Ofurmæður sem elda, baka, sauma og föndra og allt hitt

Internetið er stútfullt af amerískum ofurmömmum.  Margar eiga það sameiginlegt að vera sannkristnar heimavinnandi húsmæður, yfirleitt með 3-5 börn og það mæðir ekki á biturleika hjá þessum konum, enda hvernig ættu þær að hafa tíma fyrir það miðað við allt sem þær dúlla sér við og blogga svo um. 
Það er ekki nóg með að þær elda dýrindis máltíðir, baka kökur sem orð fá ekki lýst, þá sauma þær svuntur og kjóla og föndra eins og vindurinn.  

Hér er ein og nú kvóta ég:
"In my downtime I also enjoy crafting, sewing, knitting, baking, cooking, decorating and even doing the laundry..."  Já, meir að segja hefur hún gaman að þvotti!   Ef þið viljið kynnast þessari betur þá er hún með ágætis síðu um saumaskap, föndur og uppskriftir
Ég lét reyna á mína ofur húsmæðratakta í kvöld, skipti á rúminu, henti í léttan dinner og fyrir matinn bjó ég til tvenns konar konfekt, annað fyrir litla munna og hitt aðeins sætara, en þar notaði ég marsípan.
Fyrst gerði ég þetta klassíska, döðlur, kókós og fleira maukað í spað í matvinnsluvél.  Svo tók ég frá part af því og bætti við marsípan út í það sem eftir var í matvinnsluvélinni.
konfekt
Konfekt
  • 2 dl döðlur
  • 2 dl kókós
  • 1 dl heslihnetur
  • 1/2 dl haframjöl
  • 2 tsk kakó
  • 2 tsk sýróp
  • 3 msk vatn ef þetta er ekki nógu blautt
--
Og í næsta skammt
  • Hálf uppskrift hér að ofan
  • 100 - 200 g marsípan eða bara eftir smekk og stemmningu

Ég bjó til kúlur úr massanum og  rúllaði ég svo konfektkúlunum annarsvegar upp úr kakódufti og hinsvegar upp úr kókós.

Það má mauka svo margt við þetta, alls konar þurrkaða ávexti, fræ og hnetur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband