Myntusósa úr samtíningi og píta með lambabuffi

Ég skildi eftir pakka af hirsigraut hjá einni sem ég þekki.  Þetta er svona þurrefni í silfruðum poka, ekki ósvipað silfruðu pokunum sem kartöflumúsin kemur í.

Nema það að húsfrúin ákveður að gefa kallinum kartöflumús með kjötbollunum og hellir öllum hirsigrautum í pott og byrjar að hræra.  Henni fannst kartöflumúsin samt eitthvað þynnri og öðruvísi en venjulega, þar til að hún fattaði það að hún hafði notað hirsigrautinn minn í staðin fyrir kartöflumúsin.

Ekki fylgir sögunni hvort eiginmaðurinn hafi borðað hirsigraut með bollunum.

 

Ég gerði pítu með myntusósu og lambabuffi.  Ég notaði afganginn af lambahakkinu síðan ég gerði lachmacun.  Því var hakkið búið að marinerast í kryddinu í ísskáp í 2 daga.  Besta píta sem ég hef gert LEEENGI!

píta

Myntusósan átti bara að vera 3 hráefni, ab mjólk, mynta og smá salt, en mér fannst hún of súr og bara ekki að virka fyrr en ég var búin að hræra saman 10 hráefnum, þá small þetta.

  • 2 dl Ab mjólk 
  • 1 lúka fersk mynta
  • 1 tsk púðursykur
  • 1 tsk pistasíublanda frá Yndisauka
  • 3 tsk salthnetublandan frá Yndisauka
  • 7 - 10 cm af agúrku
  • 2-3 tsk sýróp
  • 1 hvítlauksrif
  • 1 tsk salt
  • Smá pipar

Öllu skellt í mixerinn og hakkað vel saman. Kælt í ísskáp þar til hún er borin fram.

 

Lambabuff (Uppskriftin frá Lachmacun, þannig að ég mæli með að þið minnkið hana um helming til að fá um 4 buff...)

  • 1 kg Lambahakk
  • 1 laukur
  • 1 gul paprika
  • 2-3 hvítlauksrif
  • 3-4 smátt tómatar úr dós, niðursoðnir. skornir í teninga. Ég nota Roma tómata frá Eden
  • 1/2 meðalsterkur rauður chile.  Smakkið hann áður til að finna út hve mikið þið þurfið.
  • 2 dl fersk söxuð myndta
  • 2,5 dl fersk söxuð steinselja
  • 1 tsk cumin
  • 2-3 tsk turmeric
  • Salt og pipar

Hakkið saman lauk, hvítlauk og papriku.  Setjið lambahakkið í stóra skál og blandið öllu hráefninu vel saman með fingrunum. (Einnig hægt að nota ferska tómata)

Búið til buff og steikið þau á pönnu þar til elduð í gegn.  Mæli með að þið steikið þau ekki of mikið samt.  Það mætti líka henda þeim á grillið.

grænmeti

Borið fram með pítubrauði, agúrku, tómötum, rauðlauk, fetaosti, chili tómatasósu og ferskri steinselju.  

 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband