Færsluflokkur: Menning og listir
13.4.2009 | 10:54
Hamborgari úr entrecote og kinda file
Hádegismaturinn á páskadag var hamborgari. Hann heppnaðist mjööög vel, virkilega bragðgóður og bráðnaði upp í manni. (Sama entrecote steikin og í færslunum tveim hér á undan) Hökkuðum saman 50/50 entrecote steik og kinda file. Bættum við hvítlauk, salti, pipar, smá engifer. Við settum 2 rif í ca 150 gr af hakki. Bjuggum til kúlu úr deiginu, settum í skál og heltum yfir smá ólífuolíu. Lokuðum með plastfilmu og létum standa í ísskáp yfir nótt.
Bjó svo til 2 hamborgara, kryddaði með steikarkryddi og steikti hann ca medium. Það var mjög mikið hvítlauksbragð, hvítlaukurinn greinilega grasseraðist yfir nóttina, en það var mjög gott.
Bjó til tómat-bbq sósu, og bar borgarann svo fram með osti, sveppum, lauk og ananas. Setti hamborgarabrauðið í panini grillið í smá stund. Ef þið eigið eitthvað gott salat þá má nú henda því með, en ég átti bara ekkert slíkt.
Tómat bbq sósan var svipuð og venjulega:
- Smjör
- Hvítlaukur
- Laukur
- Jalapeno, niðursoðnir
- Tóamtar í dós (stewed)
- Ananassafi
- Hvítvín
- Smá rauðvín
- sykur
- Taco krydd
- Salt
- Pipar
- Dijon sinnep
- Tómatsósa
12.4.2009 | 12:21
The chewy beef that became tender.
Sagði ykkur frá því í síðustu færslu að nautið var seigt, og ég átti enn í ísskápnum hálfa entrecote steik sem ég vissi ekki hvað ég átti að gera við, lítið gagn í henni bleu eða rare vitandi hvað hún var seig.
Þannig að í gærkvöldi þá skiptum við steikinni í tvennt, úr öðrum helmingnum bjuggum við til hamborgara og hinum Wok rétt.
Kærastinn minn sá um hamborgarann sem verður páskahádegisverðurinn (sem við eldum eftir smá og læt ykkur þá vita hvernig það endar síðar). Hann hakkaði saman entrecode, kinda file og krydd.
Þetta var í forrétta stærð eins og alltaf og ég set til gamans ca hlutföllin sem ég notaði, miðað við tvo í mat.
The chewy beef that became tender
- Naut (entrecote, 6 þunnar sneiðar, tveir munnbitar hver sneið)
- Wok grænmetisblanda (lúka)
- Ferskir sveppir (2 stk)
- Púrra (ca 2sm bútur)
- Ferskt engifer (ca cm bútur)
- Hvítlaukur (eitt rif)
- Hnífsoddur af red curry paste
- Msk af Sweet Thai chili sauce
- Olía
- Salt og Pipar
Á meðan hann var að baksa við borgarann þá tók ég vel valið dótarí úr frosna wok grænmetispokanum í frystinum (gular julienne gulætur, venjulegar gulrætur, baby maís og belgbaunir). Skar nautið mjög þunnt (2 mm eða svo) og velti því upp úr fersku engifer og hvítlauk og smá pipar. Skar ferska sveppi fremur gróft og púrru fremur fínt.
Steikti grænmeti á wok pönnu, salt og pipar og smá hvítlaukur. Tók það af pönnu, steikti kjötið í ca 1 mínútu, þannig að það var steikt í gegn án þess að vera of steikt. Bætti grænmetinu aftur á pönnuna. Setti við þetta eina msk eða svo af Thai chili sósunni og smá red curry paste. Lét malla í ekki mikið meir en mínútu og bar fram í skál með dressingu sem hljóðar svona:
Sætur sýrður
- 1 msk Sýrður rjómi
- Hálf msk Sweet Thai chili sausce
- Salt
Hrært saman.
Rétt um miðnætti kom svo smá kind með þremur mismunandi sósum.
Kinda file skorið í fremur þunna bita. Og steikt á pönnu ca medium rare.
Einn biti með svepparjómasósu, einn með sæta sýrða dressingunni og einn með heimagerðu hvítlaukssmjöri. Allt mjög gott en mér fannst bitinn með hvítlaukssmjörinu bestur. Í því var ekkert nema bráðið smjör, slatti af pressuðum hvítlauk, salt og pipar.
GLEÐILEGA PÁSKA!
Kv, Soffía
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 12:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 21:25
me me með meðlæti
Keyptum naut og kind í gær, entrecode og file. Nautið var fremur seigt, en þú hefðir getað logið að mér að kinde file-ið væri naut. Ég meðhöndlaði það sem það væri nauta file, kryddaði það með góðu steikar pipar kryddi og steikti það bara rare, og það var svo tender og gott. Ekki til ullarbragð af því.
Kvöldmaturinn í gær var naut, kind, piparostasósa og sweet potato mós.
Hef kannski komið með svipaða sósu hér áður. Kannski eitthvað svipað og rjómasósan sem fór yfir humarinn hér í einhverri færslunni.
- Piparostur
- Rjómi
- Rjómaostur
- Sveppir
- Hvítlaukur
- Púrra
- Salt
- Pipar
- Hvítvín
- Smjör
Og í mósinu var:
- Sæt kartafla
- Smjör
- Rjómi
- Hvítlaukur
- Parmigiano Reggiano
Menning og listir | Breytt 11.4.2009 kl. 10:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
10.4.2009 | 10:31
Mistökin skemmtileg
Ætlaði að poatche-a egg. Hef ekki gert mikið af því en braut eggið í ausu og setti það þannig í sjóðandi vatnið. Fyrsta eggið tókst ofur vel, en ég missti hitt eggið á eldhúsborðið úr ausunni, og reyndi að skófla því í ausuna en náði bara rauðunni upp í ausuna, og það heilli þannig að ég henti henni bara út í vatnið einni og sér, og það kom mjög skemmtilega út, og mjög flott upp á presentation.
Notaði eggin sem ég fékk hjá bónda í sveitinni, og rauðan er svo falleg.
Foodwavesið heldur áfram, morgunmatur á skírdag!
Floaters
- 2 egg
- 2 beikonsneiðar
- Gott brauð
- Hvítlaukssmjör
- Mossarella kúla
- Púrra
- Heitt pizzakrydd frá Pottagöldrum
- Salt og Pipar
Sjóðið eggin í vatni (hægt að google-a poached egg). Steikið beikonið.
Ristið brauðið og smyrjið með hvítlaukssmjörinu. Leggið mossarella á brauðið og grillið í ofni í nokkrar mónótur. Takið út og stingið tannstöngli í gegnum kúluna og skreytið með púrrulauk. Skerið einnig smátt púrru og dreyfið ofan á poached eggið ásamt salti, pipar og pizzakryddinu.
Getið séð á myndinni hvernig ég bar þetta fram, en ég setti eggjarauðuna (eggið sem klúðraðist og var ekki með neinni hvítu ofan á eggið sem heppnaðist. Og ég skar brauðið í hringi með svona hringlóttu járndóti sem ég á.
Og hér getið þið séð fallegu rauðuna, og eins og hún sé medium rare, fullkomlega elduð!
Þetta er allt of fallegt.
9.4.2009 | 15:44
Hátíð í bæ
"Foodwaves" páskahelgin byrjaði í gærkvöldi. Ég reið á vaðið og henti í fyrsta réttinn.
Cheesy bacon
- Mossarella (ferskur, litlu kúlurnar)
- Beikon
- Salt
- Pipar
- Tómatar í dós (stewed)
- Balsamic sýróp
- Ristuð graskers og sólkjarnafræ
- Parmigiano Reggiano.
Beikonið steikt, en ekki of krönsí svo það sé hægt að vefja því utan um mossarella kúluna. Borið fram á stewed tómötunum. Og skreytt með balsamik sírópi, fræum og parmagiano ostinum.
Hér er svo mynd af réttinum.
Svo var kærasti minn með næsta rétt, þá var vinur okkar komin í heimsókn og naut góðs af. Af viðbrögðum hans að dæma þá var réttur upp á 5 M. (Við gefum einkunnir hverir hvern rétt, mest hægt að skora 5M)
Algjör sveppur
- Sveppir
- Smjör
- Hvítlaukur
- Rjómi
- Mjólk
- Campbells sveppasúpa
- Salt
- Pipar
- Púrra
Skerið niður sveppi og brúnið á pönnu í smjöri og hvítlauk. Bætið við 2-3 msk af súpunni (ekki mikið meir en það), rjóma og mjólk. Salt og pipar eftir smekk. Berið fram með dropa af rjóma on top og fíntskorinni púrru ásamt salti og pipar.
Og hér er dýrðin.
Svo tók ég síðasta rétt þessa kvölds.
Cod´n lobster
- Léttsaltaður þorskur
- Humarhalar
- Engifer
- Hvítlaukur
- Salt
- Pipar
- Morocco kryddblanda (því það er smá chile í því)
Og meðlætið:
- Baby maís
- Púrra
- Gul paprika
- Belgjabaunir
- Mangó chutney
- Rjómi
Og hvítlaukssmjör:
- Smjör
- Hvítlaukur
- Salt
Takið humarinn úr skelinni og hreinsið roð af fiski og bein ef einhver eru. Hakkið þetta saman með hníf. (Bara laushakkað). Blandið við pressuðum hvítlauk, fersku engifer, salti, pipar og einhverju chile kryddi (eða ferskum chile).
Steikið á pönnu upp úr smjöri. Skerið grænmetið fínt, eða eins og í mínu tilviki þá átti ég frosið skorið grænmeti (wok blöndu) sem ég keypti út í búð. Þannig að ég pillað úr pokanum sitt lítið af hverju og steikti það upp úr olíu á heitri wokpönnu. Saltaði og pipraði. Bætti svo við mango chutney og rjóma og sauð smá.
Svo bræddi ég smjör á pönnu með smá hvítlauk og salti. Og helti því yfir fiskbolluna þegar ég var búin að steikja hana.
Gleðilega hátíð.
Soffía6.4.2009 | 15:29
Mótefni
Fékk að gjöf um helgina nýja diskinn með Eberg sem heitir Antidote. Frábær diskur, mæli 100 % með honum. Í uppáhaldi hjá mér af þeim disk er lagið One step at the time. (Hægt að hlusta á það á myspace síðunni hans). Svo eru útgáfutónleikar með honum 22. apríl sem ég ætla ekki að missa af.
Annars vorum við með snilldar matarboð í síðustu viku. Tókum Foodwaves á það með góðum vinum sem höfðu aldrei prófað Foodwaves. Það var mikið tilhlökkunarefni að fá þau til að elda með okkur því bæði tvö miklir matgæðingar og góðir kokkar.
Vinur okkar gerði steak tartar. Ég er mjög mikið fyrir kjöt, og vil það helst hrátt þannig að þessi réttur var mjög mér að skapi.
Litli hakkarinn
- Entrecode naut
- Hrátt egg
- Salt og pipar
- Sítróna
- Belgjabaunir
- Klettasalat
Entrecode steikin var laushökkuð (NB, laushökkuð). Mótað í hæfilega stór buff (forréttastærð) og eggjarauða sett ofan á buffið. Salt og pipar ofan á það. (Hakkað kjötið var alveg ókryddað).
Belgjabaunir steiktar með smjöri, salti og pipar. Borið fram með klettasalati og sítrónu. Sítrónan var algjört must.
Síðasti rétturinn var skemmtilega léttur, fullkomin miðað við að klukkan var að ganga 01.00 og allir búnir að innbyrða mikið af kjöti, og það hráu.
Eggaldin symphony
- Eggaldin
- Salathnetublanda
- Klettasalat
- Gullostur
- Rauðlaukur
Eggaldin skorið í sneiðar, saltað og látið standa þannig í smá stund. Því næst er það þvegið og þurrkað smá. Svo er óflífuolía pensluð á það og saltað og piprað. Grillað á grillpönnu á báðum hliðum.
Salat dressing
- Balsamik edik
- Ólífuolía
- Salt
- Pipar
- Hvítlaukur
Borið fram með klettasalati, rauðlauk, hnetunum, gullosti og salat dressingu.
Gullostur er snilld, ég hef verið svolítið föst í Höfðingja, en næst mun ég versla Gullost.
Menning og listir | Breytt 8.4.2009 kl. 14:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
5.4.2009 | 21:16
Örverpi
Alltaf gaman að hugsa aðeins út í orðin sem maður notar, eitt að þeim er örverpi. En það er lítið egg sem fuglinn verpir síðast. Fórum í heimsókn í Hvalfjörðin áðan og fengum fullan kassa af eggjum frá bóndanum og eitt örverpi til gamans. Þetta eru bestu eggin á landinu, eins organic og hugsast getur.
Fékk mjög gott pasta í kvöldmat um daginn. Svona nýr tónn. Karrí, sinnep og tagliatelli...
Kjúklingur með karrí og tagliatelli
- Kjúklingur
- Kebab krydd (eða einhverskonar karrí eða karrí blanda)
- Matarolía
- Kúrbítur
- Púrra
- Hvítlaukur
- Rjómi
- Sinnep (sætt)
- Sýróp
- Salt
- Pipar
- Hvítvín
- Tagliatelli
Kjúklingur steiktur upp úr kebabkryddi, salti og pipar. Bætt við grænmeti og vökva, sjóði, sjóði. Borið fram með Tagliatelli.
Ég og vinur minn reyndum að efnagreina kebab blönduna mína því ég á mikið eftir að sjá eftir henni þegar hún klárast. Eins og ég hef áður minnst á, þá keypti ég hana á markaði í Úkraínu í boxi sem er algjörlega ómerkt.
En þetta er það sem ég er nokkuð viss um að sé í henni.
- Túrmerik
- Gult karrí
- Cumin (ekki mjög grounded, meira svona heilleg fræ)
- Mynta, þurrkuð
- Sítrónupipar
- Hvítur pipar
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.4.2009 | 21:20
bleu di bleu
Fékk rosa góða steik áður en ég fór að sofa í gær, kærastinn henti ungnauta file á grillpönnuna, bara rétt lokaði henni. Borið fram með smjörsteiktum sveppum og piparosti. Hrikalega gott.
Svo sá ég um morgunmat og það var rest af ungnauta file og kinda file. Nautið bleu og kindin medium rare, eldað á grillpönnu. Borið fram með grilluðum rauðlauk og bernaise sósu. Keypti bara svona sósu í pakka og bætti við tonn af smjöri og mjólk, borið fram með Osbourne rauðvíni. Óheyrilega gott og totaly hinn fullkomni morgunmatur.
Hef ekki ennþá lagt í að gera mína eigin bernaise sósu, en það kemur að því. En verð að segja að þessi í pakkanum var drullugóð. Enda nóg af íslensku smjöri í henni.
Þannig að ég var content fram að fermingaveislunni þar sem veitingarnar voru ekki af verri endanum.
Alltaf gaman að borða!
26.3.2009 | 14:17
Fyrirsætur, hamborgarar og smokkfiskur
Fór í rosalega skemmtilega myndatöku um daginn, var að mynda fyrir fáránlega flottan fatahönnuð. Stemmningin í tökunni var awesome. Fatahönnuðurinn alveg frábær, stílistinn flottur og módelið fallegt. Rosa pro gengi og útkoman varð því ekkert annað en AWESOME. Hlakka til að sýna ykkur útkomuna.
Fórum svo á Vitabar eftir tökuna til að fá okkur smá rauðvín og svo módelið gæti fengið sér hamborgara.
Svo fór ég í matarboð heim til mín. Þá var kærastinn búinn að henda upp í veislu og gestirnir mættir, þau Magga og Frikki. Ég tók ókunnuga stílistann með í boðið og allir skemmtu sér mjög vel.
Við buðum upp á þetta hefðbundna á raclette grillið. Kind, naut, kjúkling, grænmeti..... En það sem kom skemmtilega á óvart var smokkfiskurinn.
Og best af öllu þegar Frikka datt í hug að ná í smá smjör og setja á grillið og pressa hvítlauk ofan í það og svo henda smokkaranum á herlegheitin. Svínvirkar, passið bara að ef grillið er of heitt að smjörið frussist ekki framan í ykkur. Þetta tókst amk mjög vel í okkar tilfelli.
Svo er bara að setja Yeah yeah yeahs á fóninn og dansa upp á sófaborðinu, ef borðið það er að segja bíður upp á dans, nú eða í dans.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
25.3.2009 | 21:04
Kjúklingur fyrir drottningar
Fékk þessa uppskrift hjá drottningu. Smakkast súper vel. Gæti líka verið skemmtilegt sem svona smáréttur, einn af mörgum. Þannig að maður langi í meira, en fái ekki meira....já, ég er svoldið þannig.
Italian style tjúttari para reginas
- Kjúklingur, í bitum
- ólífuolía
- Hálfur bolli púðursykur
- Balsamic edik
- Hálfur bolli Oregano, sí sí, næstum heill baukur
- Einn og hálfur bolli af hvítvíni. Og muna, bara gott hvítvín!
- Grænar ólífur
- Sveskjur, skornar í litla bita
Blandið öllu saman, nema ólífum og sveskjum. Setjið í eldfast mót og bakið í ofni í ca hálftíma. Setjið ólífur og sveskjur þegar helmingur eldunartímans er liðinn. Berið fram með hrísgrjónum og góðu brauði.
Black með Perl Jam fer vel með þessum rétti.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Menning og listir | Breytt 4.4.2009 kl. 21:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)