Færsluflokkur: Lífstíll

Ansjósur og kartöfluflögur....

Hittum á lókal pöbbnum mjög indæla spánverja, spjölluðum vel og lengi, þeir buðu kærastanum upp á drykk.

 

hendricks

 

G&T -  ekki fyrir stelpur

  • Hendrick´s Gin
  • Tónik
  • Klaki
  • Appelsína
Og hér kemur svo mynd af drykknum fræga.


bar

Barþjónninn bauð upp á tapas með drykkjunum, þar á meðal Ansjósur...

ansjosur

Ansjósur barþjónsins

  • Ansjósur
  • Kartöfluflögur með edik bragði (eða salti)

Setjið snakkið á lítinn disk og dreyfið ansjósum ofan.

 


Borð fyrir einn - Mesa para una...

Þá er maður dottin í "mesa para una" pakkann.  Ég er þó nokkuð vön eftir að hafa búið í hinum og þessum löndum, og verandi listamaður þá er það víst í starfslýsingu að sækja bari og kaffihús og þar sem kallinn er í 9-5 vinnu, þá á ég það til að fara ein í lunch eða kíkja á kaffihús.  Og ég get alveg mælt með því að fara einn út, svona af og til.

 www.soffia.net

Hver þekkir það ekki úr bíómyndum hversu vandæðalegt það var þegar einhver fór einn út að borða.  Þjónn sem fjarlægði hnífapör af borðinu með látum, svo allir á staðnum litu við.  Það er nú ekki svona slæmt, þótt svo það hafi nú komið fyrir á fínni stöðum.

Ég hef tekið eftir því að  þeir sem eru einir á veitingarstöðum, en augljóslega að bíða eftir einhverjum eru allir voða mikið að fikta í símanum sínum.  Fólk á svo erfitt með að sitja og gera ekki neitt, þegar það er eitt og yfirgefið á stað þar sem tíðkast að vera í félagsskap.

Mannleg hegðun er alltaf áhugaverð.  Og talandi um mannlega hegðun þá er þetta mjög góð svartbaunasúpa.

 

Svartbaunasúpa

  • 1 dós svartar baunir (eða þurrkaðar og lagðar í bleyti í 8 klst)
  • Hálfur rauðlaukur
  • Chile pipar, eftir smekk og styrkleika
  • 1 dós tómatar
  • hálf paprika
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 L vatn
  • 1 grænmetisteningur eða kjúklinga
  • smá smjör
  • salt og pipar
Létt steikið grænmetið upp úr smjöri, bætið svo við restinni og sjóðið í 20 - 30 mín.  Eins og margir gera við mexíkóskar súpur þá er gott að setja nachos og ost í þessa, þegar hún er borin fram.
Einnig er gott að setja ferskt kóríander út í.

 


Fylltar spínatpönnukökur

Eitt það besta á veisluborðum er aspas í skinku, á pinna.  Flestir kunna nú þessa uppskrift en ég læt hana fljóta svona til að minna mig og aðra á hana.

Skinkurúlla

  • Grænn aspas í dós
  • Skinka í sneiðum (góð skinka, ekki ofurvatnsþynnt brauðskinka)
  • Rjómaostur

 

Smyrjið smurosti á  skinkusneiðar, leggið aspas svo á og rúllið upp, stingið tannstöngli í gegnum rúlluna.

 

 

ttv1

 

Fann í Gestgjafanum eitt sinn mjög góða uppskrift að spínatpönnukökum.  Algjör veislumatur.  Get alveg 100 % mælt með þessari uppskrift.

 

Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)

 

  • 250 g spínat , fryst
  • 3 egg
  • 150 ml mjólk
  • 1 msk olía
  • 100 g hveiti
  • salt á hnífsoddi
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 100 g skinka , söxuð smátt
  • 1 paprika , rauð, fræhreinsuð og söxuð smátt
  • pipar , nýmalaður
Spínatið þítt og saxað gróft. Egg, mjólk og olía þeytt saman. Hveiti og salt sett í skál og eggjablöndunni hrært saman við smátt og smátt. Þegar soppan er slétt er spínatinu blandað saman við. Pönnukökupanna hituð og meðalþykkar pönnukökur steiktar ljósbrúnar við meðalhita. Þegar pönnukökurnar eru kaldar er sýrðum rjóma, skinku, papriku og pipar blandað saman og smurt þunnt á pönnukökurnar. Vafðar upp og skornar í sneiðar. Geymt í kæli í a.m.k. hálftíma.

 


Klíptu mig, einhver!

Var að koma úr minni fyrstu verslunarferð í matvöruverslun.  Ég hef ekkert sérlega gaman að því að versla, nema að það sé  matur eða vín!  Og það er alltaf svo gaman að versla í matinn í útlöndum.  Nammi namm!

Það sem kallinn fær í kvöld þegar hann kemur þreyttur heim úr vinnunni er:

  • Manchego ostur með hunangi
  • Baguette með ólífuolíu, balsamik og salti
  • Grænar ólífur
  • Tinto de verano

Þetta ætti að vera ágætur forréttur áður en við kíkjum út.

 

GOTT RÁÐ:

Ef þið erum með rauðvín sem er ekkert sérlega gott, eða opin flaska frá deginum áður og orðin hálf oxuð, þá er um að gera að breyta henni í Tinto de verano eða Sangríu.


  • Rauðvín
  • Sódavatn eða Swepps Lime (eða Fanta Lemon)
  • Sítróna, skorin í báta
  • Appelsína, skorin í báta
  • Klaki

 

Flóknara þarf það nú ekki að vera, öllu mixað saman í könnu (og ekki þarf að taka utan af sítrónunni eða appelsínunni).  Smakkið til, ætli ein flaska af rauðvíni á móti hálfum líter af sóda sé ekki passlegt.  Fer bara eftir stuði og stemmningu.....

Salut!

 

 

 

 


Grænmetissúpa, BARA HOLL!

Vinkona mín fékk hjá mér súpu og var svo húrrandi ánægð með hana.  Hún bað mig um uppskrift og hér kemur hún.

 

food01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Húrrandi holl grænmetissúpa

  • Tómatar í dós, ein dós (hakkaðir)
  • 1/4 dós pizzasósu frá Hunts
  • 5 gulrætur
  • Hálfur kúrbítur
  • 1 rauð paprika
  • 1 dós kjúklingabaunir
  • 2 shallott laukar
  • 1-2 rif hvítlaukur
  • Hálfur poki ferskt spínat
  • Salt, pipar, oregano og basilíka
  • Grænmetiskraftur og 1 L vatn

 

Létt steikið upp úr olíu gulrætur, kúrbít, lauk, papriku og hvítlauk. 

Bætið við tómötum og pizzasósunni. (Átti ekki tomatpúrre og notaði því pizzasósu)

Kryddið með salt, pipar, þurrkuðu oregano og basil.

Svo kemur vatn og grænmetiskraftur og látið malla í 20 mín eða svo. 

Bætið við kjúklingabaunum og mallið í 5 mín í viðbót. 

Rétt áður en súpan er borin fram bætið þá við spínatinu.

 


Madrid, madre mia!

Ég er flutt til Madrid.  Komum hér um 18.00 leytið í gær í íbúðina, og ákváðum að rölta um hverfið á meðan það var enn bjart.

Við búum í íbúðahverfi, en þurftum þó ekki að rölta lengi þar til við duttum niður á fyrsta barinn/restaurant.  Þannig að við settumst við barinn og fengum okkur öl og vín, og svo var bara dælt í mann tapsréttum, on the house. 

Þá mundi ég hvað ég saknaði Spánar.   Röltum síðan áfram, og inn á annan stað þar sem eldri menn voru að spila borðspil, bara kallar þarna og engar kellingar,  mjög spánskt.  Stóðum við barinn og fengum okkur öl og vín, og aftur var byrjað að dæla í okkur mat.  Þetta er almennilegt!

 

Þetta var það sem við fengum:

  • Makkarónur í karrísósu með sjávarréttum
  • Calamare patas (djúpsteiktar smokkfiskalappir)
  • Grænar ólífur í kryddolíu
  • Djúpsteiktar sardínur
  • Tortilla de español (spænsk eggjakaka með kartöflum)

Hér kemur svo uppskrift af Tortilla de español

  • 6 kartöflur
  • 4-5 egg
  • 1 laukur
  • 1 bolli ólífuolía
  • salt og pipar

Kartöflur skrælaðar og skornar í litla bita, og steiktar upp úr olíunni á lítilli pönnu.  Þannig að þær eru hálfpartinn djúpsteiktar.  Bætið svo lauknum útí. 

Þegar kartöflur og laukurinn eru steikt, veiðið þetta þá upp úr olíunni og hellið svo olíunni af pönnunni, en geymið hana, við notum hana síðar.

Til að fá fallega fluffy eggjaköku, aðskiljið þá rauðurnar frá hvítunum, og hrærið hvíturnar  þar til þær eru fallega fluffy.

Bætið eggjarauðunni saman við kartöflurnar og lauk, hrærið varlega.  Bætið þá við eggjahvítunni og hrærið saman með gaffli. Leyfið þessu svo að chilla í 5-10 mínútur.

Setjið 2 msk af olíu á pönnu og hellið eggjablöndunni út í og steikið í ca 5 mín.  Hristið pönnuna varlega af og til svo kakan brenni ekki við, takið svo disk leggið ofan á eggjakökuna og snúið henni við á diskinn, bætið við 2 msk af olíu á pönnuna og slædið kökunni svo aftur á pönnuna með óbökuðu hliðina þá niður.

Steikið þar til eggjakakan hefur eldast.

Ég er orðin ansi svöng, og  er  farin út að finna mér eitthvað að borða í þessu nýja  hverfi mínu hér í Madrid. Já, ég var að gæða mér á 2 evru víni meðan ég skrifaði þessa færslu, það var bara ágætt, alveg tveggja evru virði, sem er alveg 285 kr í dag.  Það er nú ekki verið að eyða í stórann miða á flöskuna, en hér segir:

Los Tinos, Vino de mesa,  12 % Embotellado por Bodegas Los Tinos, España

 lostinos

Hasta luego,

Soffía

 

 


Letingi - Kreppa

Svona í anda kreppunnar þá allt í einu mundi ég eftir Letingjabrauði, sem svo vinur minn kallar Kreppubrauð.  Alveg hreint ógeðslega gott og allt það.

 

Letingjabrauð

  • 300 gr sykur  (en 200 er alveg nóg!!)
  • 240 gr haframél
  • 350 gr hveiti
  • 4 tsk sódaduft
  • 2 tsk kakó
  • 2 tsk kanill
  • 1 tsk negull
  • 7 dl mjólk.

Öllu hrært sama, bleytt með mjólkinni.  Sett í tvö form, og bakað við 200°í eina klst.

Ég nota ekki meir en 200 gr sykur, og bý líka oft til bara hálfa uppskrift.

 


Þegar eitt hráefni vantar...

Hér áður fyrr var ég engin sérstakur kokkur.  Gjörsamlega kunni ekki að elda, nema ég færi eftir uppskrift frá A - Ö. 

Eitt sorglegt dæmi er þegar ég var yngri og ætlaði að bjóða vinum í mat og langaði að gera nokkurs konar lasagna og eitt innihaldið var nautahakk. 

Svo fæ ég að vita ð einn gesturinn er grænmetisæta.  Þannig að mér dettur ekki í hug að gera sömu uppskrift og t.d bæta við grænmeti í stað hakksins, hélt nefnilega að það væri ekki hægt.  þannig að ég síð pastaskrúfur og hendi Knorr pastasósu pakka í pott. 

Á meðan allir voru að gæða sér dýrindis nautahakksrétti var greyið svo kurteis og sagði að pastað væri svaka fínt.  Síðar þegar ég lærði að elda og var komin í matarboðsmenninguna þá skammaðist ég mín extra mikið fyrir þessa ó-gestrisni mína.

Í dag fer ég sjaldnast eftir uppskriftum frá A-Ö.  Og ef eitthvað hráefni er ekki til þá bara sleppi ég því, eða finn eitthvað í staðin.

Eitt dæmi er Hummus, ég hélt að ég gæti ekki gert almenninlegt Hummus nema hafa Tahini, en núna sleppi ég því alltaf, og finnst það betur þannig. 

Það sem fer í minn Hummus er:

  • Kjúklingabaunir
  • Maldon salt
  • Góð ólífuolía
  • paprikuduft  

Allt blandað saman nema paprikuduftið, sem er deyft ofan á í skálina sem Hummusinn er borin fram í ásamt extra slettu af ólífuolíunni.  Ég mauka Hummusinn ekki of mikið, finnst betra að hafa hann smá chunky.  Og galdurinn er að hafa nóg af salti.

Þetta er best borið fram með pítubrauði.  Það er ágætt að eiga í frysti þessu týpísku pítubrauð sem maður fær út í búð, og svo er gott að skera þau niður í þríhyrninga, dreypa á þau ólífuolíu og hita á grilli í ofni, eða setja þau í panini grill.

 

 

 


Hot mama

Ég skrifaði um chile olíu sem er svo gott að hafa með kebab um daginn.  Hér kemur aðeins öðruvísi útfærsla sem er snilld með Taí núðlum, og þá meina ég ALGJÖR snilld.

 

Papriku og chile sósa

  • 1 Rauður chile
  • 2 rauðar paprikur
  • Matarolía eða ólífuolía
  • Salt 

Paprika, chile og olía sett í eldfast mót og inn í ofn í ca hálftíma á 180°.  Taka svo híðið af paprikunum og setja í matvinnsluvél eða blender, ásamt olíunni og eitthvað af chile-inum, setjið bara smá í einu af chile og smakkið til svo að þetta verði ekki of sterkt. Maukið í smooth sósu og  berið fram með taí núðlum. SUUUPER gott því paprikurnar verða sætar og góðar á móti sterka bragði chile-sins.

 


Foodwaves uppskrift

Hér eru önnur uppskrift sem varð til á Foodwaves helginni.

Lambið sem fór til Arabíu (Fyrir 2)

  • 1 Lambalund
  • Arabískt kjúklingakrydd frá Pottagöldrum
  • Kartöflumós
  • Hálfur avacado
  • sýrður rjómi
  • Vorlaukur
  • Smjörsteikt paprika sveppir og spínat

Lambalundin krydduð með arabíska kjúklingakryddinu, þrædd upp á grillspjót í bitum og elduð á grillpönnu, passa að elda kjötið ekki of mikið.

3 soðnar kartöflur maukaðar frekar gróft með smjöri og mjólk og salti.  Avakadóinn skorinn í grófa bita og varlega gaflaður í kartöflumósið, hafa hann doldið chunky.

Paprika, sveppir og spínat steikt á pönnu upp úr smjöri. (skerið sveppina og paprikuna í mjög litla tening.  Saltið og piprað.

Setjið smá slettu af sýrðum rjóma ofan á kartöflumaukið þegar það er borið fram ásamt smá vorlauk.

 Góða helgi,

Soffía

 

 

 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband