Kartöfluræktun út á svölum

Maður þarf ekki að eiga garð eða búa upp í sveit til að rækta kartöflur.  Það má rækta fína uppskeru út á svölum.  Ég setti niður kartöflur í gær.  Setti mold í svarta plastpoka (svona í 1/3 af pokanum ca) Stakk þremur kartöflum ofan í hvern poka og svo er bara að bíða. Svo bætir maður á mold smám saman fram á sumar.

Það má endalaust google-a hvernig þetta er gert.

Hér er video sem sýnir hvernig  Jamie og vinur hans gera þetta.

Einnig hægt að rækta þær í hjólbörðum eins og sjá má hér

Og hér er ein aðferð í viðbót

 

Hér er uppskrift af réttinum sem ég gerði í gær, virkar sem aðalréttur, meðlæti eða forréttur. Vinir okkar gáfu okkur ofur karftöflur frá þykkvabænum sem við elduðum úr í gær, og svo setti ég niður þrjár af þeim, hlakka til þeirrar uppskeru.

www.soffia.net

Kartöflur og hvítvín með sítrónu

  • Kartöflur
  • Hrísgrjón (soðin)
  • Blandaðar hnetur og fræ, Salatblanda (fæst í pokum út í búð)
  • Hvítlaukur
  • Engifer
  • Sítróna
  • Salt
  • pipar
  • Sýrður Rjómi
  • Brauðostur
  • Graslaukur

Skerið kartöflur í tvennt og bakið í ofni þar til ready og sárið komið með fallega brúna húð. Þegar þær eru til hreinsið þá af húðina sem myndaðist og skafið svo kartöfluna úr hýðinu, án þess þó að skemma hýðið því við setjum fyllinguna svo ofan í hýðið.

Bræðið smjör í potti.  Bætið við engifer, hvítlauk og soðnu hrísgrjónunum og látið malla í nokkrar mínútur.  Bætið hrísgrjónum í skálina með kartöflum. Hrærið saman við hnetunum og fræjum, skvettu úr sítrónu og smá sýrðan rjóma. Salt og pipar.

Setjið mixið aftur í kartöfluhýðin, dreifið rifnum osti yfir og bakið í ofni á grilli þar til osturinn bráðnar. Að lokum skreytti ég með ferskum graslauk sem er algjört möst.

Þessi réttur var borin fram með Chardonnay með sítrónusneið í litlu glasi.

kv, Soffía

www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband