bleu di bleu

Fékk rosa góða steik áður en ég fór að sofa í gær, kærastinn henti ungnauta file á grillpönnuna, bara rétt lokaði henni.  Borið fram með smjörsteiktum sveppum og piparosti.  Hrikalega gott. 

Svo sá ég um morgunmat og það var rest af ungnauta file og kinda file.  Nautið bleu og kindin medium rare, eldað á grillpönnu.  Borið fram með grilluðum rauðlauk og bernaise sósu.  Keypti bara svona sósu í pakka og bætti við tonn af smjöri og mjólk, borið fram með Osbourne rauðvíni.  Óheyrilega gott og totaly hinn fullkomni morgunmatur. 

Hef ekki ennþá lagt í að gera mína eigin bernaise sósu, en það kemur að því.  En verð að segja að þessi í pakkanum var drullugóð.  Enda nóg af íslensku smjöri í henni.

Þannig að ég var content fram að fermingaveislunni þar sem veitingarnar voru ekki af verri endanum.

Alltaf gaman að borða!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband