12.3.2009 | 17:19
Raclette
Svo var komið að Raclette. Eitthvað sem klikkar aldrei ef maður er með Racletteost og gott naut. Klukkan orðin 01.35, réttur númer fimm.
Sheep riding the mechanic bull in the raclette ring
- Raclette ostur
- Nauta fille
- Kinda fille (TERA gott!)
- Kúrbítur
- Rauðlaukur
- Paprika
- Fullt af góðum kryddu, og steikarkryddum
- Góð sósa úr sýrðum með grænum pipar, graslauk eða eitthvað gott.
Einnig er gott að skera kartöflur í tvennt og baka í ofni þar til eldaðar svo að sárið (skurðurinn) er orðinn vel brúnn, jafnvel smá brunninn og bera fram með þessu öllu.
Kúrbítur og rauðlaukur skorinn í skífur, paprikan í stóra bita og kjötið í fremur þunnar sneiðar. Svo grillar hver og einn fyrir sig.
Með þessu kom Chianti Classico, ISOLE E OLENA, 2005. Og ég verð að mæla með Johnny Cash, nokkrum greatest hits með svona rétti, amk Ring of fire, Folsom Prison Blues, Walk the line og Hurt.
Soffía Gísladóttir © www.soffia.net
Meginflokkur: Matur og drykkur | Aukaflokkar: Bloggar, Lífstíll, Menning og listir | Breytt s.d. kl. 18:08 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.