Quesadillas með baunum og hýðishrísgrjónum og fleiru góðu

Ég átti ferskt kóríander, nóg af því og langaði að gera eitthvað rosalega gott.  En þegar maður er með valavíða, veit eeeeeekkert hvað manni langar í og er svangur í ofanálag þá snýst maður í hringi við að taka ákvörðun. 

En á endanum ákvað ég að gera quesadillas, eldað miðað við það sem til var.  Þetta var svo akkúrat það sem mig langaði í.  Og ekki skemmdi fyrir að með þessu var drukkið 2005, Muga.

Ég veit að margir vínspekúlantar myndu ekki bera fram Muga með quesadillas, og ekki ég heldur í sjálfu sér en þetta var eina flaskan sem til var fyrir utan nokkra gullmola sem bíða betri tíma svo þetta var bara gott og gaman.

quesadillas

Quesadillas með baunum og hýðishrísgrjónum og fleiru góðu (fyrir 2)

  • 2 Tortilla kökur
  • 1 gulrót, fínt skorin í skífur
  • 1 paprika, gul, skorin í strimla
  • 1/2 rauðlaukur skorinn í skífur
  • Hvítlaukur, 2-3 rif
  • Chile pipar, magn eftir  styrk og smekk
  • Svartar baunir, 1 dós
  • Maís baunir, 1 lítil dós
  • 4-5 msk pizzasósa frá Ede(í dós)
  • Rifinn ostur ( t.d brauðostur eða mossarella)
  • Salt
  • Pipar
  • Olía og smá smjör til að steikja upp úr
  • Lúka af kóríander

Allt steikt á pönnu, baunum og pizzasósu blandað saman. Kóríander bætt út í í lokin.  Mallið smá og fyllið tortilla með gumsinu og rifnum osti og hitið í ofni í nokkrar mínútur.

Borið fram með heimalöguðu salsa:

Afgangur af pizzasósu dósinni er settur í blender með hálfum lauk, nokkrum skífum af niðursoðnum jalapeno, salti, pipar og fersku kóríander.

 sýrður rjómi

Sýrðum rjóma með jalapeno og lime:

Nokkrar jalapeno sneiðar smátt skornar og hrært saman við sýrðan rjóma, ásamt salti og 1-2 tsk af lime safa.

 avacado

Avacado:

Avacado (munið að velja mjúkan avacado, harður avacado er óþroskaður og ekki bragðgóður) stappaður með slatta af salti, smá lime safa og fersku kóríander. 

 

Hýðishrísgrjón: Elduð skv leiðbeiningum á umbúðum.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband