Föstudagsfjör

Jedúddamía, mér finnst alltaf vera föstudagar eftir að ég fór að hafa föstudagsfjör.

Uppskrift vikunnar:  Sólarlag í Hvalfirði er réttur vikunnar. Af því að mér finnst svo sniðugt að gera heitan saumaklúbbsrétt og nota bulgur í staðin fyrir brauð.  Það mætti jafnvel nota couscous.

Vefsíðan: Marta vinkona www.marthastewart.com  er með margt sniðugt á síðunni sinni t.d þessi poki.

Vínið: Þetta var nú ekki mikil vínvika, en fyrir stuttu prófaði ég nokkrar af litlu flöskunum sem fást í ríkinu og mér fannst Faustino VII mjög fín.

Random uppskrift frá matarblogginu mínu: Lax í skál. Skál fyrir því! Það er líka hægt að nota reyktan lax í þessum rétti í staðin fyrir hráan.  Þetta er frábær forréttur ef þið eigið von á gestum í mat um helgina.

Tónlist:  Eitt fallegt af nýju plötunni með Amiinu

Mynd vikunnar: Ég fór um daginn austur undir Eyjafjöll að hitta vinkonu sem er á fullu  í að opna kaffihús, ég segi ykkur meir frá því síðar, en það er spennandi verkefni.  Það má fylgjast með bændunum á Hvassafelli og kaffihúsinu þeirra, Gamla fjósið, hér.

Í þeirri ferð fórum við að Seljalandslaug, hún er ansi söndug og það væri vert að taka aðeins til hendinni þar. 

seljalandslaug


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband