Manchego ostur
- Fljótandi hunang, eða sýróp
- Ristaðir valhnetukjarnar
Þessi ostur fer sérlega vel með medium bodied bjór.
Salat með Manchego og hunangsdressingu.
- Gott salat, t.d endive og red leaf salat
- 2-3 epli
- 300-500 g Manchego ostur
- 3/4 bolli af Marcona möndlur, eða e-jar góðar möndlur eða hnetur
Hunangsdressing
- 2 msk hunang
- Safi úr einni sítrónu
- Salt and pipar, eftir smekk
- 1 msk vatn
- 3 msk ólífu olía
Setjið allt nema ólífuolíu í skál, hrærið vel saman, og bætið svo ólífuolíunni við smám saman á meðan þið hrærið.
Skerið eplin og ostinn í ca 1-2 cm teninga. Í skál, blandið saman eplunum, hnetunum og ostinum við dressinguna, blandið svo salatinu við.
Strikið, Kaupmannahöfn, 2008
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 11:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
17.9.2008 | 09:43
Focaccia samloka með nautahakki
Fyrir margt löngu fékkst á Aktu taktu samlokur sem kölluðust Jeppar, Fólksbílar og Sportbílar, það sem kemst næst Jeppanum í dag eru svokallaðar Kjötlokur. Eftir að þetta hætti að fást, fyrir svona 10 árum, þá hef ég verið að þróa mína eigin kjötloku.
Trixið við þessa, er að nota focaccia brauð, skera það þvert (kljúfa það) og snúa því úthverft og setja fyllinguna á milli, þannig að skurðurinn snýr út. Svo er þetta sett á panini grillið.
Um að gera að prófa allskonar focaccia, t.d með ólífum. Í Kanada fékk ég focaccia brauð með Jalapenos, sem var snilld!
Fylling: Nautahakksblanda, Sinnepssósa og Mossarella ostur.
Nautahakksblanda
- 400 g nautahakk
- 5-10 sveppir
- Hálfur laukur
- hvítlaukur
- smá ferskur chile
- Salt, pipar, smá oregano.
Allt steikt á pönnu.
Sinnepssósa
- Mjones eða sýrður rjómi
- Sinnep
- Smá Dijon sinnep
- Fljótandi hunang
- Salt
Nautahakksblanda, Sinnepssósa og Mossarella ost (eða annar góður mildur ostur) sett á aðra focaccia sneiðina og svo samlokuni lokað og grillað í panini grilli.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 09:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
16.9.2008 | 09:42
Hvítlauks-salatdressing
Brilliant salat dressing, og mjög fljótleg, og er góð með flestu salati. Sérstaklega salati með m.a avacado, kjúkling og cammebert osti skorinn í "sneiðar" og hitaður á pönnu, svo hann verður svona hálf bráðnaður.
- Sýrður rjómi ( kannski 1-2 dl)
- Hvítlaukur, 2-3 rif eða eftir smekk
- U.þ.b hálfur dl fljótandi hunang
- Salt og Pipar
Hvítlaukurinn pressaður útí. Öllu hrært saman. Ég reyndar slumpa á mælieiningar, betra að smakka þetta til. Þetta er ekki ósvipað og sinnepssósan hér að neðan, nema bara meira hunang (og ekkert sinnep.)
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 16:42
LAHMACUN
Lahmacun, er eitt af mínu uppáhaldi! GEÐSJÚKT gott!
- Pizzadeig:
- 350 g hveiti
- 1 tsk salt
- 2 msk ger
- 250 ml volgt vatn
- 2 msk ólífuolía
(eða hvaða pizzadeig sem er...)
Mikilvægt er að rúlla deigið út mjög þunnt!
Hitið ofninn á hæsta.
- 600 g lambahakk
- 1 laukur
- Hálf rauð paprika, hálf græn
- 1 hvítlauksrif
- Smá fersk steinselja
- Smá rauður chile ( fer eftir hvað hann er sterkur)
- 2 tsk salt og slatti svartur pipar
Saxið lauk og paprikur gróft og setjið í matvinnsluvél, þar til það er vel hakkað, en samt ekki orðið að mauki. Sigtið burt vökva, blandið við lambahakkið ásamt hvítlauk, saxaðri steinselju, chile pipar og kryddi. Mixið saman með höndum þar til þetta er orðið að hálfgerðu mauki.
Skiptið blöndunni í 12 jafna portsjónir.Skiptið pizzadeiginu í 12 skammta, og fletjið þunnt út, setjið
lambahakksblönduna á deigið og passið að hún nái vel út í alla kanta. Bakið í 8 -10 mín í mjög heitum ofni.
Oft er þetta borið fram með extra saxaðri steinselju og sítrónusafi kreistur yfir, svo er þessu rúllað upp og borðað.
Það er líka hægt að nota nautahakk í stað lambahakks. Einnig er gott að setja smá mintu með kjötblöndunni. Hakkið má líka steikja á pönnu áður en það fer á pizzadeigið og inn í ofninn, ef ykkur líst ekkert á hrátt hakkið.
Svo er um að gera að þróa sig áfram, sumir setja saxaða tómata, og jafnvel smá tómat paste út í hakkið, og svo má setja ristaðar furuhnetur, og ýmis krydd, s.s cummin, cinnamon eða allspice.
Mér finnst líka gott að fínsaxa rauðlauk (RAUÐLAUKUR ROKKAR) og dreifa ofan á.
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 18:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 13:34
Hádegismaturinn
Þetta eldaði ég mér í hádeginu.
Crêpes
- 1 pakki Vilkó pönnukökuduft.
- Soðin hrísgrjón
- 1 rauð paprika
- Púrrulaukur
- Skinka, skorin á ræmur eða teninga
- Ostur
- Sinnepssósa
- Oregano
- Basil
- Paprikuduft
Pönnukökur bakaðar. Hrísgrjón soðin, skinka, paprika og púrra skorið niður, svona frekar fínt. Ostur skorinn í sneiðar.
Ég byrja yfirleitt á að baka úr öllu pönnukökudeiginu, og baka aðeins minna aðra hliðina en venjulega. Svo tek ég eina bakaða pönnuköku, legg hana á pönnuna með hliðina sem er minna bökuð niður.
Set ostinn fyrst, svo skinku og sinnepssósu yfir alla kökuna og loks hrísgrjón, papriku og púrru. Kryddað með oregano og basil, og kannski smá salti.
Þá loka ég henni til helminga, og hita hana á báðum helmingum í smá stund. Sett á disk og smá paprikudufti stráð ofan á.
Sinnepssósa
- smá majónes og slatti sýrður rjómi
- Sætt sinnep
- Dijon sinnep
- Fljótandi hunang
- Salt
Slumpa á þetta þar til að ég er sátt við bragðið. ( Svo má bæta við hálfu hvítlauksrifi)
Hér er svo uppskrift af Crêpes sem ég nota oft.
- 1 bolli hveiti
- 2 egg
- 1/2 bolli mjólk
- 1/2 bolli vatn
- 1/4 teskeið salt
- 2 matskeiðar bráðið smjör
Lífstíll | Breytt s.d. kl. 13:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.9.2008 | 09:33
Rrrrr
Ég "sleikti frelsisbjölluna" um daginn, þ.e labbaði upp í Hvalfjörð með einni sem ég þekki, lögðum af stað frá Vesturbænum kl 10 um morgun, og vorum komnar rétt fyrir miðnætti. Mæli þó með þessu í Júní, þegar það er bjart alla nóttina, því það var orðið allt of dimmt í restina, og engir almennilegir göngustígar. En talandi um Hvalfjörð....
Nú er kominn mánuður með r-i, og því óhætt að fara út að tína kræklinga. Þar sem ég er að byggja í Hvalfirðinum þá fer ég alltaf þangað að tína. (Myndin hér fyrir neðan er tekin í Hvalfirðinum)
Hér er góð síða til að sjá hvenær er flóð og fjara.
http://easytide.com
Hér eru tvær snilldar kræklingauppskriftir. Og alveg must að vera með gott brauð með, sérstaklega rjóma-sinnepsuppskriftinni.
Sinneps kræklingur
- 1/2 L rjómi
- 2-3 dl gott hvítvín
- 1 shallott laukur
- 1 hvítlauksrif
- 100- 150 g smjör
- 3-4 msk Dijon sinnep, eða eftir smekk.
Shallottlaukur og hvítlaukur létt steikt á pönnu í smjörinu ásamt kræklingi. Hvítvíni, rjóma, smjöri og sinnepi bætt við. Saltað og piprað eftir smekk.
Taí kræklingur
- Ein dós kókósmjólk
- Nokkrar msk rautt eða grænt karrý paste (eftir smekk)
- 1 Rauður Chile
- Hvítlaukur(2-3 rif)
- 1 Rauð paprika
- 1 Rauðlaukur
- Hálft Zukkini
- Engifer
- Kóríander
- Salt og pipar
- Íslenskt smjör
Paprika, rauðlaukur og zukkini skorið fremur smátt,steikt á pönnu upp úr smjöri ásamt fínt skornum rauðum chile, hvítlauk, engifer og krækling. Því næst karrý paste og kókósmjólkin. Að lokum salt og pipar og ferskt kóríander.
Munið svo að borða ekki þann krækling sem ekki opnast við suðuna.
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.9.2008 | 13:08
Gúffað
Ég er í snilldar matarklúbb sem kallast guf. (Með litlu g og lesist GÚFF) Fjórir
meðlimir, algjört gourmet pakk. Við hittumst í gærkvöldi þar sem
okkur var boðið upp á fylltar kjúklingabringur og humar, borið
fram m.a með klettasalatspestókartöflusalati.
Sú uppskrift var í Fréttablaðinu í gær, og er fáránlega góð.
Hér kemur hún:
- 400 g soðnar og stappaðar kartöflur
- 100 g möndluhakk
- 100 g graskersfræ
- 1 poki klettasalat
- 1 hnefi basilíkum
- 2 dl græn ólífuolía
- hvítlaukur, salt og pipar.
Allt nema kartöflur í matvinnsluvél og svo kartöflum hrært við.
Humarinn var steiktur upp úr hvítlaukssmjöri, í skeljunum, svo
var humar fjarlægður og smá rjóma bætt við á pönnuna svo úr varð
mjööög góða sósa!
Síðar um kvöldið var svo drukkin verkamannaútgáfa af Paralyzer
við misgóðar undirtektir, Vodka og kókómjólk.
Takk fyrir okkur !
Sx
Lífstíll | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
26.8.2008 | 14:59
Humar og Avacado - match made in heaven
Þessi er bara snilld! (Uppskrift miðað við 4)
Slatti af Humarhölum, skelhreinsuðum (einnig hægt að nota tígrisrækjur)
2 Avacado
Hvítlaukur, kannski 2 rif
1 rauðlaukur
Hálfur Chile (fer eftir styrkleika...)
1 rauð paprika
Smjör, til að steikja, 2-3 msk, eða bara eftir smekk
Paprika, chile, rauðlaukur og hvítlaukur skorið smátt og léttsteikt á pönnu í íslensku smjöri. Humar steiktur með í ca 2-3 mín í lokinn.
Skerið avacadoinn til helminga og takið hann úr hýðinu og skerið í fremur grófa bita. Blandið við humar og grænmetið í skál. Hreinsið vel báða helminga hýðisins og notið sem skálar, setjið gumsið ofaní og berið fram.
tips.
Farið varlega í hvítlaukinn, til að leyfa öðrum brögðum að njóta sín
Ekki nota harða avacado, þeir eru óþroskaðir og ekki bragðgóðir.
Passið að ofsteikja ekki humar eða rækjur.
Lífstíll | Breytt 14.9.2008 kl. 16:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
25.8.2008 | 14:24
Oh Canada..
..so fucking pretty. Snilldar lag, flutt af gaur sem heitir Þórir. Var að koma frá Kanada, B.C. Átti einu sinni heima þar, og á marga vini þar. Góðir vinir mínir eru með grænmetisgarð, sem er alveg met, ÖFUND! hvað það er frábært að lifa í svona veðurfari og geta ræktað sitt eigið. Við elduðum nokkra rétti þar sem undirstaðan var það sem finna mátti í garðinum.
- Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
- Egyptian Walking Onions
- Rauðbeðsídýfa
- Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
Ég hef nú ekki kynnt mér það hvort það fáist kúrbítsblóm hér á Íslandi, en fyrir þá sem búa svo vel að komast yfir slík blóm þá er þessi uppskrift frábær sem léttur for eða milliréttur.
Þetta er hefðbundin crepes uppskrift. Gæti verið nóg að gera bara hálfa uppskrift, fer eftir fjölda blóma. Eða þá bara gera crepes úr afgangs deiginu.
1 bolli hveiti
2 egg
1/2 bolli mjólk
1/2 bolli vatn
1/4 teskeið salt
2 matskeiðar bráðið smjör
Slatti af kúrbítsblómum
"Veltið" blómunum upp úr deiginu og steikið á pönnu. Flóknara er það ekki.
Egyptian Walking Onions
Þetta er í fyrsta sinn sem ég sé þessa lauka, hef ekki séð þá hér á landi. Væri fróðlegt að prófa að rækta hann.
Setjið laukinn í eldfast mót með olíu, salti og pipar og setjið í 300° heitan ofninn í hálftíma - 45 mínútur.
Rauðbeðsídýfa
Þessi ídýfa er algjör sniiiiiiiilld. Hef aldrei verið fyrir rauðbeður, og ég mana alla til að prófa þetta.
5-6 rauðbeður
250 g sýrður rjómi
1-2 hvítlauksrif
salt og pipar
Sjóðið rauðbeður, setjið í matvinnsluvél ásamt öðru hráefni. Berið fram t.d með grilluðu pítubrauði.
Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
Steikið belgbaunir upp úr smjöri og smá olíu, bætið við hvítlauk og salti og pipar. Þurrristið valhnetur og furuhnetur og blandið við baunirnar.
bon appetit!
Sx
Lífstíll | Breytt 10.9.2008 kl. 19:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)