Bankabygg og lax

Eru ekki allir, meir og meir,  að spá í hvað þeir láta ofan í sig?  Ég held að það sé ekkert rangt við þennan rétt.  Bygg í salat er svo gott og ekki spillir að bankabyggið er ræktað hér á landi.

Byggsalat

 

  • Bankabygg, soðið skv. leiðbeiningum
  • Ruccola
  • Avocado
  • Tómatar
  • Rauð paprika
  • Salt
Sjóðið bankabygg og leyfið því aðeins að kólna.    Grænmetið og tómatar er skorið í munnbita.  Blandið öllu saman.  Ég mæli með að salta avocadoinn þegar þið eruð búin að skera hann áður en hann fer út í salatið.

Það fæst mjög gott íslenskt ruccola frá Hveratúni í mörgum búðum.  Frú laugar er með frábæra avocadoa þessa dagana.  Svo er bara að nálgast íslenska papriku og tómata.

Ég bar fram lax með þessu salati en mér finnst lax og bankabygg smakkast mjög vel saman.  Laxinn mætti bara salta og pipra og hafa það einfalt. 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

MIKIÐ ER ÞETTA FLOTT ! EG ER HRIFIN AF BYGGI MEÐ LAXI  ER ÓTRÚLEGA GOTT OG LIKA Í SALAT.

  EG ER HÆTT AÐ KAUPA UNNAR KJÖTVÖRUR- VAR EINKITT AÐ BLOGGA UM ÞAÐ.

KV.

Erla Magna Alexandersdóttir, 8.3.2013 kl. 16:40

2 identicon

Sæl Soffía

Ert þú til í að senda mér þessa uppskrift og mynd til að setja á heimasíðu Móður Jarðar??

Og aðrar uppskriftir með Bankabyggi sem þú lumar á.

Kv, Eymundur

Eymundur Magnússon (IP-tala skráð) 8.3.2013 kl. 21:07

3 identicon

Fyrir nærri 30 árum tókum við hjónin út allt sem heitir unnin matvara, hættum að kaupa blönduð krydd og fleira óhollt. Þetta var gert sem tilraun til að losa hann við mígrenilyf sem voru orðinn hluti af mataræði hans, má segja.
Tilraunin tókst og í stað þess að fá mígrenkast amk vikulega fór hann að fá köst 1-2 á ári. Við höfum haldið þessari stefnu alla tíð síðan og svínvirkar.

Nanna Gunnarsdóttir (IP-tala skráð) 9.3.2013 kl. 14:53

4 Smámynd: Soffía Gísladóttir

frábært stelpur!

Eymundur. Ég sendi á thig uppskriftir og myndir i kvöld.

Kv, Soffia.

Soffía Gísladóttir, 10.3.2013 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband