Threesome, bara gaman

Það er alltaf gaman að prófa eitthvað nýtt og um að gera að vera opin fyrir öllum nýungum.  Sem ég svo sannarlega var þegar vinur okkar bauð okkur heim um helgina.  Hann er myndarlegur og skemmtilegur strákur, og ég þekkti aðeins til hans fyrri verka. Og ég veit nú alveg að kærastinn minn kann sitt. Þannig að úr varð að við tókum Jambalaya á þetta.

Og við inprúvæseruðum algjörlega, og ákváðum frá byrjun að það yrðu engar spurningar, bara gert það sem manni datt í hug, út frá því að útkoman yrði í stíl við Jambalaya með Paella ívafi. 

Og þegar kærastinn minn tók upp nautahakkið þá kom á mig smá efi, því við ætluðum líka að hafa kjúkling, en ég hef aldrei áður eldað saman pottrétt með bæði nautahakki og kjúkling, en þetta var snilld og hvernig getur nautahakk svo sem klikkað.  

Þannig að það er ljóst að það er mjög gaman þegar þrír elda saman sama réttinn, án þess að ræða málin neitt að ráði, og án þess að vita sérstaklega hvaða hráefni eru í Jambalaya.

Annað fínt threesome er kjúklingur, nautahakk og pólskar pulsur! 

Það er slatta langur listinn af hráefnum, en í stað þess að einblína á hvert og eitt þá frekar að horfa á heildarmyndina, og svo bara búa til sína eigin útfærslu á Jambalaya/paella! Og bara láta vaða, það er erfitt að klúðra svona pottréttum.

Málið hér var að elda úr því sem til var og við komum með nautahakk, chile og eitthvað dót, þannig að það var svo bara ákveðið á staðnum í hvaða átt við myndum fara.  Þannig að þetta er svona réttur sem maður á ekki að versla inn í, heldur að ná sér í smá grunn og nota það sem til er.

Jambaella

  • Nautahakk
  • Pólskar pulsur (góðar, mun fjárfesta í svoleiðis fljótlega)
  • Kjúklingabringa
  • Hvítlauksrif
  • Ferskur chile
  • Smjör
  • olía
  • Salt 
  • Pipar
  • Hot chile flakes
  • Tómatar í dós
  • Tómat purre
  • Laukur
  • Paprika (rauð og græn)
  • Sweet thai chili sauce (virkar í allt)
  • Banana chile sauce (hefur samt ekkert með banana að gera! piparinn heitir banana chile)
  • Rækjur
  • Hænsna kraftur, teningur og vatn
  • Hrísgrjón (ósoðin)
  • Paella krydd
  • Oregano

Ok, og svo bara eldað eins og pottréttur...

Byrjuðum á að steikja nautahakk með garlic, chile og lauk.  Og skárum pólsku pulsunar í bita og út í.

Svo sullaðist hitt bara í svona eitt af öðru eftir því sem hverjum og einum datt í hug.

Ég er með kjúklinga fóbíu, já nei, kannski frekar salmonellu fóbíu... þannig að ég lokaði kjúklingabitunum á annari pönnu og bætti þeim svo við þegar tómatarnir, kraftur og vatn var komið saman við hakkið.  En það er kannski bara ég.

Og við sjóðum hrísgrjónin í  pottinum.  Þannig að ágætt að fylgjast með að bæta við vatni þegar þarf, svona líka til að það sé ekki notað of mikið vatn.

Kryddin  í svona rétt eru einhver samtíningur.  Við notuðum slatta af hvítlauk, chile, sem var með bite-i og svo oregano. 

Og svo er það þetta Paella krydd sem gerði mikið.  En kannski ekki hægt að fá þannig hér út í búð, veit ekki.  En paella krydd gæti verið t.d salt, paprikuduft, og svo turmeric eða saffron. 

Ég keypti einhvern tíma saffron hér á Íslandi, sem er dýrasta krydd í heimi eða eitthvað og fannst það bara ekki vera að gera sig, og er því með smá saffron fordóma eftir það.  Þarf að prófa það aftur...

Svo er þetta bara allt látið malla þar til hrísgrjónin eru til.  Þau fóru næst síðast útí.

Í blálokin setttum við rækjurnar út í , sem höfðu fengið að marinerast aðeins í Paellu kryddinu.

 

Þetta er svona réttur sem ég á eftir að gera aftur, en á aldrei eftir að vera nákvæmlega eins, þótt ég myndir reyna.  Og hef hlutföll engan vegin á hreinu þar sem þrír voru hér að verki.... sem minnir á að þau (hlutföllin) skipta oft engu máli.

 

Mjög gott að rífa niður óðalsost og dreifa yfir kássuna þegar hún er komin á diskinn.  Og fínt að hafa með þessu sýrðan rjóma, eða jafnvel rjómaost, gott brauð eða tortilla kökur.  Þetta er algjörlega svo alþjóðlegt að allt virkar með þessum rétt!

 

Þetta er nú bara svona klessuverk, en TERA gott!

www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband