Færsluflokkur: Bloggar
1.12.2013 | 16:20
Jóladagatal fyrir börn og jólabörn
Ég ætla að telja niður dagana til jóla með börnunum á síðunni hennar Soffíu og félaga. Vonandi sjáið þið eitthvað sniðugt sem nýtist ykkur. Það er margt hægt að gera sem kostar ekki neitt og annað sem ekki þarf að kosta svo mikið, börnum til skemmtunar í desember.
Klisjan alkunna! Það er tíminn sem við gefum okkur með börnunum sem er dýrmætastur fyrir þau og meira virði en nokkuð fjöldaframleitt plastdrasl frá Kína eða ódýrt súkkulaði.
Fylgist með frá byrjun:
http://joladagatalsoffiu.wordpress.com/
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.11.2013 | 19:50
Sykurlaust snakk fyrir krakka og alla hina líka
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
14.3.2011 | 15:08
Vín og grín með Top gear gaurnum
Ég fann skemmtilega þætti á youtube þar sem breskur vínsnobbari og James frá Top gear sem er andstæðan við vínsnobbarann keyra um Frakkland og smakka vín.
Þetta eru ágætir þættir, vín og grín.
Þættina má sjá hér.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
27.1.2011 | 10:42
Kaka úr sætum kartöflum og bara hollustu
- 1 sæt kartafla, soðin
- 1 banani
- 1/2 dl kókós
- 1-2 tsk agave sýróp
- 4-5 msk hveiti
- 1 tsk matarsódi
- 1 tsk salt
- Lúka af döðlum og 2-3 msk af vatninu sem þær suðu í
- Lúka af heslihnetum
- Lúka af möndlum
- 1 msk smjörklípa
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
4.9.2010 | 14:19
Eldhúsbréf I
Ég hef legið í hús og híbýlablöðum, amerískum, dönskum, norskum...., það er til svo mikið af allskonar flottu, og dæmigert að allt sem mig langar í fæst ekki svo auðveldlega.
Eitt af því sem ég þarf að fara að taka ákvörðun um er hvernig ég vil hafa eldhúsið. Ég er með stórt alrými og helmingurinn verður eldhúsið.
Mig langar ekki í hefðbundna eldhúsinnréttingu og því er aðeins flóknara fyrir mig að ráðast í að innrétta eldhús. Því mig dreymir um litríkar geometriskar portúgalskar eða íslamskar flísar, gamlan kínverskan skáp frá 18.öld, stórann "apótekaraskáp", kommóðu með milljón litlum skúffum, svo væri ég til í að hafa þetta í svona rústik, sjúskuðum, ítölskum sveitastíl. En aðalatriðið er að sjálfsögðu að eiga eldhús þar sem er nóg af mat, víni og góðum vinum.
Eins og er þá er ég með bráðabyrgðar aðstöðu, eldhúsvask á gamalli hurð, lítinn ofn með 2 hellum, gamlar spýtur fyrir hillur o.s.frv.
Þetta kemur allt smám saman og ég mun dokumentera þessa þróun og pósta hér. Svona leit þetta út ekki alls fyrir löngu:
Fyrsta máltíðin sem var elduð í ókláraða eldhúsinu var dúndurgóður lax með kúskús.
Pönnusteiktur lax
- Lax
- Smjör
- Hvítlaukur
- Salt og pipar
- Ferskur graslaukur
- 1-2 tsk Dukkah með pistasíum frá Yndisauka
Smjör brætt á pönnu, fiskurinn settur á pönnuna. (Steikt á roði fyrst ef laxinn er með roði og svo hinni hlið). Kryddað með smá salti og pipar og pínu pons hvítlauk. Pistasíu dukkah stráð yfir fiskinn í lokin á roðlausu hliðinni, og fisknum velt um á pönnunni léttilega.
Borið fram með kúskús, sýrðum rjóma eða grískri jógúrt og ferskum graslauk.
Bloggar | Breytt 5.9.2010 kl. 11:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
28.11.2009 | 11:24
Myndvinnslunámskeið á ljósmyndum og jarðaberja balsamic
Það er svo einfalt að taka venjulega heimilismynd og breyta henni í listaverk. Ég ætla að kenna hvernig það er gert á námskeiði sem hefst á mánudaginn. Og nú er eitt sæti laust!
Skráning: soffiagg@gmail.com
En hér er uppskrift af jarðaberja balsamic. Væri ekki flott jólagjöf að búa til jarðaberja balsamic til að gefa og búa til jólakortið sjálfur, en það mun ég kenna á námskeiðinu..sko að gera jólakort ekki balsamic..
Nánar um námskeiðið hér: http://soffia.net/namskeid.html
Jarðaberjabalsamic
- 500 g Jarðaber
- 250 g sykur
- 1 1/2 dl vatn
- 1 dl hvítt (eða dökkt) balsamic
Skerið berin gróft niður og sjóðið í vatni í 5 mín.
Setjið þau í blender og svo aftur í pott.
Komið upp suðu, bætið við sykri og eldið í 2 mín.
Bætið við balsamic og fáið upp suðuna aftur.
Hellið heitu jarðaberjabalsamic í heita, hreinar flöskur.
Þetta geymist óopnað í um eitt ár.
Svo má gera jarðaberja balsamic vinagrette í flýti til að bera fram strax
- 3 dl Jarðaber
- 0.7 dl ljóst balsamic
- 0,7 dl ólífuolía
- Salt og pipar
Og til að vega upp á móti balsamic þá má setja smá sykur
Allt sett í blender í nokkrar sek.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.11.2009 | 12:46
Námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum fyrir byrjendur
Ég verð með námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum fyrir byrjendur í nóvember - desember.
Ég mun kenna á myndvinnsluforritið GIMP, sem er sambærilegt Photoshop, nema það er ókeypis.
Nánari upplýsingar eru á http://soffia.net/namskeid.html og á facebook: http://www.facebook.com/event.php?eid=190474807568
Soffía Gísladóttir myndlistarmaður býður upp á námskeið í myndvinnslu á ljósmyndum.
Markmið þessa námskeiðs er að fólk nái tökum á myndvinnsluforritinu til að geta aflað sér svo frekari þekkingar sjálfur.
Námskeiðið hentar hvort sem er þeim sem taka myndir á litlar snap shot (point and shoot) myndavélar eða SLR.
Kennt verður á myndvinnsluforritið GIMP, sem hægt er að nálgast ókeypis á netinu. GIMP virkar eins og Photoshop.
Nánar má lesa um námskeiðið á slóðinni: soffia.net/namskeid.html og vefsíða Soffíu er www.soffia.net
Fyrsta námskeiðið verður haldið 30.11 - 09.12, mánud og miðvikud frá kl 19.30 - 22.00.
Staður: Klapparstígur 28
Verð: 12.900
Kennslustundir: 10 klst
Einnig er í boði hálft námskeið, 30.nóv og 2.des á 7000 kr.
Takmarkaður fjöldi
Skráning: soffiagg@gmail.com
Nánari upplýsingar: www.soffia.net/namskeid
Frekari fyrirspurnir: soffiagg@gmail.com
Nemendur koma með sína eigin fartölvu.
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.7.2009 | 13:58
Þegar EKKERT er til þá er samt alltaf eitthvað til..
Kannist þið ekki við þessa setningu þegar þið opnið ísskápinn eða eldhússkápana og segið "það er ekkert til". En ég hef yfirleitt staðið mig að því að það er alltaf eitthvað til og oftar en ekki endað með dýrindis máltíð í þessum aðstæðum.
Eitt af því sem til varð þegar ekkert var til er þessi svakalega góði forréttur sem sló í gegn síðla kvölds er gesti bar að garði.
Ég á eiginlega alltaf tortilla kökur í frysti, þið vitið, svona mexíkóskar burritos kökur.
Tortilla með því sem er til
- Tortilla kaka
- Tómatur
- Fedaostur í kryddlegi
- Brauðostur
- Rauðlaukur
- Salt
- Pipar
Hitið pönnu og setjið tortilla kökuna á pönnuna . (Þessar kökur eru mjög fljótar að þiðna á pönnunni beint úr frystinum, þiðna yfirleitt þokkalega á meðan þið takið til áleggið). Leggið nokkrar sneiðar af brauðosti á kökuna, þvínæst tómata, fetaost, rauðlauk, salt og pipar. Hitið þar til kakan sjálf er orðin heit og brauðosturinn bráðnaður.
www.soffia.net
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.7.2009 | 11:11
Ljósmyndasýning
Ég er með sýningu ásamt Elsu Björg Magnúsdóttur á Thorvaldsen Bar, Austurstræti. Sýningin stendur til 09.08.09.
Kv, Soffía
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.4.2009 | 17:41
Sex laxar
Vinur okkar kom með maríulaxinn sinn um daginn og við foodwave-uðum hann. Þvílík snilld, en ég var ekkert á því að fá mér lax samt á næstunni eftir þetta kvöld. Elduðum laxinn á 6 mismunandi vegu.
Allir réttir urðu að heita eitthvað sem innihélt orðið María....
Mig langaði, sem fyrsti réttur, að leyfa laxinum að njóta sín, og hafði því enga sósu, en það má eiginlega segja að það vantaði smá sósu element í þennan rétt, að öðru leiti var hann mjög góður.
María Gala (mmmn = þrjú og hálft m. Theme song: The nightingale)
- Lax
- Fennel
- Sellerírót
- Salt
- Pipar
- Kóríander
- Sítróna
- Hvítlaukur
- Smjör
- Smá dill
Allt á pönnu í smá smjöri. Reif sellerírótina með fínu rifjárni.
Borið fram með bakaðri kartöflu sem ég skar í teninga og steikti upp úr smjöri á pönnu, saltaði og pipraði.
Fennel rót var steikt og svo borin fram með köld. Kóríander og dill svo sem skraut.
Kærastinn kom með rétt nr 2.
Cool kid María (mmmmn)
- Lax
- Sæt kartafla
- ostur
- salt
- Pipar
- Olía
- Smjör
- Steikar krydd
Allt í eldfast mót og inn í ofn á ca 200°c þar til eldað.
Sósan
- Mæjó
- Sýrður
- Maple sýróp
- Rjómi
- Salt
- Pipar
- Steak spice
Gunni kom með þriðja réttinn.
María á stráum (mmmm)
- Sætar kartöflur
- Kartöflur
- Lax
- Salt
- pipar
- Sýróp
- hnetur
- karrí
- ólífuolía
- Rósarsalt
Kartöflustrá úr sætum og venjulegum kartöflum með karríkryddi og rósarsalti steikt á pönnu með ólífuolíu. Laxinn soðinn, rifinn af beinum og hnoðaður í bollu. Steiktur og svo helt yfir Maple sýrópi og muldum hnetum.
Svo koma næstu þrjár uppskriftir á morgun...
Sx
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)