Færsluflokkur: Menning og listir

Sykurlaust snakk fyrir krakka og alla hina líka

Þar sem allt er að drukkna í sykri þá er þetta ágætt.  

Húsið við sjóinn.

 


Hinn dæmigerði bloggari - þræll samfélagsmiðla?

foodblogger2

THE HOUSE BY THE SEA 


Miðja alheimisins - opnun í dag

Á hverju ári síðan 2004 hef ég safnað saman öllum andlitum sem ég hef tekið mynd af það árið.

Þessum andlitum raða ég í kringum mynd af sjálfri mér eftir tengslum.

Þannig er verkið breytilegt frá ári til árs. Ný andlit bætast við og önnur hverfa allt eftir því hverja ég hef hitt og hverja ég hef myndað.

cotu2010

CENTRE OF THE UNIVERSE 2010

Verið velkomin á opnun sýningarinnar Centre of the Universe 2011 laugardaginn 4. febrúar í Gallerí Klósett að Hverfisgötu 61 frá 17.00-19.00.

Miðja Alheimsins 2011 (Centre of the Universe) samanstendur af öllum þeim andlitum sem ég hef tekið mynd af árið 2011.


Þetta er eini sýningardagurinn.


Pizzabotn úr blómkáli og fjörugur föstudagur

Já, þið lásuð rétt.  Pizzabotn úr blómkáli.  Ég veit ekki hvernig ég á að byrja þessa færslu til að sannfæra ykkur að pizzabotn úr blómkáli er góður. Það kemur ekkert í staðin fyrir þunnan hveitibotninn finnst mér en þetta er skemmtileg tilbreyting og frábært fyrir þá sem forðast hveiti.

Setjum á tónlistina, Postal service.

Uppskrift vikunnar er áður óbirt uppskrift af þessum magnaða blómkálspizzabotni:

blómkál

Galdurinn við þennan pizzabotn er að rífa blómkálið í matvinnsluvél, en ekki of lengi svo það verði ekki of blautt, heldur þannig að það verði svipað og hrísgrjón. 

Blómkálspizzabotn

  • 1 blómkál, rifið
  • 2 dl rifinn ostur, mossarella eða brauðostur
  • 1 egg, hrært
  • Krydd (2 hvítlauksrif, salt, pipar, oregano)

Takið rifið blómkálið og bætið við 1 eggi, rifnum osti og því kryddi sem þið viljið.  Ég notaði pressaðan hvítlauk, 2 rif, salt og pipar og smá oregano. Blandið saman með höndum eða sleif.

Pressið blómkálsblöndunni með fingrunum á smjörpappír.  Bakið í ofni við 200° í u.þ.b 20 mínútur.

blómkáls pizzabotn

ATH, bakið botninn áður en þið setjið áleggið á, svo setjið þið hann aftur í ofninn með álegginu í nokkrar mínútur.

Takið botninn úr ofninum og bætið ofan á hann því áleggi sem þið viljið, sósu og osti...

blómkáls pizzabotn

Ég google-aði blómkálsbotna og fann á flestum síðum að fólk setur rifið blómkálið í örbylgjuofn í 8 mínútur áður en það blandar því við annað innihald og bakar, en ég las líka að það væri óþarfi.  Ég sleppti því reyndar því ég prófaði að setja smá í skál og í örbylgjuna en það var eflaust aðeins of lengi því það hálf brann.  Maður þarf víst bara að þreifa sig áfram í þeim efnum.  En mér fannst koma mjög vel út þrátt fyrir að hafa ekki eldað kálið áður.

Vín vikunnarer J. Lohr seven oaks, Cabernet Sauvignon, 2006 frá Bandaríkjunum.  Ekki ódýrasta vínið í búðinni og mjög gott.

Vefsíða vikunnar er http://www.foodbuzz.com/, þetta er einhverskonar "myspace" mataráhugamannsins.  Fullt af matarbloggurum, uppskriftum og fleiru matartengdu...

Uppskrift valin af handahófi úr uppskriftarsafninu mínu að þessu sinni er rétturinn Gridexian, sambland af grískum, indverskum og mexíkönskum...góð blanda og réttur sem smakkaðist mjög vel.

Mynd vikunnarer mynd sem ég tók á síðasta ári af frægasta "Emo" hesti landsins...

emo hestur


Myndvinnslunámskeið á ljósmyndum og jarðaberja balsamic

Það er svo einfalt að taka venjulega heimilismynd og breyta henni í listaverk.  Ég ætla að kenna hvernig það er gert á námskeiði sem hefst á mánudaginn.  Og nú er eitt sæti laust!

Skráning: soffiagg@gmail.com

En hér er uppskrift af jarðaberja balsamic.  Væri ekki flott jólagjöf að búa til jarðaberja balsamic til að gefa og búa til jólakortið sjálfur, en það mun ég kenna á námskeiðinu..sko að gera jólakort ekki balsamic..Grin

 

Nánar um námskeiðið hér:  http://soffia.net/namskeid.html

 

www.soffia.net

 

Jarðaberjabalsamic

  • 500 g Jarðaber
  • 250 g sykur
  • 1 1/2 dl vatn
  • 1 dl hvítt (eða dökkt) balsamic

 

Skerið berin gróft niður og sjóðið í vatni í 5 mín.

Setjið þau í blender og svo aftur í pott.

Komið upp suðu, bætið við sykri og eldið í 2 mín.

Bætið við balsamic og fáið upp suðuna aftur.

Hellið heitu jarðaberjabalsamic í heita, hreinar flöskur.

Þetta geymist óopnað í um eitt ár.

 

Svo má gera jarðaberja balsamic vinagrette  í flýti til að bera fram strax

  • 3 dl Jarðaber
  • 0.7 dl ljóst balsamic
  • 0,7 dl ólífuolía
  • Salt og pipar
Það má krydda þetta til eftir smekk, með fersku basil, rosmarin, hvítlauk eða orgegano...
Og til að vega upp á móti balsamic þá má setja smá sykur

Allt sett í blender í nokkrar sek. 

 

 


Námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum fyrir byrjendur

Ég verð með námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum fyrir byrjendur í nóvember - desember.

Ég mun kenna á myndvinnsluforritið GIMP, sem er sambærilegt Photoshop, nema það er ókeypis.


Nánari upplýsingar eru á http://soffia.net/namskeid.html og á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=190474807568

www.soffia.net

Soffía Gísladóttir myndlistarmaður býður upp á námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum.
Markmið þessa námskeiðs er að fólk nái tökum á myndvinnsluforritinu til að geta aflað sér svo frekari þekkingar sjálfur.

Námskeiðið hentar hvort sem er þeim sem taka myndir á litlar snap shot (point and shoot) myndavélar eða SLR.

Kennt verður á myndvinnsluforritið GIMP, sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu. GIMP virkar eins og Photoshop.

Nánar má lesa um námskeiðið á slóðinni: soffia.net/namskeid.html og vefsíða Soffíu er www.soffia.net

Fyrsta námskeiðið verður haldið 30.11 - 09.12, mánud og miðvikud frá kl 19.30 - 22.00.

Staður: Klapparstígur 28
Verð: 12.900
Kennslustundir: 10 klst

Einnig er í boði hálft námskeið, 30.nóv og 2.des á 7000 kr.

Takmarkaður fjöldi
Skráning: soffiagg@gmail.com

Nánari upplýsingar: www.soffia.net/namskeid
Frekari fyrirspurnir: soffiagg@gmail.com


Nemendur koma með sína eigin fartölvu.


Þegar EKKERT er til þá er samt alltaf eitthvað til..

Kannist þið ekki við þessa setningu þegar þið opnið ísskápinn eða eldhússkápana og segið "það er ekkert til".  En ég hef yfirleitt staðið mig að því að það er alltaf eitthvað til og oftar en ekki endað með dýrindis máltíð í þessum aðstæðum.

Eitt af því sem til varð þegar ekkert var til er þessi svakalega góði forréttur sem sló í gegn síðla kvölds er gesti bar að garði.

Ég á eiginlega alltaf tortilla kökur í frysti, þið vitið, svona mexíkóskar burritos kökur.

Tortilla með því sem er til

  • Tortilla kaka
  • Tómatur
  • Fedaostur í kryddlegi
  • Brauðostur
  • Rauðlaukur
  • Salt 
  • Pipar

Hitið pönnu og setjið tortilla kökuna á pönnuna .  (Þessar kökur eru mjög fljótar að þiðna á pönnunni beint úr frystinum, þiðna yfirleitt þokkalega á meðan þið takið til áleggið).  Leggið nokkrar sneiðar af brauðosti á kökuna, þvínæst tómata, fetaost, rauðlauk, salt og pipar.  Hitið þar til kakan sjálf er orðin heit og brauðosturinn bráðnaður.  

www.soffia.net

www.soffia.net


Ljósmyndasýning

Ég er með sýningu ásamt Elsu Björg Magnúsdóttur á Thorvaldsen Bar, Austurstræti. Sýningin stendur til 09.08.09.

Kv, Soffía

Ljósmyndir í lit


Sex laxar

Vinur okkar kom með maríulaxinn sinn um daginn og við foodwave-uðum hann.  Þvílík snilld, en ég var ekkert á því að fá mér lax samt á næstunni eftir þetta kvöld.  Elduðum laxinn á 6 mismunandi vegu. 

Allir réttir urðu að heita eitthvað sem innihélt orðið María....

Mig langaði, sem fyrsti réttur, að leyfa laxinum að njóta sín, og hafði því enga sósu, en það má eiginlega segja að það vantaði smá sósu element í þennan rétt, að öðru leiti var hann mjög góður.

www.soffia.net

María Gala  (mmmn = þrjú og hálft m. Theme song: The nightingale)

  • Lax
  • Fennel
  • Sellerírót
  • Salt
  • Pipar
  • Kóríander
  • Sítróna
  • Hvítlaukur
  • Smjör
  • Smá dill

Allt á pönnu í smá smjöri.  Reif sellerírótina með fínu rifjárni.

Borið fram með bakaðri kartöflu sem ég skar í teninga og steikti upp úr smjöri á pönnu, saltaði og pipraði.

Fennel rót var steikt og svo borin fram með köld.  Kóríander og dill svo sem skraut.

 

Kærastinn kom með rétt nr 2.

www.soffia.net

Cool kid María (mmmmn)

  • Lax
  • Sæt kartafla
  • ostur
  • salt
  • Pipar
  • Olía
  • Smjör
  • Steikar krydd

Allt í eldfast mót og inn í ofn á ca 200°c þar til eldað.

Sósan

  • Mæjó
  • Sýrður
  • Maple sýróp
  • Rjómi
  • Salt
  • Pipar
  • Steak spice

Gunni kom með þriðja réttinn.

www.soffia.net

María á stráum (mmmm)

  • Sætar kartöflur
  • Kartöflur
  • Lax
  • Salt
  • pipar
  • Sýróp
  • hnetur
  • karrí
  • ólífuolía
  • Rósarsalt

 

Kartöflustrá úr sætum og venjulegum kartöflum með karríkryddi og rósarsalti steikt á pönnu með ólífuolíu.  Laxinn soðinn, rifinn af beinum og hnoðaður í bollu. Steiktur og svo helt yfir Maple sýrópi og muldum hnetum.

 

Svo koma næstu þrjár uppskriftir á morgun...

Sx


The end....

Fjárfestum í entrecote og kinda file fyrir páska, eins og kannski hefur ekki farið fram hjá þeim sem lesa þetta matarblogg.  Nema hvað, loksins náðum við að elda síðasta kjötbitann.  Við höfum búið til marga mismunandi rétti úr þessum hráefnum. 
  1. Fyrsta kvöldið var það rare entrecote og rare kind grilluð á pönnu með piparostarjómasósu og sætri kartöflumós.  Nautið fremur seigt og lofaði því ekki góðu, en það rættist svo aldeilis úr því í síðari réttum.
  2. Dagin eftir var það The chewy beef that became tender, wokréttur og nautið lungamjúkt.
  3. Miðnætursnarlið  sama kvöld var kind með 3 mismunandi sósum.  Súper gott.
  4. Og í hádeginu á páskadag var það hamborgarinn sem var 50/50 entrecote og kinda file.
  5. Annan í páskum kláruðum við svo síðasta kindabitann og hér er sú uppskrift:

Kind of pizza

  • Roti uppskrift (sem botn)
  • Bbq sósan sem var notuð á hamborgarann hér á undan, þið finnið uppskriftina þar
  • Stewed tómatar í dós
  • Kinda file, kryddað með kebab kryddi 
  • Brauðostur
  • Rauðlaukur
  • Ananas
  • Sveppir
  • Salt 
  • Pipar

Hitið ofninn eins hátt og hann fer (300°c í mínu tilfelli).  Búið til Botninn skv Roti uppskriftinni.  (Hveiti, vatn, salt)

Setjið Roti botninn í ofninn í hálfa mínútu eða svo. 

Takið hann út og setjið á sósuna, ég setti bbq sósu á hálfan botninn,og stewed tomatos á hinn helminginn.  (Svona ef bbq sósan væri ekki að gera sig).

Svo ostinn og svo kindina (sem ég steikti á wok pönnu með kebab kryddi, salti og pipar). Of dreifa svo fínt skornum rauðlauk og sveppum yfir allt.

 www.soffia.net

Ég gerði 3 botna, kærastinn setti á næsta.

Páska pizza

  • Roti botn
  • Ostur
  • Sveppir
  • Hvítlaukur
  • Rjómaostur
  • Salt
  • Pipar
  • Rauðlaukur
  • Ananas

Setjið Roti botninn í ofn í hálfa mínútu.  Steikið sveppi með hvítlauk, salti og pipar. Bætið út í rjómaost.  Setjið á Roti botninn ost, svo sveppina, svo rauðlauk og ananas.

www.soffia.net

Ég tók síðasta botninn.

 

Síðasta kjötmáltíðin, almost

  • Grísa-nautahakk
  • Heitt pizzakrydd
  • Salt
  • Pipar
  • Jalapeno, niðursoðið
  • Brauðostur
  • Ananas
  • Stewed toamtos í dós
  • Laukur

Steikti grísa-nautahakk á pönnu með lauk, heitu pizza kryddi, salti og pipar.  Hitaði botninn í hálfa mín, setti á hann stewed tomatos og svo hakkið.  Ost yfir og ofan á hann ferskan lauk, ananas og jalapeno.

Síðasta kjötmáltíðin, almost... því rétt í þessu var verið að bjóða okkur í lamb.  Og svo verður bara grænfóður næstu mánuði.

 

 

 

 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband