Blessuð börnin þegar maður á þau ekki....

Var í 9 tíma flugi um daginn og þetta var eins og að vera á leikskóla á versta tíma, argandi krakkar út um allt.

Fékk semsagt ekki minn 9 tíma fegurðarblund, en skiptir svo sem ekki öllu þar sem ég er gullfalleg og andoxunarefnin í rauðvíninu halda mér unglegri að eilífu.


NEIIII, án gríns þá alveg skil ég foreldraefnin og hversu erfitt það er að vera með vælandi kríli og fólk allt í kring gefandi þeim illt auga.  Eflaust ekkert illa meint hjá flestum, bara allir jafn pirraðir.

En eftir nokkrar flöskur af rauðu og/eða hvítu þá byrjar maður að brosa pent til þreyttu foreldrana og jafnvel vorkenna þeim að geta ekki slakað á taugunum með einum tvöföldum eða þreföldum yfir laim bíó mynd sem í boði er í sætisbaki entertainmentsístemsins.  Nógu góð einangrandi heyrnartól, væmin bíómynd og slatti af rauðvíni og málið er dautt. Organdi börn hætt að pirra mig.

Ég fór á Chili, ameríska restaurantinn, í millistoppinu í Calgary áður en ég hélt í þetta 9 tíma flug, fékk alveg geðveik góð ribs og kærastinn borgara sem var snilld.  Vinur fékk gráðost og jalapeño á sinn borgara og uppgötvaði þá hversu mikil snilldar samsetning það er og ég get staðfest það.  Er ekki mikil gráðostamanneska en fyrir þá sem það eru þá mæli ég með að prófa þessa á borgarann eða með kjúklingavængjum:

Gráðosta-Jalapeno sósa

  • 1 dl (eða svo og eftir smekk) saxaðir niðursoðnir  jalapeños
  • 2-3 msk smjör
  • Hvítlauksrif
  • Sýrður rjómi
  • Majónes
  • Gráðostur

Maukið jalapeño-inn.  Bræðið smjör á pönnu við meðal hita, bætið við hvítlauknum (fínt skornum eða í gegnum hvítlaukspressu). Bætið því næst við  jalapeño maukinu og látið malla.  Setjið þetta í skál.

Við þetta bætist sýrði rjóminn, majónesið og gráðosturinn, maukið með blender.  Salt og pipar eftir smekk.

 

Svo eru til margar útfærslur.  Tildæmis að henda saman majó, sýrðum, gráðost, smá lime og pressuðum hvítlauk, salti og pipar í skál.  Blanda vel saman og kæla í nokkra tíma.
Combine all ingredients; chill for an hour or two. Serve as a dip for the Buffalo wings. Makes about 1 1/2 cups of blue cheese dip.

Og um að gera að prófa annan ost en gráðost, t.drjómaost osfv...

 IMG

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband