Chile con carne

Það er mikil menning á bak við Chile con carne, heilu "trúarbrögðin" sem hafa skapast í kringum þennan góða rétt.

Þetta er til dæmis official réttur Texas búa í Ameríku og þykir þeim helgispjöll að nota baunir í sitt Chile. Ég er reyndar svo mikið fyrir baunir að mér finnst það must að hafa kidney beans í mínu Chile con carne.  Og ég vil hafa nautahakk, ekki nautakjöt í bitum þótt svo það sé alveg skemmtilegt stundum til tilbreytingar.

Ég eeelska Chile con carne, og þetta er einn af þessum réttum sem er aldrei eins þegar maður eldar hann næst.  Og um að gera fyrir chile fans að lesa sig til um skemmtilegar uppskriftir varðandi þennan rétt og imprúvæsera.

Chile con carne

  • Nautahakk, laushakkað
  • Paprika
  • Hvítur laukur, skorin mjög mjög fínt
  • tómatar í dós
  • Tómatsósa í dós  
  • Ein lítil dós Tómat paste
  • 1 lítil dós bjór
  • Hvítlaukur
  • Chile og slatti af honum (eftir smekk)
  • Nautakraftur með hálfum líter af vatni
  • Smá kjúklingakraftur ( með desilíter af vatni)
  • Salt
  • Cayenne pipar
  • Oregano
  • Paprikuduft
  • Chileduft
  • Cumin
  • Nýrnabaunir 
  • Smjör og Olía
  • Beikonfita
  • hálf teskeið púðursykur
  • 2 heilir Serranos piprar.  

 Brúnið lauk á pönnunni, bætið svo við hakkinu. Steikið hakkið.  Bætið í smátt skornum ferskum chile, smátt skorni papriku og hvítlauk.  Svo kemur vökvinn og tómatar, paste, púðursykur og baunir .  Því næst er það allt þurra kryddið, blandið því varlega við og verið dugleg að smakka til.

Ef þið steikið beikon er gott að nota fituna sem kemur frá steikingunni.

Leyfið 2 heilum Serrano piprum að fljóta í kássunni.  (Munið bara að vera dugleg og smakka til.  Ef þetta fer að verða of sterkt fyrir ykkar smekk þá má alltaf fjarlægja Serrano piprana)

Setjið lok á pottinn og látið malla í 3-4 tíma, ef það þarf meiri vökva þá má hella útí smá nautakjötssoði (Nautateningur soðinn í vatni) eða bjór, bara smakka til hvaða bragð vantar.

Gott er að sjóða chile piprana í vatni og afhýða þá svo og setja í blender með smá af vatninu sem þeir voru soðnir í og mauka og blanda við nautahakkið.

Svo mæla mestu Chile nördarnir með að þetta sé kælt í 12 klst og svo hitað upp.  En ég stenst nú aldrei það að bíða svo lengi.  En ég mæli eindregið með að elda stóóórann skammt og frysta!

Borið fram með góðum rifnum osti, t.d mossa eða cheddar.  Smá sýrður rjómi fer einnig vel með.  Þegar það er lítið eftir af kássunni þá er hægt að drýgja hana með að bera fram soðin hrísgrjón með eða jafnvel tortilla kökur.

 

IMG 3083

Soffía Gísladóttir ©        www.soffia.net


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband