Eldhúsbréf II

Nú ert allt í rúst, tókum niður allt sem komið var upp í eldhúsinu mínu. Reyndar var allt bráðabirgða enn sem komið er og því bara gleði að taka það niður því nú verður eldhúsið aðeins flottara. 

Svona leit fína bráðabirgðaeldhúsið mitt út áður en við rifum allt niður.

eldhús 

Hillurnar voru gerðar úr timbri sem ég fann út í garði, ég mun eflaust nota þær í loka-eldhúsinu, bara með fallegri undirstöðum.  Vaskborðið er úr gamalli hurð, hún fer ekki upp aftur.  Spurning hvort ég flísaleggi vaskborðið....hvar fær maður fallegar flísar, svona munstraðar í anda Marokkó eða eins og er í moskunum í Tyrklandi og víðar??

Svo var allt rifið....

eldhús 

Og svo var farið út í garð og mótatimbrið sótt inn og hreinsað og því gluðað á vegginn, sjáum hvernig það kemur út, fyrst ætlum við að lakka og ef við fáum leið á því þá má mála í einhverjum fallegum lit.

eldhús 

 

Ástæða þess að við fórum í framkvæmdir er sú að við keyptum okkur ísskáp, 2 metra stál ísskáp með frysti og því ákváðum við að klæða eldhúsvegginn og koma ísskápnum fyrir á sinn stað.

Það er yndislegt að vera komin með rúmgóðan ísskáp og frysti. Við erum að vera búin að klæða veggina, tek mynd af dýrðinni þegar ísskápurinn er komin á sinn stað.

Ég hef nú ekki mikið eldað í þessu ástandi,en panini grillið nota ég mikið. 

Ég átti það til að skera baguette í litlar sneiðar, sem mér finnst svolítið vesen, þar til mér datt í huga að sneiða það til helminga,bera á það olíu og salt (og krydd eftir stemmningu) og skella því þannig í grillið.  Og svo má skera það niður í hæfilegar einingar áður en maður ber það fram. 

 baguette

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband