Fyrirsætur, hamborgarar og smokkfiskur

Fór í rosalega skemmtilega myndatöku um daginn, var að mynda fyrir fáránlega flottan fatahönnuð.  Stemmningin í tökunni var awesome.  Fatahönnuðurinn alveg frábær, stílistinn flottur og módelið fallegt.  Rosa pro gengi og útkoman varð því ekkert annað en AWESOME.  Hlakka til að sýna ykkur útkomuna.

Fórum svo á Vitabar eftir tökuna til að fá okkur smá rauðvín og svo módelið gæti fengið sér hamborgara. 

Svo fór ég í matarboð heim til mín.  Þá var kærastinn búinn að henda upp í veislu og gestirnir mættir, þau Magga og Frikki.  Ég tók ókunnuga stílistann með í boðið og allir skemmtu sér mjög vel.

Við buðum upp á þetta hefðbundna á  raclette grillið.  Kind, naut, kjúkling, grænmeti.....  En það sem kom skemmtilega á óvart var smokkfiskurinn. 

Og best af öllu þegar Frikka datt í hug að ná í smá smjör og setja á grillið og pressa hvítlauk ofan í það og svo henda smokkaranum á herlegheitin.  Svínvirkar, passið bara að ef grillið er of heitt að smjörið frussist ekki framan í ykkur.   Þetta tókst amk mjög vel í okkar tilfelli.

Svo er bara að setja Yeah yeah yeahs á fóninn og dansa upp á sófaborðinu, ef borðið það er að segja bíður upp á dans, nú eða í dans.

www.soffia.net

Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 

Kjúklingur fyrir drottningar

Fékk þessa uppskrift hjá drottningu.  Smakkast súper vel.  Gæti líka verið skemmtilegt sem svona smáréttur, einn af mörgum.  Þannig að maður langi í meira, en fái ekki meira....já, ég er svoldið þannig.

Italian style tjúttari para reginas

  • Kjúklingur, í bitum 
  • ólífuolía
  • Hálfur bolli púðursykur
  • Balsamic edik
  • Hálfur bolli Oregano, sí sí, næstum heill baukur
  • Einn og hálfur bolli af hvítvíni.  Og muna, bara gott hvítvín!
  • Grænar ólífur
  • Sveskjur, skornar í litla bita

 

Blandið öllu saman, nema ólífum og sveskjum.  Setjið í eldfast mót og bakið í ofni í ca hálftíma.  Setjið ólífur og sveskjur þegar helmingur eldunartímans er liðinn. Berið fram með hrísgrjónum og góðu brauði.

Black með Perl Jam fer vel með þessum rétti.

 www.soffia.net

Soffía Gísladóttir © www.soffia.net


Tjúttlingur með Parmigiano

Mér finnst eiginlega orðið meira gaman að elda þegar ekkert er til.  Þá verða skemmtilegir hlutir til og frumlegri.  Eldum eiginlega alltaf núna í formi forrétta og þá yfirleitt til skiptis sitthvorn réttinn, stundum 2 eða þrjá í total.

Og alltaf í anda foodwaves, semsagt vitum ekki hvað hinn eldar og verður að vera án uppskrifta og helst smá frumlegheit. 

Með þessu móti borðar maður minna og hægar.  Þannig að þetta er alveg í anda einhverra svona tísku megrunarlífstíls dóts...En við erum svo sem ekki að þessu út af neinu öðru en að við höfum gaman að því að elda og borða.  Og ég spara ekki smjör, en íslenskt smjör er líka bara hollt.

 

Það var einhverntíma að ég held í gestgjafanum ógeðslega góður kjúklingaréttur sem hljómaði einhvernvegin svona, næstum því.

 

Tjúttlingur með Parrrmigiano

 

  • Kjúklingabringur (einn á mann eða svo)
  • Smjör (eða olía)  ég nota líka oft bæði
  • Einn bakki sveppir eða svo
  • Smá safi úr sítrónu
  • Slatta skvetta af rjóma
  • Eins mikinn parmigiano ost og þið nennið (a.m.k dl)
  • Fersk mynta, bara smakka til og eftir smekk
  • Salt og pipar

 

Kryddið bringur með salti og pipar og steikið  í smjöri og/eða olíu í nokkrar mínótur.  Bætið við sveppum og hvítlauk (Mætti kannski bæta við smá meira smjör hér).  Kreistið yfir smá sítrónu og svo rjóma og þvínæst parmigiano og sjóðið þar til bringurnar eru eldaðar.  Bætið saxaðri myntu út í að lokum. 

Svo er alveg málið að rífa ferskan parmigiano yfir herlegheitin þegar það er komið á diskinn.

TIPS: Ég klíf bringur oft þversum, þannig eru þær þynnri og taka minni tíma í eldun og það er líka oft alveg nóg, hálft bringa á mann sérstaklega þegar meðlæti er með eins og gott baguette, hrisgrjón og stuff.

Jæja, vorjafndægur á næst leiti og komin tími til að leggja kanínunni.  Já, og svo fékk ég mjög skemmtilega linsu í afmælisgjöf og flass.  Oui Oui. C´est moi.

www.soffia.net

 Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 


Áfeng bananasúpa

Þessi er rosa góð í forrétt :)  Frosnir bananar auka á ferskleikann.

 

Áfeng bananasúpa

  • Passoá
  • Amaretto
  • Skvetta af sódavatni
  • Smá appelsínusafi
  • Frosinn banani

 

50/50 af Amaretto og Passoá, appelsínusafi eftir smekk. Öllu hent í blender, borið fram í kokteilglasi.......með skeið.

 

www.soffia.net

 

 


Er ekki eitthvað skakkt við það að...

.. versla erlent kolsýrt vatn á ódýrara verði en það íslenska í matvöruverslun hér á landi?

Í fyrsta lagi er það allt of fyndið að flytja inn vatn til landsins, og í öðru lagi, að það skuli vera ódýrara en það íslenska  segir sitthvað um uppsprengt verð á íslensku kolsýrðu vatni.

Það voru 79 krónur fyrir 2 lítra af innflutta vatninu en algengt verð er um 140 kr af því íslenska frá Vífilfelli, stundum fer það þó niður í 98 krónur í lágvöruverslun en það gerist svosem ekki oft.  

Svo er til kolsýrt vatn framleitt af bleika svíninu sem ég veit ekki hvað kostar en það er eitthvað um 100 kallinn held ég.

Magnað!

 

www.soffia.net

   Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 

 


Allt er gott sem endar vel

Að lokum var boðið upp á Franska súkkulaðiköku sem ég reyndar bakaði ekki og hef því enga uppskrift af henni, en hún smakkaðist mjög vel, ég get sagt ykkur það. 

En svo var líka boðið upp á Kúrbítsköku, en ég hef bloggað þá uppskrift hér fyrir nokkru. Og er tera góð! Kúrbíturinn vegur svo vel á móti sæta elementinu finnst mér.

Með þessu var boðið upp á  Otard vsop og rauðvín.  Þegar hér var komið við sögu var klukkan að ganga fjögur og allir saddir og sáttir.

Takk fyrir mig!

Sx

www.soffia.net

  Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 

 


Raclette

Svo var komið að Raclette.  Eitthvað sem klikkar aldrei ef maður er með Racletteost og gott naut. Klukkan orðin 01.35, réttur númer fimm.

Sheep riding the mechanic bull in the raclette ring

  • Raclette ostur
  • Nauta fille
  • Kinda fille (TERA gott!)
  • Kúrbítur
  • Rauðlaukur
  • Paprika
  • Fullt af góðum kryddu, og steikarkryddum
  • Góð sósa úr sýrðum með grænum pipar, graslauk eða eitthvað gott. 

Einnig er gott að skera kartöflur í tvennt og baka í ofni þar til  eldaðar svo að sárið (skurðurinn) er orðinn vel brúnn, jafnvel smá brunninn og bera fram með þessu öllu.

Kúrbítur og rauðlaukur skorinn í skífur, paprikan í stóra bita og kjötið í fremur þunnar sneiðar.  Svo grillar hver og einn fyrir sig.

Með þessu kom Chianti Classico, ISOLE E OLENA, 2005.  Og ég verð að mæla með  Johnny Cash, nokkrum greatest hits með svona rétti, amk Ring of fire, Folsom Prison Blues, Walk the line og Hurt.

www.soffia.net

   Soffía Gísladóttir © www.soffia.net

 

 


Ofsaltaður hestur

Það var svo kl 00.21 sem fjórði rétturinn kom á borðið í afmælisdinnernum.  Þá var boðið upp á grafið hross með ruccola, vinegrette og parmagiano reggiano.

Hrossið, sem ég fékk í Ostabúðinni hefur alltaf verið í miklu uppáhaldi hjá mér, en í þetta sinn var það allt of salt.  Þrátt fyrir að vera saltfíkill þá hefði ég viljað hafa það mun ósaltara til að kjötið sjálft fengi að njóta sín betur.

Borið fram með Faustino I, 1996.  Tera vín! Island in the stream með Kenny og Dolly er must með þessum rétt.

 www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 


Ekkert til, en samt nóg til

Kannist þið ekki við það að fara inn í eldhús til að búa til kvöldmat og það er ekkert til.  Lendi oft í þessu en í staðin fyrir að fara út í búð þá challenge-um við hvort annað og búum til sitthvorn réttinn. 

Í kvöld var það fyrst ég og hann smakkaðist TERA vel og nú er hann að byrja á sínum rétt með hausinn inn í ísskáp að sagði.  "Það er rosa challenge í gangi" 

Sé hann taka jagemeister flösku úr frystinum, en vona að hann ætli bara að drekka það núna en ekki marinera humar í því eða eitthvað. 

Nei, hann er búin að fá sér jagemeister í kokteilglas, verð bara að fara að taka mynd af þessu...augnablik. 

 www.soffia.net

  Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 

Rétturinn sem ég gerði var 

Túnfisks cannelone með djúpsteiktu hamborgarabrauði

  • Túnfiskur í dós
  • Laukur
  • Kúrbítur
  • Hvítlaukur
  • Hakkaðir tómatar úr dós
  • Heitt pizzakrydd (mjög heitt hjá mér þessa dagana, fer svo TERA vel með öllu)
  • Salt og pipar
  • Smjör 
  • Hvítvín
  • Lasagna plata eða cannelone rör)

Mallið lauk, kúrbít og hvítlauk, allt smátt skorið,  á pönnu í smjöri.  Bætið við túnfisks og svo tómötum í dós.  Svo setti ég smá hvítvín og aðeins meira smjör.  Mallimall. 

Setti lasagna plötu  í sjóðandi vatn svo hún mýktist.  Hún kólnaði aðeins og þá setti ég túnfisksfyllingunaá plötuna og rúllaði upp. 

Setti smá af sósunni í eldfast mót og rúllurnar ofan (svo þær festist ekki við botninn).  Og svo smá af hökkuðu tómötunum ofan á ásamt parmagiano.

Inn í ofn í 5 mín eða svo.

Á meðan cannelone-ið var í ofninum skar ég tvær sneiðar af Höfðingja, velti honum upp úr þeyttu eggi og brauðraspi, sem var hamborgarabrauð sem ég fann inn í frysti og rifinn parmagiano.  Djúpsteikti þetta og bar fram með cannelone-nu.

 

Og í anda þess að það sé ekkert til þá mæli ég með að bera fram Solaz rauðvín úr kassa og lagið Fuzzy með Grant Lee Buffalo, flott lag sem vinur minn benti mér á fyrir stuttu og hljómar TERA vel. 

 

www.soffia.nte

 Soffía  Gísladóttir © www.soffia.net

 

Seinni rétturinn var í anda spænskrar ommelettu með kúrbít, lauk og soðinni kartöflu.  Muy bien!

 

 


Allar uppskriftirnar so far

Þarf svo við tækifæri að koma upp einhverju skipulagi á þessar uppskriftir sem ég hef sett hér inn. 

  1. HumarHallar (A la afmælis)
  2. SKARFUR  
  3. Let the game begin (rjúpusúpa)
  4. Pepp  (Steikt egg, ostur, pepperone)
  5. Austurlandahraðlestin (lambakjöt í pítu)
  6. Fiskurinn í sjónum (Ofnbakaður a la Halli)
  7. Tagliatelle og önd
  8. Pizza með kotasælu
  9. kúreka bbq sósa
  10. Harðfiskur með hvítlaukssmjöri
  11. Beikon og egg (með hrísgrjónum ofl.)
  12. Fullorðinsbollur (bolludags)
  13. Pizza með bönunum og camembert
  14. Tandoorikjúklingavængir
  15. Matchbox jeppi
  16. Djúpsteiktar pulsur
  17. Sætar fermingafranskar (Sweet bar mitzvah)
  18. Patchos sósa
  19. Inspired (kjúkl. vængir með hýðishrísgrjónum)
  20. Appelsínukókóssósa
  21. Linsubaunasósa
  22. Hot House fajitas
  23. Grindexican
  24. Geðsjúk köld sósa (thai, sýrður og ofnbakaður hvítlaukur)
  25. Karrrrtöflur
  26. Melt in your-mouth Súkkulaðikaka
  27. Kúrbíts súkkulaðikaka
  28. Semi-Belgískar sódavatns vöfflur
  29. Grænmetis Tagliatelli
  30. va va va vino
  31. Gráðosta-Jalapeno sósa
  32. Chile con carne
  33. LAX Í SKÁL
  34. Lax (grillaður)
  35. Spínat salat með rauðlauk og beikoni
  36. Hvítlaukssteiktar rækjur með hrísgrjónum soðnum í kókósmjólk
  37. Fallegasta samloka í heimi
  38. Lime Jalapeño aioli
  39. Kleinuhringir úr pizzadeigi
  40. Svartar baunir og kjúklingabaunir dip
  41. Humar á jóladag með rjómaostasósu
  42. Humarsúpa á annan í jólum
  43. Laxamauk borið fram í harðsoðnu eggi.
  44. Laxa-eggja salat
  45. Lax með rjómaosti og rauðlauk og kapers
  46. Lambafille með avacadomauki
  47. Lambakjöt með Red Curry
  48. Kjúklinga cannelone
  49. Saltfiskur með súkkíní og fleiru góðu
  50. Rækjutapas
  51. Kjúklingasúpa með núðlum
  52. Appelsínurjómasósa
  53. Hrísgrjón soðin í kókósmjólk
  54. Besta kombó í heimi,tapas rauðlauk pulsa ost ofl
  55. Fransbrauð með púðursykri
  56. Eggjatapas
  57. Ólífuolíukakódressing
  58. Kabab masala wannabe bollur
  59. Tikka Masala.
  60. Tvö tonn af osti... tetilla ostasamlokan
  61. Kartöflu-túnfisks-ítalskt salat
  62. Tagliatelle Bolognese eins og ég geri
  63. Kartaflan í örbylgjuofninum
  64. Bruchetta (Basic uppskrift)
  65. Kartöflumós
  66. Hunangssmjör
  67. Súper góð snitta með smurost og ólífum
  68. Papadams forréttur
  69. Tortilla og Krabbasalat
  70. Krabbasalat
  71. Fancy Patatas Bravas
  72. PATATAS BRAVAS
  73. Treo(Hráskinka-aspas-parmaostur)
  74. Tagliatelli Parma
  75. G&T -  ekki fyrir stelpur
  76. Ansjósur barþjónsins
  77. Svartbaunasúpa
  78. Skinkurúlla
  79. Spínatpönnukökur (Gestgjafinn)
  80. Tinto de verano
  81. Húrrandi holl grænmetissúpa
  82. Tortilla de español
  83. Letingjabrauð
  84. Minn Hummus
  85. Papriku og chile sósa
  86. Lambið sem fór til Arabíu
  87. Mango Tango ( Mango curry kjúklingur með hörpudisk)
  88. Avacado mauk
  89. Manchego ostur
  90. Salat með Manchego og hunangsdressingu.
  91. Hunangsdressing
  92. Focaccia samloka með nautahakki
  93. Kúrbíts-gulrótarbrauð
  94. Hvítlauks-salatdressing
  95. Lahmacun
  96. Crêpes
  97. Sinnepssósa
  98. Sinneps kræklingur
  99. Taí  kræklingur
  100. klettasalatspestókartöflusalat
  101. Verkamannaútgáfa af Paralyzer
  102. Humar og Avacado - match made in heaven
  103. Kúrbítsblóm (Zukkini flowers)
  104. Egyptian Walking Onions
  105. Rauðbeðsídýfa
  106. Belgbaunir með hnetum og hvítlauk
  107. Pizza Pizza. Nokkur ráð
  108. Ógeðslega einfalt (Rjómaostur og sweet and sour tai sósu)
  109. Gulrótar og appelsínu súpa
  110. Gallo Pinto
  111. Dürum
  112. Semi Raita
  113. Chile Olía
  114. DAHL úr rauðum linsum borið fram með Roti, Raita og Mango chutney
www.soffia.net

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband