11.3.2009 | 20:05
Ekkert til, en samt nóg til
Kannist þið ekki við það að fara inn í eldhús til að búa til kvöldmat og það er ekkert til. Lendi oft í þessu en í staðin fyrir að fara út í búð þá challenge-um við hvort annað og búum til sitthvorn réttinn.
Í kvöld var það fyrst ég og hann smakkaðist TERA vel og nú er hann að byrja á sínum rétt með hausinn inn í ísskáp að sagði. "Það er rosa challenge í gangi"
Sé hann taka jagemeister flösku úr frystinum, en vona að hann ætli bara að drekka það núna en ekki marinera humar í því eða eitthvað.
Nei, hann er búin að fá sér jagemeister í kokteilglas, verð bara að fara að taka mynd af þessu...augnablik.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Rétturinn sem ég gerði var
Túnfisks cannelone með djúpsteiktu hamborgarabrauði
- Túnfiskur í dós
- Laukur
- Kúrbítur
- Hvítlaukur
- Hakkaðir tómatar úr dós
- Heitt pizzakrydd (mjög heitt hjá mér þessa dagana, fer svo TERA vel með öllu)
- Salt og pipar
- Smjör
- Hvítvín
- Lasagna plata eða cannelone rör)
Mallið lauk, kúrbít og hvítlauk, allt smátt skorið, á pönnu í smjöri. Bætið við túnfisks og svo tómötum í dós. Svo setti ég smá hvítvín og aðeins meira smjör. Mallimall.
Setti lasagna plötu í sjóðandi vatn svo hún mýktist. Hún kólnaði aðeins og þá setti ég túnfisksfyllingunaá plötuna og rúllaði upp.
Setti smá af sósunni í eldfast mót og rúllurnar ofan (svo þær festist ekki við botninn). Og svo smá af hökkuðu tómötunum ofan á ásamt parmagiano.
Inn í ofn í 5 mín eða svo.
Á meðan cannelone-ið var í ofninum skar ég tvær sneiðar af Höfðingja, velti honum upp úr þeyttu eggi og brauðraspi, sem var hamborgarabrauð sem ég fann inn í frysti og rifinn parmagiano. Djúpsteikti þetta og bar fram með cannelone-nu.
Og í anda þess að það sé ekkert til þá mæli ég með að bera fram Solaz rauðvín úr kassa og lagið Fuzzy með Grant Lee Buffalo, flott lag sem vinur minn benti mér á fyrir stuttu og hljómar TERA vel.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Seinni rétturinn var í anda spænskrar ommelettu með kúrbít, lauk og soðinni kartöflu. Muy bien!
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:23 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.