Súpa til að eiga í frysti sem hentar vel í svo margt.

Ég á vinkonu sem hefur í nógu öðru að snúast þessa dagana en að elda fyrir utan það að hún hefur ekkert gaman að því.  Þannig að ég eyddi með henni degi og eldaði fyrir hana nokkra rétti til að eiga í frysti.  Svona svo hún freistist ekki í take away og óhollan skyndibita.

Ég eldaði basic tómat grænmetissúpu sem svo er hægt að gera heilan helling við, fín súpa til að eiga í frysti þegar maður hefur ekki tíma í að elda.  Það er hægt að hita hana upp og setja út í soðið pasta eða fisk, ferskt spínat og/eða kjúkling, svartar baunir, nachos og ost og gera þar með úr henni mexíkóska súpu....svo fátt eitt sé nefnt.  Nú eða bara hafa hana eins og hún er og rífa ferskan parmigiano yfir.  

Hér er uppskrift af súpunni. Ég myndi sleppa kjúklingabaunum og spínati ef þið ætlið að frysta og nota sem base.

 www.soffia.net

Svo steikti ég grænmeti á wok með sweet chili sauce og soya.

Soya sósa

  • Ljós soya sósa
  • Dökk soya sósa
  • Sykur
  • Salt eftir smekk.... 

Allt hitað í potti og helt yfir grænmetið á wok pönnunni ásamt Thai sweet chili sauce.  Borið fram með hrísgrjónanúðlum.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband