Saltfiskur í bjór"batter"

Þá held ég áfram að deila með ykkur réttum frá tapaskvöldinu forðum, ég bjó til djúpsteiktan saltfisk. Mér fannst þessi réttur svo góður að það er ekki fyndið. 

Mig hefur lengi langað að gera þennan dæmigerða spánska tapasrétt, eða síðan ég bjó í Madrid, en þar fann ég lítinn stað sem bauð upp á þennan rétt. 

Þetta var einn af þessum gömlu stöðum, þar sem ekki var búið að endurinnrétta fyrir milljónir en maturinn og stemmningin var æði. (Myndirnar eru frá þessum stað)

tapas

Þeir buðu upp á rauðvín í pinkulitlum glösum (eitthvað ódýrt sull, en það rann mjög vel!) Og svo fékk maður sér eitt glas, og annað og þriðja, og svo buðu þeir oft upp á fjórða og jafnvel fimmta.  Með þessu fengum við okkur alltaf djúpsteiktan saltfisk. 

tapas bar

Sá sem ég bjó til fyrir tapaskvöldið góða var bara næstum því eins og á þessum tapasbar í Madrid. En svo má ekki gleyma að stemmningin setur sitt bragð á matinn.

tapas bar

Ég mæli með að þið fáið ykkur frekar ódýra crianza og lítil glös til að drekka rauðvínið úr með þessum rétti, það er stemming :P  Nú eða bara eðal kristal og gran reserva  :) Það er sko líka stemming..

 

 djúpsteiktur saltfiskur

Djúpsteiktur saltfiskur í bjór"batter"

  • 1/2 kg saltfiskur
  • 1  bjór (ég notaði lítinn tékkneskan  budwar)
  • 200 g hveiti
  • 1 tsk lyftiduft
  • Olía til djúpsteikingar

Hrærið saman hveiti, lyftidufti og bjór.  (Deigið á að líta ca út eins og vöffludeig/pönnukökudeig).  Skerið saltfiskinn í litla bita (ca tveggja munnbitastærð). Steikið þá létt á pönnu.  Setjið saltfiskinn í bjór"batterið" og veiðið svo bitana varlega uppúr og setjið þá í pott með olíunni sem er þá orðin vel heit.

Steikið nokkra bita í einu, í 1 - 2 mínútur eða þar til þeir eru fallega gullinbrúnir.

Berið strax fram.

Saltfiskurinn getur orðið laus í sér við steikingu á pönnunni þannig að það þarf að fara mjúkum höndum um hann.

 

 


Ofur tapaskvöld

Við elduðum með vinum okkar nokkra tapas rétti, þau nokkra og við nokkra.  Úr varð mest awesome tapas dinner sem ég hef fengið lengi.  Fyrir utan það að allir réttirnir voru sjúklega bragðgóðir þá harmóneruðu þeir svo vel saman.  Maður gat vaðið úr einum rétt í annan og blandað þeim öllum saman og þannig búið til nýtt bragðlaukasamsetningakítl.

 manchego ostur

Við keyptum Manchego ost, það er snilldar snilldar sniiilldar ostur, og með sýrópi og valhnetukjörnum  þá er hann bragðlauka gleðigjafi.

Það sem var boðið upp á var:

  • Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum
  • Gazpacho
  • Aspas með myntusmjöri
  • Humar með sweet chili sósu og mangó bitum
  • Djúpsteiktur saltfiskur
  • Hráskinka
  • Baguette

Manchego með sýrópi og valhnetukjörnum

  • Manchego
  • Valhnetukjarnar
  • Sýróp 

Skerið ostinn í þunnar sneiðar og dreyfið yfir smá sýrópi og valhnetukjörnum. Fleiri uppskriftir síðar, þar á meðal saltfiskur í bjór-batter.

 manchego ostur

 

 


Plokkfiskur með vorlauk

Hafið þið einhvertíma spáð í hvernig aspas vex? Það hafði ég ekki gert fyrr en um daginn, og fannst krúttlegt að sjá myndir af aspasstönglum gægjast upp úr moldinni.  Þið getið t.d séð myndir hér á þessari síðu.

plokkfiskur

Annars er hér einföld uppskrift af plokkfisk með vorlauk. 

Mér finnst vorlaukurinn rosa góður í plokkfisk og mun nota hann aftur næst þegar ég geri plokkara.

  • 500 g ýsa
  • 1/2 dl soð af fiskinum
  • 5-6 meðalstórar kartöflur
  • 3 vorlaukar
  • 25 g smjör
  • 2-3 msk hveiti
  • Mjólk eftir þörfum (u.þ.b 2,5 - 3 dl)
  • 1 egg
  • Salt
  • Pipar (bæði svartur og ca 1 tsk hvítur)

Sjóðið fisk og kartöflur.  Bræðið smá smjör og svitið laukinn, bætið við rest af smjöri og bræðið.  Bætið við hveiti og búið til smjörbollu.  Leysið hana upp með mjólkinni og fiskisoðinu.  Skrælið kartöflur og skerið í hæfilega munnbita. Bætið fiski og kartöflum við hvítu sósuna ásamt því að brjóta eitt egg út í plokkfiskinn og hræra því vel við. Saltið og piprið vel.  Látið malla í nokkrar mínútur.

Berið fram með rúgbrauði og smjöri og extra skammti af salti og pipar. 

plokkfiskur


Indverskur réttur - sittlítið af hinu og þessu og smá salt...

Ég get ekki hætt að hugsa um Vindaloo réttinn sem ég fékk mér alltaf þegar ég bjó í Madríd.  Og í gær ætlaði ég að reyna að gera eitthvað í líkingu við hann.  Kíkti á nokkrar Vindaloo uppskriftir og rölti svo út í búð.  Það gekk ekki betur en svo að ég kom heim með mangó og bufflauk og ekkert annað.  Því ég ætlaði í aðra búð og versla kindafille og vidaloo krydd.  En ákvað svo að láta bara duga það sem til var því ég nennti ekki aftur út. 

Úr varð einn besti indverskur dinner sem ég hef matreitt.

Heimagert mango chutney eins og ég bloggaði um fyrri stuttu, nema ég notaði hvítvín í staðin fyrir eplaedik.  Mæli geggjað með að gera sitt eigið mango chutney!

Raita,  Ab mjólk, salt, agúrka, túrmerik og 2 tsk salthnetublandan frá Yndisauka.

Hrísgrjónin krydduð með túrmerik, grænum baunum og fullt af smjöri og smá salt.  (Hefði sett út í ferskt kóríander hefði það verið til.

Roti, hveiti, vatn og salt.  Flatt út í kökur og steikt á pönnu.

Aðalrétturinn endaði sem lambahakksbollur með durban kryddi.  Góð krydd eru gulli betri.  Ég hef áður sagt ykkur frá Durban kryddinu, það er lúmskt gott! ( Durban curry og er frá Cape herbs)

durban curry

Þessi réttur varð til jafnóðum og ég eldaði. Ég fór ekki eftir neinni uppskrift og notaði það sem til var.  En þetta var svo gott að ég væri til í þennan rétt aftur í kvöld.  Það sem gerði þennan rétt var þetta Durban krydd sem ég á, keypti það í Krónunni um daginn.  En ég hef séð þessi krydd frá Cape Herbs bæði í Nóatúni og Krónunni.

 indverskt

Lambahakksbollur með indversku ívafi (fyrir 2)

  • 600 g  lambahakk
  • 1 tómatur
  • 1 tsk Durban krydd
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 tsk salt
  • 1/2 laukur
  • smá ferskur chile (magn fer eftir styrkleika chilísins)
  • 2 hvítlauksrif
  • 1-2 msk ólífuolía
  • Öllu skellt í mixer og hakka vel saman.  Gerið litlar bollur og steikið á pönnu.

 

Sósan:

  • 2 tsk fersk rifin engifer ( eða smá klumpur)
  • !/2 laukur
  • Tómatsósa í dós (Ég nota þessar frá Eden, langbestar)
  • 1/2 dl Ab mjólk
  • Durban krydd, 2-3 tsk...smakkið til.
  • Salt eftir smekk 
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Smá ferskur chile

Hakkið vel saman í mixer lauk, hvítlauk og engifer og smá chile svo úr verði paste. Svitið paste-ið á pönnunni hjá kjötbollunum, bætið við tómatsósunni og kryddið.  Setjið ab mjólk í og leyfið þessu að malla í amk korter, hrærið í öðru hvoru.

Þetta var svoooo gott.  Með þessu bar ég fram hvítvín, Sauvignon Blanc frá Montes, Chile, 2009. En Sauvignon Blanc fór mjög vel með þessum rétti.  Ég mæli því með  Sauvignon Blanc með sterkum indverskum réttum. 

Annars er mögnuð þessi þoka í dag.  Ég rölti um Hljómskálagarðinn og mýrina út að Norræna húsinu, en þegar ég var komin út stíginn þá tók við brekka sem var ekki séns að komast upp með barnavagn þannig að ég þurfti takk fyrir að labba til baka út á Hringbraut.  Algjör hönnunargalli. En þvílíkt spúkí stemmning þarna í mýrinni, ekki sála á ferli, nema köttur og nokkrir fuglar og skyggni nokkrir metrar.

þoka

 www.soffia.net

 


Matarboð aldarinnar - þegar ég brauðfæddi heilt þorp í Afríku.

Einu sinni tókst mér að fæða heilt þorp í Afríku.  Og ég er ekki að ýkja.  Þetta átti að vera matarboð fyrir 4 íslenska nágranna, og stráka sem voru í þorpinu í nokkra daga á sama tíma og við. 

malawi

Við gestgjafar, vinkona mín,  kærasti minn og ég, lögðum pent á borð til að byrja með, en undir lokin þegar garðurinn fylltist af þorpsbúum,svöööngum þorpsbúum þá fyrst byrjaði veislan og allur matur tekinn fram!

malawi

Við hefðum nú alveg mátt gera ráð fyrir boðflennum því fyrr um daginn höfðum við hitt nokkra drengi sem voru í hljómsveit og fengum við þá til að spila í matarboðinu.  Það er önnur saga!  En þeir komu og spiluðu úti á verönd og tónlistin sem ómaði laðaði að eins og fyrr segir allt þorpið.

malawi

 malawi

Hef ég haldið mörg matarboðin, en þetta sló allt út.  Fólk var svangt, svo svangt að þegar allir gestir höfðu yfirgefið samkvæmið þá var eftir í öllu húsinu! 2 egg og ein þurr brauðsneið sem við gestgjafarnir þrír ætluðum að deila á milli okkur daginn eftir til að seðja sárasta hungrið þar til við kæmust í meiri mat.

 

Allt  var étið upp, við hituðum meir að segja upp allar þær dósir af bökuðum baunum sem ég fann í kofanum, öll hrísgrjón.  ALLT var étið!  Íslensku matargestirnir voru meir að segja sendir eftir kjúkling sem þeir áttu heima hjá sér. Og síðasti gesturinn, ung kona með nýfætt barn fór með síðasta mjólkurdropann með sér.

malawi

 Og allir skemmtu sér vel, innfæddir kenndu okkur að dansa og syngja hópsöngva og við kenndum þeim íslenska slagara eins og Stál og hnífur og ég kenndi krökkunum dansinn úr pulp fiction myndinni við mikla lukku.  Það er mikil tónlist og rytmi í  þorpsbúunum, allir dönsuðu, og sungu.

malawi


Og sumir voru sætari en aðrir. (Og aðrir rauðari)

malawi

 


Myntusósa úr samtíningi og píta með lambabuffi

Ég skildi eftir pakka af hirsigraut hjá einni sem ég þekki.  Þetta er svona þurrefni í silfruðum poka, ekki ósvipað silfruðu pokunum sem kartöflumúsin kemur í.

Nema það að húsfrúin ákveður að gefa kallinum kartöflumús með kjötbollunum og hellir öllum hirsigrautum í pott og byrjar að hræra.  Henni fannst kartöflumúsin samt eitthvað þynnri og öðruvísi en venjulega, þar til að hún fattaði það að hún hafði notað hirsigrautinn minn í staðin fyrir kartöflumúsin.

Ekki fylgir sögunni hvort eiginmaðurinn hafi borðað hirsigraut með bollunum.

 

Ég gerði pítu með myntusósu og lambabuffi.  Ég notaði afganginn af lambahakkinu síðan ég gerði lachmacun.  Því var hakkið búið að marinerast í kryddinu í ísskáp í 2 daga.  Besta píta sem ég hef gert LEEENGI!

píta

Myntusósan átti bara að vera 3 hráefni, ab mjólk, mynta og smá salt, en mér fannst hún of súr og bara ekki að virka fyrr en ég var búin að hræra saman 10 hráefnum, þá small þetta.

  • 2 dl Ab mjólk 
  • 1 lúka fersk mynta
  • 1 tsk púðursykur
  • 1 tsk pistasíublanda frá Yndisauka
  • 3 tsk salthnetublandan frá Yndisauka
  • 7 - 10 cm af agúrku
  • 2-3 tsk sýróp
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • Smá pipar

Öllu skellt í mixerinn og hakkað vel saman. Kælt í ísskáp þar til hún er borin fram.

 

Lambabuff (Uppskriftin frá Lachmacun, þannig að ég mæli með að þið minnkið hana um helming til að fá um 4 buff...)

  • 1 kg Lambahakk
  • 1 laukur
  • 1 gul paprika
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 3-4 smátt tómatar úr dós, niðursoðnir. skornir í teninga. Ég nota Roma tómata frá Eden
  • 1/2 meðalsterkur rauður chile.  Smakkið hann áður til að finna út hve mikið þið þurfið.
  • 2 dl fersk söxuð myndta
  • 2,5 dl fersk söxuð steinselja
  • 1 tsk cumin
  • 2-3 tsk turmeric
  • Salt og pipar

Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku.  Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman með fingrunum. (Einnig hægt að nota ferska tómata)

Búið til buff og steikið þau á pönnu þar til elduð í gegn.  Mæli með að þið steikið þau ekki of mikið samt.  Það mætti líka henda þeim á grillið.

grænmeti

Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, chili tómatasósu og ferskri steinselju.  

 

 

 

 


Tyrkneska veislan - nú er það Bulgur pilaf.

Bulgur er skemmtileg tilbreyting frá t.d couscous eða hrísgrjónum.

 

bulgur

 

Ég gerði Bulgur pilaf í tyrknesku veislunni sem ég var með um daginn. Þessi réttur færi rosalega vel með lúðu, steinbít eða skötusel, lambakótelettum eða kjúklingi. Ooooh, þetta meðlæti gæti farið vel með svo mörgu.  Ég notaði þetta með falafel.  Svona fór ég að:

 

Bulgur pilaf

  • 1 græn paprika
  • 2 stk tómatar úr dós (eða ferskir)
  • 60 g smjör
  • 1  lítill laukur
  • 4 dl bulgur
  • 8 dl vatn 
  • 1 kjúklingateningur (eða nauta)
  • 1 msk fersk mynta
  • Salt og pipar

 

Skerið lauk og  papriku smátt. Brúnið lauk í bræddu smjörinu á rúmgóðri pönnu eða potti og bætið svo við paprikunni.  Bætið því næst við bulgur og hrærið vel saman, mallið í 3-4 mínútur.  Bætið við fremur smátt skornum tómötum, saxaðri myntu, vatninu og tening, salti og pipar. Hrærið aðeins í þessu og látið svo malla í um 20 mínútur.  Hrærið upp í réttinum með gaffli áður en þið setjið í skál og berið hann fram.

 


Alvöru Lahmacun - Pizza sem pizzaáhugafólk verður að prófa

Það eru margir sem eiga pizzadag með fjölskyldunni einu sinni í viku eða svo þar sem allir koma saman og gera heimagerða pizzu frá grunni.  Skemmtileg hefð finnst mér. 

Hér er uppskrift að  pizzu, sem stundum er nefn Tyrknesk pizza og ég mæli með að þið  prófið.  Ég hef áður bloggað um þessa pizzu.  En í gær lagði ég mig alla fram við að gera hana almennilega og betrumbætti uppskrifitna!

Ég bauð vinum í mat þar sem boðið var upp á Tyrkneskan mat, fullt af skemmtilegum nýjum brögðum og allt harmoneraði vel saman.  En ég ætla að byrja á að segja ykkur frá því hvernig ég gerði Lahmacun.

Lykilatriðið er gott hráefni.  Lambahakk er málið!  Það er hægt að nota nautahakk en ég algjörlega mæli með lambahakkinu.  Svo er málið að vera með ferska myntu og ferska steinselju.  FERSKT FERSKT FERSKT!

Þetta var svo gott að það ást upp áður en ég náði að mynda það almennilega. 

lachmahun

Og zoom á Lahmacunið

Lachmacun

 

 Lahmacun (fyrir 6) 

Ég notaði kíló af hakki, og átti smá afgang sem er enn að "marinerast"  inn í ísskáp og ætla ég að nota það í lambaborgara.  Þannig að um 700 g dugar ca  á 5 stk 12" pizzur

Byrjið á að gera pizzadeig

Hér er uppskriftin eins og ég gerði í gær og kom vel út.

  • 500 g hveiti
  • 300 ml volgt vatn, um það bil, þið finnið það í hnoðinu hve mikið vatn þarf á móti hveitinu
  • 1 msk sykur
  • 2 tsk salt
  • 2 tsk þurrger
  • 1-2 tsk ólífuolía

Leysið gerið í 3-4 msk af volgu vatni og með sykrinum í korter, eða þar til freyðir vel.   Setjið hveiti í skál og bætið við gerblöndunni, restinni af volgu vatn, salti og olíu og hnoðið lauslega.  Setjið poka yfir skálina eða filmu og látið hefast í klst eða svo.  

Lambahakkmixtúra

  • 1 kg Lambahakk
  • 1 laukur
  • 1 gul paprika
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 3-4 smátt tómatar úr dós, niðursoðnir. skornir í teninga. Ég nota Roma tómata frá Eden
  • 1/2 meðalsterkur rauður chile.  Smakkið hann áður til að finna út hve mikið þið þurfið.
  • 2 dl fersk söxuð mynta
  • 2,5 dl fersk söxuð steinselja
  • 1 tsk cumin
  • 2-3 tsk turmeric
  • Salt og pipar

Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku.  Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman með fingrunum. (Einnig hægt að nota ferska tómata)

lambahakk

Fletjið út pizzadeigið þunnt og setjið á bökunarpappír á ofnplötu eða pizzastein. Makið lambahakkinu fremur þunnt á pizzadeigið en þannig að það þeki og passið að það nái vel út í alla kanta því hakkið skreppur saman við eldun.  Inn í ofn með þetta á 220°c í 10 - 15 mín eða þar til hakkið er eldað.

 

Meðlæti:

  • Gróft söxuð steinselja
  • Sítróna (eða lime) skorið í báta
  • Rauðlaukur skorinn í strimla

 

Þegar pizzan er borin fram þá er mjög gott að dreyfa yfir hana ferskum rauðlauk og ferskri steinselju og það gerði ótrúlega mikið að kreista smá sítrónu yfir pizzuna, einhvernvegin náði að draga fram bragðið í öllu.

Á boðstólnum hjá mér var einnig  hot kebab tómatsósa, jógúrtsósa, tómatar og agúrkusalat, falafel og pítubrauð og svo bulgur pilaf.  Fullt af brögðum í gangi sem kítluðu alla bragðlaukana.  Meir um það næst.

 

 

 

 


Heilt lamb, en hauslaust - á teini

Við buðum nágrönnunum í mat, og þar sem við eigum svo góða granna þá sáu þeir um að koma með heilt lamb og heimasmíðað grill til að grilla það í.  Svona leit dýrðin út.

lamb á teini

 lamb á teini

Niðamyrkur, skítakuldi, snjókoma, góð vín, gott fólk og smá ylur frá grillinu, sem var að þreyta sína frumraun og því rákum við okkur á hvað betur mátti fara á meðan við grilluðum. 

En það kom ekki að sök.  Í sveitinni okkar er fólk sem segir að það séu ekki til vandamál heldur verkefni.

Það kom vel fram þegar í ljós kom að við vorum frekar að heitreykja lambið en að grilla það, en  þá var nú bara náð í slípirokk og fleiri göt sett í botninn á grillinu ....á meðan lambið snérist á teininum.

lamb á teini

Alltaf gott að hafa slípirokkinn við höndina þegar maður grillar

 

Og nokkrum klukkutímum síðar fengum við að smakka snilldina.  Þetta var alvöru mjólkurlamb, bragðið var ljúft og kjötið meyrt.

lamb á teini

 "Ég bað um lamb á teini, hér er teinninn er hvar er lambið?" (Skaupið ´85 .....klassík!)

 

Meðlætið var klassískt, en grannarnir komu allir með eitthvað góðgæti.  Einn sá um salat, annar bakaðar kartöflur, og svo voru þar heimabakaðar brauðbollur, köld sósa og epla og piparmyntuhlaup.  Við gerðum einfalda marineringu til að leyfa kjötinu að njóta sín, sólblóma og ólífuolía, smá hvítlaukur, lamb islandia og ponsu pistasíublanda frá Yndisauka og aðalkryddið í þessu lambi var stemmningin við eldamennskuna og í veislunni sem gleymist seint.

lamb á teini

Tilefnið var síðbúin haustgleði.

 

 

 

 

 

 

 


Sunnudagsmorgun - sauvignon og parmigiano reggiano

Hvað gerir maður á sunnudagsmorgni þegar aðrir fjölskyldumeðlimir sofa og maður veit að maður hefur tvær klukkustundir út af fyrir sig, fer maður að vaska upp, setja í þvottavél, skúra baðið...eða sest maður í hvíta rauðvínsstólinn sinn með ískalt Vicar´s choise Sauvignon Blanc og parmigiano reggiano og skemmtileg matarblöð og bækur...check!

Larousse

Ég fékk lánaða svo skemmtilega bók hjá vinkonu sem heitir Gastronomique.  Það er mjög gaman að glugga í þá bók (sérstaklega í rólegheitum með Sauvignon Blanc og parmagiano reggiano)

Ef ég hefði átt Manchego ost þá hefði ég fengið mér hann líka með smá sýrópi og valhnetum.  Ef þið viljið fræðast meir um Manchego þá er þessi síða eingöngu um þann ost :) 

manchego-cheese.com

sauvignon blanc

- - -

Vicar´s choice, Marlborough, Nýja Sjáland, 2009, Sauvignon Blanc.

Virkilega ferskt og gott vín, sítus, smjör, ljúft, svolítið sætt.  Ætla að kaupa það næst þegar ég verð með krækling.

- - -

 

EN svo tekur raunveruleikinn við og maður fer í hádegis matargerð og þrif.  En þá er maður líka endurnærður og búin að skipuleggja næsta matarboð sem á að verða með óhefðbundnu sniði eitthvert laugardagshádegið  á næstunni.


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband