Indverskur réttur - sittlítið af hinu og þessu og smá salt...

Ég get ekki hætt að hugsa um Vindaloo réttinn sem ég fékk mér alltaf þegar ég bjó í Madríd.  Og í gær ætlaði ég að reyna að gera eitthvað í líkingu við hann.  Kíkti á nokkrar Vindaloo uppskriftir og rölti svo út í búð.  Það gekk ekki betur en svo að ég kom heim með mangó og bufflauk og ekkert annað.  Því ég ætlaði í aðra búð og versla kindafille og vidaloo krydd.  En ákvað svo að láta bara duga það sem til var því ég nennti ekki aftur út. 

Úr varð einn besti indverskur dinner sem ég hef matreitt.

Heimagert mango chutney eins og ég bloggaði um fyrri stuttu, nema ég notaði hvítvín í staðin fyrir eplaedik.  Mæli geggjað með að gera sitt eigið mango chutney!

Raita,  Ab mjólk, salt, agúrka, túrmerik og 2 tsk salthnetublandan frá Yndisauka.

Hrísgrjónin krydduð með túrmerik, grænum baunum og fullt af smjöri og smá salt.  (Hefði sett út í ferskt kóríander hefði það verið til.

Roti, hveiti, vatn og salt.  Flatt út í kökur og steikt á pönnu.

Aðalrétturinn endaði sem lambahakksbollur með durban kryddi.  Góð krydd eru gulli betri.  Ég hef áður sagt ykkur frá Durban kryddinu, það er lúmskt gott! ( Durban curry og er frá Cape herbs)

durban curry

Þessi réttur varð til jafnóðum og ég eldaði. Ég fór ekki eftir neinni uppskrift og notaði það sem til var.  En þetta var svo gott að ég væri til í þennan rétt aftur í kvöld.  Það sem gerði þennan rétt var þetta Durban krydd sem ég á, keypti það í Krónunni um daginn.  En ég hef séð þessi krydd frá Cape Herbs bæði í Nóatúni og Krónunni.

 indverskt

Lambahakksbollur með indversku ívafi (fyrir 2)

  • 600 g  lambahakk
  • 1 tómatur
  • 1 tsk Durban krydd
  • 1 tsk túrmerik
  • 1 tsk salt
  • 1/2 laukur
  • smá ferskur chile (magn fer eftir styrkleika chilísins)
  • 2 hvítlauksrif
  • 1-2 msk ólífuolía
  • Öllu skellt í mixer og hakka vel saman.  Gerið litlar bollur og steikið á pönnu.

 

Sósan:

  • 2 tsk fersk rifin engifer ( eða smá klumpur)
  • !/2 laukur
  • Tómatsósa í dós (Ég nota þessar frá Eden, langbestar)
  • 1/2 dl Ab mjólk
  • Durban krydd, 2-3 tsk...smakkið til.
  • Salt eftir smekk 
  • 2-3 hvítlauksrif
  • Smá ferskur chile

Hakkið vel saman í mixer lauk, hvítlauk og engifer og smá chile svo úr verði paste. Svitið paste-ið á pönnunni hjá kjötbollunum, bætið við tómatsósunni og kryddið.  Setjið ab mjólk í og leyfið þessu að malla í amk korter, hrærið í öðru hvoru.

Þetta var svoooo gott.  Með þessu bar ég fram hvítvín, Sauvignon Blanc frá Montes, Chile, 2009. En Sauvignon Blanc fór mjög vel með þessum rétti.  Ég mæli því með  Sauvignon Blanc með sterkum indverskum réttum. 

Annars er mögnuð þessi þoka í dag.  Ég rölti um Hljómskálagarðinn og mýrina út að Norræna húsinu, en þegar ég var komin út stíginn þá tók við brekka sem var ekki séns að komast upp með barnavagn þannig að ég þurfti takk fyrir að labba til baka út á Hringbraut.  Algjör hönnunargalli. En þvílíkt spúkí stemmning þarna í mýrinni, ekki sála á ferli, nema köttur og nokkrir fuglar og skyggni nokkrir metrar.

þoka

 www.soffia.net

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband