Föstudagsfjör

Tónlist vikunnar er að þessu sinni valin að hinum geðþekka tónlistarmanni og bónda í Hvalfirði Eberg. og vini hans honum Halla. Áður en þið hefjið lestur smellið þá á linkinn hér fyrir neðan og setjið þar með á tónlist vikunnar sem að þessu sinni er með hljómsveitinni Weezer.

Uppskrift vikunnar:  Avacado franskar, þarf ég nokkuð að hafa fleiri orð um það? Avacado er alltaf góður... ferskur, grillaður, ofnbakaður oooog djúpsteiktur!


Vefsíðan: Ég elska magasín um mat og vín og ekki er það verra þegar maður getur nálgast gæðablöð á netinu og það ókeypis. http://www.crushmagonline.com/

Vínið: Mér finnst rosalega gaman að smakka ný vín, sem er eflaust ástæðan fyrir því að þegar ég fer í ríkið þá hef ég smakkað meirihlutann af því sem er í hillunum, fyrir utan kannski þessa efstu, þar sem
flöskurnar kosta að meðaltali 6000 kr.
Ég smakkaði í vikunni HAYES RANCH, in the saddle, 2007 cab sauv frá Kaliforníu.

Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Spínatpönnukökur

 

Mynd vikunnar: Þá fer maí að verða búinn og maður á eftir að setja niður kartöflurnar og fleiri vorverk.  Það breytti ýmsu að það snjóaði þessi lifandis býsn fyrstu helgina í maí.
Það er ekki fyrr en um síðustu helgi að vorið datt inn finnst mér.  Og fátt betra en stemmningin sem fylgir vorinu, fræin sem maður sáði eru farin að blómstra og kryddjurtir og matjurtir að verða tilbúnar að fara út í garðinn.

En þetta verður mynd vikunnar: Loksins, loksins, GLEÐILEGT SUMAR

snjokall


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband