Kjúklingavængir eru málið

Og þeir eru á eðlilegu verði, ekki kannski mikið kjöt á þeim, en með meðlæti eru þeir bara snilld.  Er búin að vera að elda þá í mauk undafarið og þeir eru svo tender og góðir.  Og þola að láta elda sig annað en bringur sem geta verið óttalega þurrar á manninn :P

Tandoori Kjúklingur

  • Kjúklingavængir
  • Tandoori krydd (fæst m.a hjá pottagöldrum sem er bara gott)
  • Ab mjólk
  • Hvítlaukur
  • Chile
  • Smjör
  • Salt og pipar

Setjið  tandoori krydd og ab mjólk ásamt smá salti ískál og blandið vel saman.  Alveg slatta af kryddinu og ca dl msk af Ab mjólk miðað við svona einn bakka af vængjum.

Svo set ég Þetta í eldfast mót með slatta af smjörklípum dreift yfir dótið, nokkrum hvítlauksrifum og svo salt og pipar.  

Eldað við ca 200° c i klst.

wine

 Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


www.foodwaves.com

Foodwaves er komin í loftið.  Þetta verður næsta stóra aldan í matarboðum.  Frábær leið til að peppa upp stemmninguna í almennum matarboðum og hjá matarklúbbum.

www.foodwaves.com

Spurningin er

Hefur þú gaman að:

  • a) Borða?
  • b) Láta elda ofan í þig?
  • c) Elda?
  • d) Allt sem að ofan er upptalið.

Ef þú svarar a, b, c eða d þá er Foodwaves eitthvað fyrir þig!

 

Konseptið hefur þróast og nú má finna Manifesto og allt um Foodwaves á www.foodwaves.com.

 

Hér kemur MANIFESTO á íslensku.

1.  Foodwaves snýst um að skemmta sér ...og mat og góðan félagsskap.

2.  Hver réttur er í forrétta stærð (3-5 munnbitar).

3.  Framreiðsla skiptir öllu (matnum fallega og frumlega raðað á diskana).

4.  Allir viðstaddir skiptast á að elda smárétti.

5.  Allar uppskriftir verða skrifaðar niður, og myndaðar ef unnt er.

6.  Allir gefa hverjum rétt einkunn, frá einu og upp í fimm M (mmmmm er því besta einkunn).

7.  Allir komi með hráefni, en ekki í samráði við neinn og fyrirfram ákveðið.  Það getur verið frá því að vera kartafla eða humarhalar, nokkur hráefni eða fullur poki af mat.  Þú ræður hvað þú kemur með.

8.   Þú getur notað hvaða hráefni sem er, þú getur einnig notað það sem aðrir koma með án þess að spurja um leyfi. Og allir geta notað það sem þú komst með

9.  Hver og einn þrífur eftir sig eldhúsið þegar allir hafa lokið við að borða matinn hans, gefa einkunn og hann sjálfur skrifað uppskriftina niður.

10.  Fólk má para sig saman og fara tvö og tvö í eldhúsið að elda þegar allir viðstaddir hafa farið amk einu sinni einir.  Í stærri hópum er í lagi að para sig saman frá byrjun.

11.  Gestir mega ekki gjóa augum á það sem fer fram inn í eldhúsi, svo að það komi á óvart hvað borið er fram.

12.   Gestgjafinn, sá sem býr þar sem matarboðið fer fram, opnar eldhús sitt og leyfir notkun á öllu sem þar finnst. (Ef þið eigið gullslegið saffran og viljið ekki að neinn noti það þá verður það að fjarlægjast úr eldhúsinu áður en Foodwaves hefst)

13. Ef þér er meinilla við að elda, að tilhugsunin að fara einn í eldhúsið gerir þig jafnvel stressaðan, þá er leyfilegt að fá einhvern viðstaddan að þínu vali með þér í eldhúsið og hjálpa þér hvernig sem þér hentar.

14.  Það er í lagi að kíkja aðeins á uppskriftir áður en farið er að elda, en ekki styðjast við þær á meðan þú eldar.  (Oft líka gaman að leyfa engar uppskriftir).

15. Allir verða að gefa réttinum sem þeir bera fram gott nafn, og tilkynna það þegar búið er að leggja réttinn á borð.  ("Theme song" er bónus, það er ef kveikt er á ákveðni tónlist/lagi þegar hann er borinn fram).

 Foodwaves

Við viljum endilega að sem flestir verði með og skrái sig á www.foodwaves.com og deili þar með okkur hinum reynslu sinni og uppskriftum.

Ef þið hafið einhverjar spurningar ekki hika við að spyrja.  Vefurinn er á ensku, en þið megið einnig senda uppskriftir sem til verða á foodwaves á íslensku.


Osborne

Prófaði nýjan rauðvínskút, Solaz, Tempranillo - Cab Sauv, frá Spáni, 2006.  Skál, barasta fínt vín. 

En eins og sumir sem ég þekki og vilja prófa eitthvað nýtt  "No, if anyone orders Merlot, I'm leaving. I am NOT drinking any fucking Merlot!"  þá er þetta líka til í Merlot - tempranillo.

Myndin mín hér að neðan er ekki ólík því sem sést á vínkútnum, en þið sem hafið keyrt um Spán hafið eflaust orðið vör við þetta naut, en það er mikil saga á bak við það og skemmtileg.  Það má lesa allt um það á þessari slóð www.osborne.es  

Sxx

 

IMG

 Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net


Oh, baby baby

How was I supposed to know?  Ég alveg datt í lukkupottinn áðan.  Nema hvað, þegar ég  þurfti að þjóta áðan þá var það vel þess virði, haldið þið ekki að ég hafi fengið.....

Og útúrdúr. Var að hlusta á gamlan disk með Britney Spears.  Gimme gimme og You wanna piece of me kemur mér alltaf í stuð. Þá vitið þið það.  Ég fíla Brit.  Var reyndar að skipta yfir í gamlan disk með Ash.  Sem bara fær mann til að tæma flöskuna. 

Nema já, ég fékk...

....Matchbox jeppa  ...búnað dreyma um það svo lengi

  • Nautahakk
  • Chile, sterkur
  • Hvítlaukur
  • Pipar
  • Salt
  • kúrbítur, fínt skorinn, galdur í matargerð!  Kúrbítur klikkarekki!!
  • Smáskornir sveppir

Allt steikt á pönnu.

Sósa

Klassísk sinnepssósa sem ég hef svo oft bloggað um

Brauðostur, kemur sífellt sterkari inn, maður þarf ekkert alltaf að vera að fjárfesta í rándýrum mossarellaosti, ekki það að þessi brauðostur sé ekki nógu dýr.

Tortilla kökur, skornar með ofur hringskera pro 2000 áhaldinu.  Hakk og ostur ásamt sósu á milli og inn í snilldar paninigrillið, sem ætti að vera til á hverju heimili. 

Þannig að kærastinn kom með frábæra útgáfu af rétti sem ég hef bloggað um áður en á algjörlega sinn hátt og svo vel gert, úr því sem er til var á heimilinu!!  Life is good!

ok, ég er alveg að klúðra myndatökunum...en bara verður að fá að fylgja með hversu awesome matchbox jeppinn leit út.

IMG

 

Sxxxsleeeeeeeeeeeef


The neverending foodwave.

Þarf að þjóta, verið að kalla á mig í fooodwave!  Skráset herlegheitin á eftir. En getið lesið þetta á meðan.

Það sem kærastinn gerði sem var svo mikil snilld í foodwave-inu í gær voru djúpsteiktar pulsur.  Sko, mér finnst pulsur mjög góðar og þetta var snilldar tilbreytingin frá einni með öllu.  Þetta var svona í anda djúpsteiktra rækja, borið fram með sýrðum og thaí chili sósu. 

Búið til djúpsteikingardeig.  Smá hveiti, 1 egg, salt, pipar, fínt skorinn rauður chile,  vorlaukur og sveppir ofurfínt skornir , svona 2 millimetra... hræra vel saman.

Skerið ss pulsurnar í 1 cm bita,veltið þeim upp úr deigi og djúpsteikið í vel heitri Isio olíunni.

Sósan.  Sigtið korn úr Thaí chili sósu.  Hellið nett yfir pulsunar.  Setjið sýrðan rjóma í nestispoka, skerið millimetra gat af horni pokans og sprautið smekklega yfir pulsunar og að lokum, dreifið ferskum fííínt skornum vorlauk yfir allt.

Nammi gott, ég gerði svo ágætan rétt, og fékk verðlaun helgarinnar fyrir presentation. 

 

 IMG 3826 copyb

(Og já, ég þarf að leggja meir á mig í að mynda þessar rétti, þeir eru bara svo girnilegir að maður er búin að gúffa þá í sig áður en maður nær að teygja sig í myndavélina.  Pfff, og hef atvinnu af ljósmyndun! hmmfff)

Rétturinn minn var maukaður maís með kryddi og svona og steikt á pönnu, borið fram með eplasalati, sem samanstóð af sprauturjóma og fínt skornum eplabitum sem ég maukaði í blender og saltaði.  Rosa spennandi réttur, flottur sem smakki smakk.

Salut, Sxx


Foodwaves í beinni

Ef J Cash er ekki mest töff í heimi, fyrir utan kærastann þá hvað?  Nema hvað, vorum að ljúka við rétt númer 2, framreiddur af kærastanum.  Þvílík snilld.  Það er einmitt þetta sem foodwaves "is all about".... Hráefnið og hugmyndaflug, ekkert flókið en samt cool.

Sætar fermingafranskar (Sweet bar mitzvah) 

  • Kartafla
  • Sæt kartafla
  • Brauðostur
  • Vorlaukur
  • Salt

Kartöflur skornar í fína strimla, svona svipað og potato sticks í dósunum, aðeins þykkari.  Djúpsteikt.  Borið fram með vorlauk og heimalagaðri kokteilsósu.

 

Fyrir ykkur sem vita hvað patchos eru frá kelly O! þá er þetta málið, og svo er bara að henda í sinnepssósu með!  Sem gæti hljómað svona:

Patchos sósa

  • Sýrður og eða mæjó
  • Sætt sinnep
  • Salt og pipar
  • Maple sýróp

Svo er eitthvað "leynikrydd" sem ég man ekki alveg hvað er...svona eins og dill eða eitthvað þannig...en samt ekki dill!

IMG

Og hér er svo mynd af snilldinni. 

 

 

 

 

 


Foodwaves í beinni

Fórum í bleika svínið að kaupa klósettpappír osfv... Ég vil minna ef þið eruð enn að spyrja ykkur, hvað er foodwaves þá má lesa um það hér, og já it´s the next big wave.

Fyrsti rétturinn heitir Inspired.  Framreiddur af mér kl 21.20

  • Hýðishrísgrjón, soðin.  
  • Sýrður rjómi 
  • Grænt epli
  • Heslihnetur
  • Vorlaukur
  • Salt

Kælið grjónin smá og blandið svo saman við smá sýrðum, söxuðum hnetum, vorlauk, smátt skornum eplum og blandið vel saman með gafli

Og ástæðan fyrir heslihnetunum er sú að ég á svona granola musli poka og týndi þær úr honum.   Ekki gleyma vorlauk, gerir kraftaverk.  Rauðlaukur rokkar, vorlaukur er galdur. 

  • Kjúklingavængir
  • Salt
  • Pipar
  • Ólífuolía 
  • Hvítlaukur

Setti kjúklingavængi í ofninn með olíu, salti pipar og hvítlauk, skar nokkur rif tilhelminga.  Fyrir þennan rétt tók ég svo út einn vænginn,  reif hann niður.  Í olíu á pönnu hitaði ég hvítlauk og engifer, bæði rifið og fínt skorinn vorlauk.  Bætti út í kjúkling í smá stund.  (Auðvitað hefði verið hægt að setja engifer og hvítlauk yfir kjúkling inn í ofninum nema hér er ekkert fyrirfram planað)

Bar þetta fram í kokteilglasi, hrísgrjónasullið í botninn svo rifin kjúkling og skreytt með ferskum vorlauk.

Nú er kærastinn í eldhúsinu, maður má nú ekki kíkja á hvað hann er að gera, you know, en ilmar mjög exotic!  Ætla að setja J. Cash á fóninn og svo styttist í næsta rétt, blogga um það á eftir!  

Walk the line! 

Sx

IMG

Hér er ég að vera töff á íbúðarhótelinu í Madrid!

 

 


Niðursoðið

Mér finnst alveg ferlega leiðinlegt að henda mat.  Sérlega leiðinlegt að horfa á eftir fyrrverandi fersku grænmeti í tunnuna.

Hvað með dósamat, er eitthvað óhollt við að  borða niðursoðinn mat.  Ég heyrði af konu sem borðar ekki mat úr niðursuðudósum eða gos í áli út af einhverjum efnum...?

Eini gallinn sem ég sé við frosið grænmeti er að maður veit ekkert hvernig það hefur verið meðhöndlað frá því það var fryst.  Hefur það þiðnað og frysts 100 sinnum og ef svo er, er það slæmt?

Svo langar manni samt að borða ferskt og sem minnst af unni eða niðursoðnu.  Ég er engin matvælafræðingur en væri  mikið til í að vita meira um t.d hvort frosið grænmeti eða niðursoðið sé eitthvað verra (eða betra) en ferskt.

Svo er það örbylgjuofna myth.  Nóg hægt að lesa sig til um með og á móti örbylgjuofnum, ég er nú samt alveg með á þeim.

Nóg til af myth emailum sem ganga um, og fullt af fólki sem gleypir við þessu Til dæmis þá las ég einhverstaðar að maður ætti ekki að setja plastfilmu yfir mat í örbylgju því út af hitanum þá leka einhver eiturefni úr filmunni og ofan í matinn.  En þetta er bara "urban legend". 

En það er aldeilis auðvelt að koma allskonar vitleysu upp á mann þegar maður veit ekkert í sinn haus. 

Jæja, ég er komin aðeins út fyrir efnið, en það sem ég var reyndar að hugsa með þessari færslu er hvað gott er að eiga í skápum sem skemmist ekki fljótt.  

Til að geta hent í eitthvað gott þá finnst mér must að eiga í skápnum  Kókósmjólk, svartar baunir, kjúklingabaunir, bakaðar baunir, maísbaunir (og bara allsskonar baunir) tómata, og túnfisk.  Þá er maður nokkurn vegin fær í flestan sjó.

Ég eldaði úr því sem til var í gær og gerði rosalega góða sósu.

Appelsínukókóssósa

  • 1/3 dós kókósmjólk
  • Hálfur dl eða svo af ferskum appelsínusafa (bara svona bónus trópí eða e-ð)
  • Tæplega dós heilir eða "stewed" tómatar
  • Matarolía
  • Hvítlaukur, bara smá rif
  • Ferskur chile, ponsu
  • Smá ferskt rifið engifer
  • Salt og pipar

Brúnið hvítlauk, engifer og chile í smá olíu, bara ponsustund. Bætið við tómötunum svo kókósmjólkinni og að lokum appelsínusafa.  Smakka sig til, og svo salt og pipar.

Ég setti þetta í blender í smá stund til að mauka tómatana.  Svo má bera þessa sósu fram kalda eða heita.  Ég skellti henni í kæli.

Ég henti líka í linsubaunasósu.

Linsubaunasósa

  • Matarolía
  • Laukur
  • Hvítlauksrif
  • Chile
  • Ferskt engifer
  • Tómatar í dós
  • Rauðar (eða grænar) linsubaunir (ca 1 dl)
  • Vatn (ca 2 dl)
  • Fínt skorin paprika 
  • Kókósmjólk
  • Salt og pipar

Brúnið lauk, papriku, hvítlauk, chile og engifer. Bætið við tómötum, linsum og vatni.  Látið malla þar til linsur eru soðnar. Ég bætti svo út í þetta skvettu af kókósmjólk síðustu 10 mínúturnar.

Þetta er ekki svo ólíkt því sem Indverjinn eldaði fyrir mig, nema nú átti ég ekki allt í þá uppskrift plús það að ég var að reyna að tóna þetta við fiskbollurnar og appelsínusósuna.

Svo hefði mátt henda í þetta spínat eða gulrætur eða hvað svo sem ykkur dettur í hug, og krydda eins og ykkur lystir.

Svo átti ég fiskbollur sem ég bar fram með þessu.  Heimagerðar taífiskibollur hefði verið AWESOME.

Kv, Soffía

 

doggystyle

Soffía Gísladóttir©  www.soffia.net   Salamanca, 2008  

 

 

 


Hot House fajitas

Jæja, hvað segið þið í dag?  Allir búnir að fá sér eitthvað gott að éta? 

Ég imprúvæseraði svona smá við eldamennskuna í kvöld og hendi inn þeirri uppskrift við tækifæri.

En ég ætla að segja ykkur frá uppskrift af Fajitas sem mér finnst mjög góð. Galdurinn við þessa uppskrift er að grilla grænmetið í ofni áður en það fer á pönnuna. Þá fær það sætan keim.

Hot House fajitas

  • Kúrbítur, skorinn í fremur þunna strimla
  • Rauðlaukur, skorinn í sneiðar
  • Gul paprika, skorin í fernt
  • Hvítlaukur 
  • Chile, frekar sterkur
  • Maískorn (í dós)
  • Salt og pipar

Setjið rauðlauk og papriku í eldfast mót með smá olíu, salti og pipar.  Setjið ofninn á grill og grillið í 20 -30 mín, eða þar til skinnið á paprikunni er farið að taka á sig lit, verða svart.

Setjið svo paprikuna í skál og lokið fyrir með plastfilmu. (Eða í hitaþolinn plastpoka).  Stuttu síðar verður auðvelt að fjarlægja brennda skinnið af paprikunni.

Setjið olíu á pönnu, brúnið kúrbít, hvítlauk og chile.  Skerið papriku í strimla  og bætið við á pönnuna ásamt rauðlauk og maísbaununum.  Kryddið með góðu taco kryddi, salti og pipar. Hellið smá vatni yfir, ekkert of miklu, kannski hálfum dl eða svo og eldið þar til allt vatn er gufað upp.

Hitið fajitas kökur í álpappír í ofni.  Berið fram með heimagerðri ferskri tómat salsa  og lime jalapeno sósu, sýrðum rjóma og avacadomauki.

Tómat salsa gæti hljómað svona.

  • Ein dós Stewed tomatoes.  (Mæli með þessum ítölsku sem fást í Krónunni, mér finnst Hunts of súrir)
  • Kóríander
  • Hvítur laukur
  • Chile, sterkur
  • Jalapeño, niðursoðnu
  • Hvítlauksrif, bara smá
  • Skvetta af lime safa
  • Salt
  • pipar

Skerið smátt og blandið öllu saman í skál og kælið.  (Sigtið tómatana svo sósan verði ekki of blaut)

Ég vil ekkert vesen með minn avacado, heldur bara mauka hann í skál með fullt fullt afsalti.

 

Hef áður bloggað um Lime Jalapeño aioli

  • Majónes
  • Smá lime safi, eftir smekk
  • nokkrir jalapeño peppers, niðursoðnir.  Líka eftir smekk
  • Salt og pipar
  • Hvítlauksrif ef þið viljið, fínt skorið eða með hvítlaukspressu
  • Kóríander

Setjið  lime safa, jalapeño, salt, pipar og kóríander (og hvítlauk ef hann er notaður) í blender eða maukið með töfrasprota.  Bætið út í  majónes og blandið létt sama.  Líka hægt að nota 50/50 majó og sýrðan eða bara sýrðan.

Einnig er hægt að nota ferskan jalapeño, skerið frá fræin.

Vona að kaldur og hvass hvalfjörðurinn á myndinni hér fyrir neðan kæli ykkur aðeins niður eftir allt þetta jalapeño-chili tal.

Kv, Soffía

sea

 Soffía  Gísladóttir ©             Hvalfjörðurinn 2008


Grindexican

Þessi uppskrift varð til á góðu kvöldi með góðum vinum, eftir að koma svöng heim af hverfispöbbnum. 

Ég ásamt vini hentum þessu saman úr því sem til var á heimilinu.  Við vorum reyndar svo heppin að ég var að leita að almennilegu indverskri kryddblöndu í skápunum þegar vinkona okkar dregur upp poka af Indian Masala, enda nýkomin frá Indlandi með þetta að gjöf til heimilisfólksins. 

Ekki voru til tómatar, hvorki ferskir né í dós, en það var til heimatilbúin, niðursoðin tamale sósa, sem er svona mexíkósk hot sauce.  Svo var til smá grískt jógúrt.  Þannig að á endanum nefndum við þennan rétt:

Grindexican

  • Smjör
  • Laukur
  • Hvítlauksrif
  • Niðursoðið engifer (hefði notað ferst hefði það verið til)
  • Tamale sauce (hefði notað niðursoðna tómata, en þetta var SNILLD!)
  • Plain eða grískt jógúrt
  • Indian Masala krydd
  • Gul paprika
  • Hálf dós kjúklingabaunir
  • Salt

Laukur, paprika og hvítlaukur mýktur á pönnu, smá engifer bætt við.  Nokkrar matskeiðar Tamale sauce (spurning að nota svona mexíkóska frekar sterka salsa sósu eins og fæst í búðum ef þið búið ekki til ykkar eigin niðursoðnu tamale sósu)

Bætið við indverska kryddinu, jógúrtinu, salti og kjúklingabaunum.  Látið malla í smá stund þar til þetta lítur út fyrir að vera tilbúið.

 Borðað sem "snakk" með Roti brauði.  Þetta var ekki aðalréttur hjá okkur, heldur var eldað svona hitt og þetta, samtíningur og öllu skellt fram...perfect sem réttur í óformlegt hlaðborð um miðnætti eftir að koma heim frá öli og pool á hverfispöbbnum.

img

 Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband