Avacado franskar - djúpsteiktur avacado

Ég prófaði að djúpsteikja avacado sem ég hafði velt upp úr brauðmylsnu og eggi.  Það kom ferlega vel út og smakkast rosalega vel með góðri sósu, t.d jalapeno-lime sósu.

avacado franskar

avacado franskar

Avacado franskar (fyrir 2)

  • Avacado, 2 stk.
  • Brauðmylsna, ca 1-2 dl
  • Byggflögur ef þið viljið, 1/2 dl eða svo
  • Salt
  • Lemon pepper
  • Og svo hvaða krydd sem ykkur dettur í hug og finnst gott ef þið viljið hafa þetta meira spicy...

avacado franskar

Skerið avacado í sneiðar, sem líta út svona eins og franskar í lögun.  Ég skar hann í tvennt, fjarlægði steininn og skar svo 3-4 rákir endilangt og skóf svo úr hýðinu.

avacado franskar

avacado franskar

Veltið honum upp úr eggi, brauðmylsnu og jafnvel aftur í egg og aftur brauðmylsnu ef þið viljið þykkari húð utan um hann.

Djúpsteikið í potti í 10 -15 sek, eða þar til hann lítur gullinbrúnn út, en þó ekki brunninn.

avacado franskar

 Jalapeno sósa

  • 2 msk sýrður rjómi
  • Smátt skorinn jalapeno, niðursoðinn (2-3 hringir)
  • 1-2 tsk lime safi
  • 1 tsk sýróp
  • Salt 

Öllu blandað vel saman.  Ég steytti í morteli jalapeno, lime og salti, bætti svo við sýrðum og sýrópi.

avacado


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband