Ýsusúpa og karrýsa

Undanfarið höfum við verið að elda úr ýsu.

Ýsusúpa (miðað við tvo)

  • Ýsa
  • Kúrbítur
  • Púrra
  • Lime safi
  • Rifinn lime börkur
  • Hvítvín
  • Hvítlaukur
  • Salt
  • Pipar
  • Olía
  • Smjör
  • Kókósmjólk
  • Tómatar í dós, 2-3 msk
  • Campels tómatsúpa, 1 msk
  • Karrý de lux frá pottagöldrum (gult karrý)
  • Cumin
  • Fersk púrra og smá sýrður on top

Steikti grænmeti úr olíu og smjöri, bætti við lime og kryddi, svo kom kókósmjólk tómatdót og hvítvín.  Skar (tætti) fiskinn í munnbitastærð og steikti á sér pönnu í 1-2 mín með lime, smjöri salti, pipar og hvítlauk og bætti svo út í súpuna og sauð í nokkrar mínútur.

Þetta var fáránlega gott.

 

Svo var kærastinn greinilega undir áhrifum...frá mér... þegar hann kom með næsta rétt

Karrýsa

  • Ýsa
  • Laukur
  • Púrra
  • Sal y pebre (Salt og pipar)
  • Kókósmjólk, en bara smá, 1 msk eða svo, miðað við fyrir tvo
  • Smjör
  • Karrý de lux
  • Sykur
  • Balsamic sýróp

 

Steikt á pönnu.  Balsamic sýróp sett á diskinn þegar þetta er borið fram.  Og það passar mjög  vel við þennan rétt.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband