Finnish?

Þegar ég bjó í Kaupmannahöfn fyrir allmörgum árum þá skellti ég mér út að borða með manninum.  Eftir að hafa setið að snæðingi góða stund vatt sér að okkur þjóninn og spyr mig: "Are you Finnish?"

Finnsk, nei, hélt nú ekki og svara að bragði "No, I´m Icelandic.

Þjónninn bendir á tóman diskinn minn og spyr aftur með sínum danska hreim, " Are you finished?"

...vandræðalegt!

doglife

Þessa félaga hitti ég stundum á barnum mínum í köben.

 

Remúlaðe kemur í hugann þegar ég rifja upp dagana í köben, ekki það að ég hafi borðað mikið af því en það er ómissandi á smörrebrauðið.  Þetta sem maður kaupir út í búð er kannski ekki það hollasta í heimi og því er málið að gera sitt eigið.

Remoulade

  • 3 Gulrætur
  • 50 g súrar gúrkur
  • 1/2 búnt steinselja
  • 2 1/2 dl sýrður rjómi, 18 %
  • 2 msk majones
  • 1-2 tsk karrý
  • 1-2 msk kapers
  • salt og pipar eftir smekk

Blanserið (eða léttsjóðið) gulrætur til að mýkja þær aðeins. Kælið þær. Skerið gúrkurnar smátt, saxið kapers og steinselju.  Blandið svo öllum herlegheitunum saman.

Sumir setja smá Dijon sinnep saman við, jafnvel túrmerik eða estragon, svo má bæta við lauk, sleppa gulrótum, gera sitt eigið mayo, sleppa mayo...um að gera að þreyfa sig áfram, það er ekkert heilagt við þessa uppskrift heldur hanna hana eftir eigin smekk.  Ég hef ekki prófað þetta með ab mjólk eða grískri jógúrt, það gæti kannski virkað til að hafa þetta enn hollara...

 

Þetta væri svo rosa gott með heimalöguðu rúgbrauði og fiskbollum tiiiildæmis.

 

Fiskbollur

  • 500 g fiskur, t.d ýsa
  • 1 laukur
  • 3 msk hveiti
  • 1 egg
  • 1 1/2 dl léttmjólk
  • Salt og pipar eftir smekk

Öllu hrært saman í matvinnsluvél, bollur mótaðar og steiktar upp úr smjöri og olíu á pönnu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband