Færsluflokkur: Matur og drykkur

Stórinnkaup, enn samt ALLTAF í búðinni. - Uppskrift af ofnbökuðu pönnukökudegi

Til hvers að gera stórinnkaup, ég er ekki fyrr komin úr búð en ég uppgötva að mig vantar eitthvað og þarf hvort eð er að fara aftur daginn eftir í búð :)

Ég nennti ekki stórmörkuðum lengur, ég fór þangað til að ná í mjólk, smjör og ost...sem sagt, mjólkurvörur og bleyjur.  Annað verslaði ég hjá Frú Laugu og einstaka sinnum fór ég í Lifandi markaður.

Svo prófaði ég í einn mánuð að versla bara í Frú Laugu, og þann mánuð var því bara borðað það sem þar fékkst og það var sko alveg hellingur af frábærum mat. Og þannig er það í dag, nema öðru hvoru fer ég í  Lifandi markað og svo skýst ég stundum í Melabúðina eftir mjólk, en það er líka ágætt fyrir heimavinnandi húsmóður að rölta með barnavagninn í búð öðru hvoru til að fá tækifæri og "tala" við fullorðið fólk..

Það sem meira er, þetta er ekkert dýrara en að versla í stórmarkaði.

Ég versla gæðamat, einfalt og fáar vörur.  Ég versla ekki pakkamat, tilbúnar vörur og aðrar unnar vörur hvort eð er og næstum allt sem ég kaupi er ferskt og geymist ekki það lengi.  

Svo gæti ég farið út í aðra langa færslu um þá sem segjast ekki hafa efni á að kaupa hreinan og góðan mat.  Ég held að það sé vel hægt að versla mjög hreinan og góðan mat frekar en tilbúðið pakkadrasl. Málið er bara að maður verður að nenna að elda.  Ætla ekki að fara nánar út í þessa umræðu hér.  (Fyrir utan það að það skuli ekki vera hægt að fá FISKINN OKKAR ódýran, það ættu að vera mannréttindi á íslandi að allir geti keypt sér ódýran fisk 3-4 sinnum í viku, ég fæ útflutta íslenska fiskinn ódýrari hjá fisksala á Spáni.

lorgrono06 

Svo fór ég að velta fyrir mér afhverju ég væri með svona mikið af dósum, ekki er ég með neðanjarðarbyrgi og það er ekki eins og það sé óraleið í næstu búð og eins og ég sagði áður, maður er hvort eð er ekki fyrr komin úr búð en að manni vantar eitthvað, þannig að ég það er engin tilgangur fyrir að safna mat í skápa.  Ekki hér í borginni að minnsta kosti.  Og ég tala nú ekki um BPA sem er í dósum þannig að ég versla í gleri núna og eina sem ég kaupi er tómat passata....BESTA PIZZASÓSAN.

Búrið í sveitinni er líka einfalt, m.a:

  • Góð risotto grjón.  (Fást m.a í Frú Laugu)
  • Bankabygg, íslenskt
  • Byggmjöl, íslenskt
  • Byggflögur, íslenskt 
  • Cannellini baunir (og aðrar góðar baunir, í pokum)
  • Passata tómatsósa
  • Hveiti (steinmalað frá Frú Laugu)
  • Sykur
  • Gott pasta (sem ég fæ í Frú Laugu, mér finnst það meiriháttar gott)

Ég hef verið að sjá uppskriftir af "Puffy pancakes" á netinu og alltaf verið á leiðinni að prófa.  Ég lét loksins verða að því að prófa.

Þetta er meiriháttar einfalt og alveg frábært ef von er á fólki í brunch eða til að hafa í morgunmat í sumarbústaðnum.

pönnukökur 

 

Puffy pönnukökur
  • 2 egg
  • 1/2 bolli mjólk, kannski aðeins meira
  • 1/2 bolli hveiti
  • 1 tsk vanilla (má sleppa, ég gerði það)
  • 1 tsk salt
  • 4-5 msk smjör

 

  1. Hrærið í pönnukökudeig, tekur 3 mín.  
  2. Bræðið smjörið í eldfasta mótinu inn í ofni á 200°c.
  3. Takið út mótið með bráðna smjörinu (PASSIÐ YKKUR, ÞAÐ  ER HEITT).
  4. Setjið degið í eldfast mót og inn í ofn í 17 mín á 200°c. TILBÚIÐ!
pönnukökur
 
Það er hægt að bera þær fram með ýmsu, rækjusalati, reyktum lax og eggjasalati, sultum, ávöxtum, eggi og beikoni...
 
 
pönnukökur 
Ég var m.a með heimagerða rabarbarasultu með vanillu.   

 

 
 
 
 
 

 

 

 


Brauðterta með reyktum lax

Í tilefni þess að sonur minn varð eins árs um daginn þá bakaði ég köku honum til heiðurs og ákvað að gera köku sem hann gæti smakkað og þar sem hann er of ungur til að vera að japla á súkkulaðikökum þá gerði ég frábæra brauðtertu.

 Það er ekki mikið mæjó í henni þar sem því er blandað við sýrðan en það er að sjálfsögðu bara smekksatriði hvernig hlutföllin eru þar.  Svo er hún smurð að utan með rjómaosti sem fer frábærlega vel með reykta laxinum.

brauðterta 

Uppskriftina fann ég á Saveur og má nálgast hér og svo bloggaði ég hvernig mér tókst til á blogginu mínu The House by the Sea

Brauðterta


Fallegasta kaka sem ég hef bakað - Frönsk súkkulaðikaka með vanillurjóma og ferskum jarðarberjum

Jarðaberin í Frú Laugu eru óendanlega girnileg þessa dagana.  Með svona falleg ber þá vill maður helst halda í ferskleika þeirra svo bragðið njóti sín og svo eru þau svo falleg . Hvað er gott með jarðarberjum?  Jú, til dæmis súkkulaði og rjómi...

Uppskrift má nálgast á blogginu mínu The house by the sea - foodwaves

jarðarber 

jarðarber

 jarðarber

jarðarber 


Svolítið Ítalskur brunch

Það kom að því að hægt var að sitja út á svölum í glaða sól og góðum hita.  Ég notaði tækifærið og gerði svaka fínan brunch, einnig út af því að við erum að passa rosalega fín garðahúsgögn fyrir vini okkar og það var perfect dagur í gær að sjá hvort þau væru nothæf og viti menn, það verður hvert tækifæri nýtt út á svölum í sumar til að bjóða í brunch.

Það var eitthvað stórkostlegt við þennan rétt, kannski var það sólin og hlýja veðrið, kannski var það frábæru garðahúsgögnin eða Beronia, Reserva, sem var borin fram með réttinum.  Hvað sem það var þá mun ég geri þennan aftur því hann var að dansa!

Ég notaði það sem var til sem var:

egg 

Spæld egg í tómatsósu 

 

  • Passata, tómatar í glerflösku, lífrænir frá Biona (sósa)
  • Paprika
  • Fersk basilika
  • Hvítlaukur 
  • Parmasen ostur
  • Salt
  • Pipar
  • Oregano
  • Egg (eins mörg og þið viljið borða)

 

Ég skar papriku smátt, steikti í ólífuolíu  með hvítlauk, bætti viðtómatsósu og kryddi og lét malla smá.  

 egg

Svo braut ég 3 egg út í sósuna, þannig að eggin fljóta ofan á sósunni, þau þurfa ekki að snerta pönnuna.

ég setti lok á pönnuna til að eggin elduðust ofan á líka. 

egg 

Í lokin saxaði ég ferska basil og reif niður parmasenost sem ég stráði yfir. 

Með þessu bar ég fram ofnbakað beikon og nokkurskonar rósmarín grissini stangir.  

Lykillinn er að nota góða tómatsósu.  Mér finnst Passata frá Biona mjög góð. 

 

 


Dumplingar - Kínverskir...og klikkað góðir

Það eru til dumplingar frá öllum heimshornum, mér finnst þeir allir hljóma girnilega.  Ég gúgglaði nokkra og valdi svo að elda kínverska dumplinga.  ég var með svaka fínt grísahakk frá Frú laugu.  Ég er afskaplega lítið fyrir svínakjöt og kjúklingakjöt, ekki afþví að mér finnst það vont heldur út af framleiðsluferlinu.  Þannig að þegar ég sé kjöt sem mér lýst vel á þá stekk ég til og elda eitthvað gott.

Eins og í þetta sinn.

Þessir dumplingar voru meiriháttar.  Ég mæli með að steikja þá fyrst og sjóða svo þar til kjötið er eldað.

Einhverntíma ætlaði ég að vera metnaðarfull og taka saman  dumplinga mismunandi landa en svo rakst ég á síðu þar sem var búið að því, þannig að í staðin fyrir að fara að finna upp hjólið þá hendi ég bara hér með inn linknum á þessa síðu, þetta er eiginlega B.A ritgerð um Dumplinga sem er á frábærri vefsíðu sem ég skoða reglulega.

The Serious Eats Guide To Dumpling Styles Around the World

Hér er svo uppskrift að mínum dumplingum.  Ég fæ að henda inn uppskriftinni á ensku

Kínverskir Dumplingar

Dough

  • 4 cups flour
  • 2 cups water
  • Flour for dusting

Mix, kneed until smooth, set aside for 30 minutes.  Roll it out into a long sausage. cut into small pieces, about 2 cm.  Roll out like a pizza dough

Filling

  • 500 g ground pork
  • 1 Napa cabbage
  • 1-2 spring onions
  • 1 tablespoons grated ginger
  • 2 teaspoons salt
  • 1 teaspoon brown sugar
  • 2 tablespoons soy sauce
  • 2 tablespoons sesame oil

Dipping sause

  • 2 tbsp soy sauce
  • 1 tbsp mirin
  • 1 tsp finely chopped garlic
  • 1 tbsp finely chopped spring onions
  • Finely chopped chili pepper (if you like some spice to it)

Mix well.  Serve in a bowl on the side with the dumplings.  You might need to double the recipe or just make as much as you think you need.

dumplings

Mix everything well together

dumplingsIMG_5750

Flatten out the dough and make thin, round cakes.  I cut mine with a large glass.

dumplingsIMG_5751

Add a tablespoon or two of the ground pork mix to each cake.

dumplingsIMG_5759

First I fry them, then I add water water and boil it.

dumplingsIMG_5777

Serve the dumplings with a good soy sauce

dumplingsIMG_5781

Dip the Dumplings in the Soy

dumplingsIMG_5782

Eat.
dumplingsIMG_5784

I think it´s important to get the bottom of the dumplings fried, not only boil them, to get some texture.


dumplingspizzaIMG_5772

I had some left overs, both dough and ground pork, what do you do?

 Of course you flatten out the dough and make dumpling pizza.

mbl_5april

I have been interviewed few times last week because I made apps for kids teaching them the alphabet, numbers, colors and more.  There are no apps like that in Icelandic for kids, probably because this is not a big market.

All our apps so far are for free and we made it in English as well.  Take a look at the website, www.soffia.net,  where you can also play the alphabet and the numbers if you do not have an Android phone.

frettabl_4.3

I made few apps a year ago, then I was on a maternity leave and wanted to do more apps.  I  teamed up with a girl named Helga and we call our project Lean Laundry.

I am very proud of us, we are both on maternity leave now, and between taking care of babies, the house, doing laundry and cooking dinner we make educational multimedia material for babies and kids.

Check us out on Facebook and put a little LIKE on us.

 

 


Viðtal við mig á bleikt.is - Risotto með Merguez, lambapylsum

Ég var að setja í loftið nýja vefsíðu fyrir börn.  Þar er m.a hægt að nálgast stafrófsleikinn minn og stafrófsappið sem er frábært fyrir krakka 1-5 ára, jah, og bara alla sem eru að læra íslenska stafrófið.  Það er rosa fínt viðtal við mig og Helgu, samstarfskonu mína á bleikt.is.  Þar getið þið fengið að vita allt um verkefnið okkar, Lean Laundry.

soffia

En tölum nú líka aðeins um mat. 

 Ég keypti mjög fínar Merguez í Frú Laugu.  Ég bar það fram með risotto, það átti mjög vel saman.

pulsur 

Hér áður fyrr þá gat ég ekki gert risotto nema ég ætti hvítvín og allt sem í uppskriftinni stóð því það var talað um að það væri mikil kúnst að gera risotto, sem það er, af því að maður þarf að standa við í um 20 mínútur á meðan maður bætir vökvanum smám saman út í.

Það er yfirleitt talað um soð, en ég átti ekki heimagert soð og þar sem ég nota ekki teninga þá notaði ég bara vatn.  Risottoið fær alveg nóg bragð af öllu því ferska sem í það fer hvort eð er og svo eru lambapulsurnar kryddaðar líka, þannig að ekki vantar bragð í þennan rétt. 

Það eru fín grjón í Frú Laugu og svo sá ég líka í Melabúðinni Arborio grjón frá Rustichella d'abruzzo. Ef þið eigið ekki hvítvín þá má bara nota vatn með smá slettu af sítrónusafa. 

mergues 

 Risotto með Merguez, lambapylsum

  • 2 msk smjör
  • 2 msk extra virgin ólífuolía
  • 1/2 laukur
  • 2-3 rif hvítlaukur 
  • Góð lúka af kastaníusveppum
  • 1 bolli Arborio grjón
  • 1/3 bolli hvítvín
  • 2 bollar kjúklingasoð 
  • 1/2 bolli parmasen ostur
  • Ferskar kryddjurtir eftir smekk, t.d garðablóðberg eða rósmarín (ekki nauðsynlegt)
Brúnið sveppina á annari pönnu í smá stund upp úr góðri olíu og smá smjöri og bætið þeim svo við risottoið í lokin.
 
Svitið lauk og hvítlauk í potti, bætið út í grjónunum og brúnið í 2 mínútur.  Hellið þá hvítvíni (eða vatni) og látið gufa upp.  Þá hellið þið einni ausu í einu í pottinn af kjúklingasoði (eða vatni) og látið hverja ausu gufa upp áður en næsta er sett í.
 
Bætið við rifnum parmasenostinum og sneiddum brúnuðum sveppunum.
 
ALLTAF AÐ HRÆRA Í POTTINUM Á MEÐAN ÞIÐ ERUM AÐ BÆTA VIÐ SOÐINU, mjög mikilvægt og ekki líta af pottinum, þá getur allt brunnið við. 
 
Berið fram með Merguez, ég tók skinnið af og steikti á pönnu og bætti svo vatni út í og lét malla þar til hún var elduð.  Þá skar ég hana í bita og blandi við risottóið.
 
Hér er önnur góð risotto uppskrift 
 
strá
 
 Ekki svo gleyma að kíkja á bleikt.is

 


Túnfiskur undir þaki - Fyrsta máltíðin sem ég eldaði fyrir kærastann

Þessi máltíð hefði bara betur mátt lifa í minningunni.  Þegar uppi  er staðið þá er þetta bara heitt túnfisksalat með bechamel sósu og smjördegi.  

Við erum að tala um að það eru næstum því 20 ár síðan ég dúkaði skrifborðið mitt inn í herberginu mínu og bauð upp á þennan rétt með flösku af Lambrusco.  

Þetta var fyrir tíma digital myndavéla og instragram þannig að ég því miður ekki mynd frá þessu stórkostlega kvöldverðarboði.  En það lifir þrátt fyrir það vel í minningunni, eins og það hafi gerst í gær...næstum því.

 tuna

Ég á litla ferðatösku fulla af úrklippum og litlum bæklingum með uppskriftum sem ég hef sankað að mér (Þessir sem maður fær ókeypis hér og þar í búðum frá t.d osta og smjörsölunni og fleira.)

Einn af þessum bæklingum, einmitt frá Osta og smjörsölunni inniheldur uppskrift sem ég fór eftir þegar ég bauð kærastanum í mat í fyrsta sinn, eins og ég sagði, það eru ansi mörg ár síðan og margt munnvatn runnið til sjávar síðan þá.

Ég fór að grafa ofan í töskuna í leit að þessari uppskrift því ég hef bara gert hana í þetta eina skipti og mundi ekki alveg hvernig hún var.  Lukkulega þá fann ég hana. Ég fór mjög nákvæmlega eftir uppskriftinni á sínum tíma og gerði slíkt hið sama núna.  Myndin sem fylgir uppskriftinni í bæklingnum er rosalega girnileg samt.  Þetta er alls ekki vont og ef þið kaupið vandaðan túnfisk í dós þá er þetta frekar hreint og basic hráefni, þó ekki megrunarfæði.

Uppskriftin er svohljóðandi.

tuna 

Túnfiskur undir þaki (Gott úr ofninum, NR 95.  Osta og smjörsalan sf.)

 

  • 1/2 laukur, sneiddur
  • 1/4 paprika, sneidd
  • 3 msk smjör
  • 6 msk hveiti
  • 1/2 tsk salt
  • 7 1/2 dl mjólk
  • 200 g túnfiskur úr dós
  • 3 harðsoðin egg, söxuð 
  • 2 msk sítrónusafi

 

þak

 

  • 225 g hveiti
  • 3 tsk lyftiduft
  • 1/2 tsk salt
  • 1/2 tsk pipar
  • 3 msk smjör
  • 1 1/4 dl mjólk
  • 75-100 g 26% ostur, rifinn
  • 2 paprikur, saxaðar

Hitið ofn í 220°c.  Laukur og paprika látið krauma í smjöri þar til það verður mjúkt.  Þá er hveitinu hrært saman við.  Mjólk bætt út  og hræra þar til þetta sýður og þykknar. Saltið.  Bætið út í túnfiski., eggjum og sítrónusafa.  Setjið blönduna í smurt eldfast mót.

tuna 

Þak: Sigtið saman hveiti og lyftidufti.  Saltið og piprið.  Myljið smjörið saman við með fingrum.  Þá er mjólkinni bætt út í.  Hnoðað með hröðum handtökum þar til deigið verður samfellt og glansandi.  Þá fletjið þið það út í ferkantaða köku.

 tuna

 Stráið osti og papriku yfir.  

tuna

Rúllið upp eins og þið væruð að rúlla upp rúllutertu.  

tuna

Skerið rúlluna í sneiðar, ca 2 sm sneiðar.  

 tuna

Raðið rúllum yfir fyllinguna í eldfasta mótinu.  

tuna 

Bakið í um 30 mínútur.

tuna 

 

Þetta verður kannski á boðstólnum hjá einhverjum um helgina.  Ég er viss um að mörgum krökkum þætti þessi réttur góður.

Góða helgi.   


Bankabygg og lax

Eru ekki allir, meir og meir,  að spá í hvað þeir láta ofan í sig?  Ég held að það sé ekkert rangt við þennan rétt.  Bygg í salat er svo gott og ekki spillir að bankabyggið er ræktað hér á landi.

Byggsalat

 

  • Bankabygg, soðið skv. leiðbeiningum
  • Ruccola
  • Avocado
  • Tómatar
  • Rauð paprika
  • Salt
Sjóðið bankabygg og leyfið því aðeins að kólna.    Grænmetið og tómatar er skorið í munnbita.  Blandið öllu saman.  Ég mæli með að salta avocadoinn þegar þið eruð búin að skera hann áður en hann fer út í salatið.

Það fæst mjög gott íslenskt ruccola frá Hveratúni í mörgum búðum.  Frú laugar er með frábæra avocadoa þessa dagana.  Svo er bara að nálgast íslenska papriku og tómata.

Ég bar fram lax með þessu salati en mér finnst lax og bankabygg smakkast mjög vel saman.  Laxinn mætti bara salta og pipra og hafa það einfalt. 

 

 


Endalausir skandalar

Ég nenni nú ekki að fara út í þetta í löngu máli, en að engin af 16 sýnum hafi uppfyllt allar kröfur um merkingar er ansi slakt og að ekki hafi verið nautakjöt í nautakjötsböku...Það er ekki verið að eitra fyrir okkur en það er verið að blekkja okkur og ef þeir komast upp með það þá ganga þeir eflaust bara alltaf lengra og lengra.  Ætli þeir myndu þá ekki blákalt eitra fyrir okkur ef það sparaði krónur og aura.  Annað eins gerðist nú í Kína með þurrmjólk (FYRIR UNGABÖRN) og mörg dóu og hundruð þúsundir veiktust...Allt til að græða?

Eins og ég hef nú oft sagt þá eyði ég miklum tíma í eldhúsinu því ég geri nánast allt frá grunni og kaupi ekki  unnar vörur, engan pakkamat eða sósujafnara, kraft eða teninga... ég bý til nú samt alltaf Pig in a blanket með SS pulsum fyrir afmæli :D

pulsur 

Ég bjó til færslu fyrr á síðasta ári en birti hana aldrei.  Ég náði í hana núna því hún á ágætlega við í dag og hér er hún:

Smá breytingar - engir öfgar.  Hvað má betur fara? 10 dagar!

 Það er hægt að gera ágætis breytingar á matarræði án þess þó að fara út í öfgar.  Og ef þið eruð eins og ég og eruð ekki að fara að elda úr agavesýrópi, spelti, kókósolíu og viljið baka pizzur úr venjulegu hvítu hveiti þá er hægt að gera ýmislegt til að leggja grunn að góðu matarræði.

Það eru margir sem nota mikið af tilbúnum mat að það er ágæt tilraun fyrir marga að prófa að sleppa því að kaupa pakkamat og tilbúin mat í 10 daga til að vera meðvitaðri um það sem maður borðar. 

Það gæti verið aðeins dýrara ein innkaup þegar maður er að koma sér upp smá matarbúri en ég hef tekið eftir því að verðið á matarkörfunni hjá mér er mun minni en áður eftir að ég fór að gera mest allt sjálf, eins og pasta, núðlur, ís, kex, sultur, sósur og fleira.  

Það er mikil breyting og meiri vinna sem fylgir eldamennsku, en það getur verið gaman og  um að gera að virkja alla fjölskylduna í að elda og vera meðvitaðri um góðan mat.  

Með tilbúnum mat þá er ég til dæmis að tala um:

  • Allar sósur osfv í krukkum
  • Pakkamat 
  • Amerískt og önnur morgunkorn
  • SS pulsur
  • Frosin mat
  • Tortilla kökur
  • Granóla orkubar
  • Kjötfars
  • Pepperóní
  • Súputeninga
  • Kex og sælgæti 

... og svo mætti lengi telja.   

Mjólk, jógúrt, AB mjólk og skyr er í góðu lagi svo framarlega sem það er ekki með bragði.  Það er svipað og að kaupa nammi að versla svona Skóla-jógúrt, Engjaþykkni og hvað þetta allt heitir.  

Eitt einfalt skref í rétta átt er að versla hreinar mjólkurvörur og sæta þær sjálfur með smá hunangi eða ávöxtum.   

 

Hollt og gott í 10 daga

  • Fyrst og fremst er það að kaupa engan tilbúin mat, hvorki í pökkum, krukkum, bökkum né frosinn.
  • Ekki fara út að borða eða take away.
  • Engar kökur eða kex nema maður geri það sjálfur
  • Ekkert gos, Svali og sykraðir ávaxtadrykkir eða nammi.
  • Hafa meirihluta fæðunnar grænmeti og fisk.
  • Ef þið bakið ekki brauð sjálf, kaupið góð brauð, ekki froðubrauð í stórmarkaði. 
  • Sleppið súputeningum, kryddum með msg osfv.
  • Borða eingöngu hreinar mjólkurvörur sem þið bragðbætið sjálf með ávöxtum (og sykri ef þið viljið).
Þannig að þetta þarf ekki að vera alslæmt, bara elda heima frá grunni, svona 90 %. Þó svo að eitt hamborgarabrauð slæðist á matseðil eða sinnep  þá er það í góðu lagi.  Ég ætla ekkert að segja um að það þurfi að vera hýðishrísgrjón í staðin fyrir hvít hrísgrjón eða heilhveiti í staðin fyrir hvítt hveiti.  Það finnur hver hjá sjálfum sér hvað hentar í þeim efnum.... Það er nóg að byrja á að sleppa tilbúnum og unnum mat.
 
Það sem á ekki heima á borðum þessa 10 daga er til dæmis:
  • Cheerios 
  • Pulsa í pulsubrauði með tómatsósu
  • Frosin pizza úr stórmarkaði
  • Pasta með HUNT'S spagettí sósu
  • Tikka Masala með mangó chutney úr krukku
  • Burritos gert með salsa í krukku, kryddi úr pakka og Tortilla kökum í lofttæmdum poka
  • Kjötfarsbollur með brúnni sósu

Þegar þið farið næst að versla, horfið á hlutinn sem dettur ofan í innkaupakörfuna og spurjið ykkur. Er þetta unnin vara?  

Ef þið vitið ekki hvað á að vera í matinn og lítill tími þá er fiskur og kartöflur með íslensku smjöri alltaf hollur og góður kostur. :)

 

 

 

 


Eggjasalat

Hvað er það besta sem þú hefur borðað á þessu ári? Ég var að velta þessu fyrir mér, nú eru að verða búnir 2 mánuðir af þessu nýja ári sem mér finnst hafa byrjað í gær.  Ég var að reyna að rifja upp hvað ég hef verið að gera og ég held að kínversku dumplingarnir mínir séu það besta sem ég hef eldað á þessu ári.

Ég kem með uppskrift við fyrsta tækifæri. 

Ég ætlaði að skera grænmeti sem álegg á brauð en ákvað svo að skera allt smátt og hræra þvi saman við eggjasalat.  Það var mjög ferskt og bragðgott.

eggjasalat 

Eggjasalat 

  • 3 egg
  • 1/2 paprika
  • 1/4 agúrka
  • 1-2 vorlaukar
  • 3-5 msk heimagert mæjónes eða sýrður rjómi
  • Salt og pipar
(mælieiningar eru svona til viðmiðunar)

Skerið eggin með eggjaskera, langsum og þversum.  (Hæfilega miðlungsbita).  Skerið grænmetið smátt.  Blandið öllu saman með heimagerðu mæjó eða sýrðum.  Saltið og piprið eftir smekk eða um 1 tsk af salti og 1/2 af pipar.  Magnið af mæjó fer líka eftir smekk, bætið við einni og einni matskeið þar til þið eruð sátt við áferðina.

Ég kryddaði mitt ekkert meir, en það gæti eflaust verið gott að setja karrí eða jafnvel smá sinnep. Þetta var mjög ferskt svona einfalt.

Það var ansi vetrarlegt í Kjósinni um daginn en hundarnir að Hálsi létu það ekkert á sig fá og hlupu um í snjónum, en það er sem betur fer aðeins hlýrra þessa dagana.

háls 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband