Fylltar spínatpönnukökur

Eitt það besta á veisluborðum er aspas í skinku, á pinna.  Flestir kunna nú þessa uppskrift en ég læt hana fljóta svona til að minna mig og aðra á hana.

Skinkurúlla

  • Grænn aspas í dós
  • Skinka í sneiðum (góð skinka, ekki ofurvatnsþynnt brauðskinka)
  • Rjómaostur

 

Smyrjið smurosti á  skinkusneiðar, leggið aspas svo á og rúllið upp, stingið tannstöngli í gegnum rúlluna.

 

 

ttv1

 

Fann í Gestgjafanum eitt sinn mjög góða uppskrift að spínatpönnukökum.  Algjör veislumatur.  Get alveg 100 % mælt með þessari uppskrift.

 

Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)

 

  • 250 g spínat , fryst
  • 3 egg
  • 150 ml mjólk
  • 1 msk olía
  • 100 g hveiti
  • salt á hnífsoddi
  • 1 dós sýrður rjómi (18%)
  • 100 g skinka , söxuð smátt
  • 1 paprika , rauð, fræhreinsuð og söxuð smátt
  • pipar , nýmalaður
Spínatið þítt og saxað gróft. Egg, mjólk og olía þeytt saman. Hveiti og salt sett í skál og eggjablöndunni hrært saman við smátt og smátt. Þegar soppan er slétt er spínatinu blandað saman við. Pönnukökupanna hituð og meðalþykkar pönnukökur steiktar ljósbrúnar við meðalhita. Þegar pönnukökurnar eru kaldar er sýrðum rjóma, skinku, papriku og pipar blandað saman og smurt þunnt á pönnukökurnar. Vafðar upp og skornar í sneiðar. Geymt í kæli í a.m.k. hálftíma.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband