Pizzadeig á 5 mín.

Sem pizzu fanatic þá er ég búin að komast að því að þessi uppskrift er alveg jafn góð og þegar ég er að eltast við 00 durum hveiti, með hitamælir í vatninu og með lífrænt ger.  Tala nú ekki um þegar maður lætur deigið lyfta sér 2 x og jafnvel í ísskáp yfir nótt.

Ég hef talað um blessaða Roti brauðið svona hundrað sinnum, en það er bara mesta snilld í heimi. 

HVEITI - VOLGT VATN - SALT 

Þannig að setjið eins mikið hveiti í skál og þið þurfið, bætið við salti eftir smekk og svo smá saman vatninu, hnoðið þangað til þið fáið pizzadeigsfílinginn.  Ekki blautt og ekki of þurrt.

Rúllið þetta út mjög þunnt.  Bakið í hálfa til eina mín í ofninum.  Setjið svo á tómatsósu og alles og aftur í ofn þar til ostur og læti er farið að look-a good.

Ég skelli bara stewed tomatos beint úr dós á botninn og krydd yfir ef ég nenni ekki að gefa mig í þetta. (Hægt að sigta mestan vökva frá).  

Og svo bara einhvern mildan góðan brauðost eða mossarella, svona stykki sem lítur út eins og brauðostur)  Fínt að kaupa svona mossarella stykki, rífa það niður í nokkra hæfilega skammta í setja í nokkra nestispoka og inn í frysti.

Svo notar maður bara það sem til er ofan á, alltaf gott að setja á hvítlauk og ferskan chile.

Þetta er þúsund sinnum betra en take away pizzur...finnst mér alla vega, jafn fljótlegt  og trilljón sinnum ódýrara.

 

Alltaf að setja ofn á hæsta hita og hafa hann vel heitann þegar þið bakið pizzuna.  Minn fer upp í 300° og svo má líka setja á grill í smá stund, en bara passa að fylgjast vel með, svo þetta brenni ekki hjá manni.  Mér finnst gott að fá smá svona brennt hér og þar á kantana, svona eldbakað stemmning.

www.soffia.net

Gleðilegt sumar!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband