Bingó kúlur og trópí

haust

Það var svo fallegt haustið í Hvalfirðinum, algjör forréttindi að fá að búa þar.  Ég get ekki beðið eftir næsta vori.  Ég er að búa til dagbók yfir allt sem þarf að gera yfir árið, hvenær maður setur niður fræ og grænmeti, tínir jurtir í te, (það er mismundandi hvenær best er að tína t.d garðablóðbergið og birki osfv) hvenær maður fer í berjamó og út á sjó eftir ýsu, kræklingatíminn og haustuppskera.  Það er nóg að gera allt árið.  Og hver árstíð hefur sinn sjarma. 

Næst á dagskrá er að fara að ná sér í krækling.

 

Ég hef borðað svolítið af lambi undafarið og það er sama hvað það hefur verið, súpukjöt, rif eða læri, alltaf er það lungamjúkt og bragðgott. 

Lamb er eitt af því hollara sem maður getur borðað held ég, íslensku lömbin sem éta upp í fjalli eða niðrí fjöru.  Eitthvað svo hrein afurð, og með því betra sem ég fæ.

Lambalærið má elda og rífa svo niður í pítubrauð með grænmeti, fetaosti og grískri jógúrtsósu eða tzatziki.

Ég bjó til mjög góða lambapítu um daginn.  M.a ristaði möndlur, grillaði papriku í ofni og létt smjörsteikti vorlauk. Kryddaði lambið sjálft með karrý dukkah-inu frá Yndisauka.  Borið fram með Tzatziki.

Ég átti Jacob´s pita brauð sem eru ágæt ef maður tekur þau í sundur og dreypir á þau ólífuolíu og sjávarsalti og skellir þeim í panini grill.  Annars finnst mér best að gera sín eigin úr pizzadeigi eða Roti.

lambapíta

Og algjörlega í óspurðum fréttum þá er ég að komast að því að Bingó kúlur og Trópí  er ekki að gera sig saman.....


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband